Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 9

Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 9
FYLKIR - jólin 2007 9 hættu rekstri flyjta Axel og Dadda skóverslun sína frá Einarshöfn við Kirkjuveg í verslunarhús Georgs og ráku þar sína skóbúð þar til þau selja Steindóri og fjölskyldu fyrirtækið eins og áður er getið. Þegar Steindór og Bára flytja Axel Ó. í húsnæði sitt við Bárugötu, kaupir Hanna María apótekari þetta húsnæði fyrir snyrtivöru- deild en selur síðan Eyjavík ehf. Gréta Grétarsdóttir og Heiðar höfðu eignast Eyjavfk ehf. Sigurður Ingi Ingólfsson stofnaði og rak Eyjavík sem innflutnings og smásöluverslun inná Eiði í nokkur ár. Nýjabíó, Garðsauki, Hrafnagil, Hressó og Kaupangur Næsta hús fyrir vestan Apotekið er Nýjabíó sem nú er Hótel Þórshamar. Þarna var enginn rekstur þegar ég man eftir mér. Ársæll Sveinsson er þarna með verkun og pökkun á skreið í nokkur ár. H. Sigurmundsson kaupir húsið og er þar með heild- verslun sína fram að gosi. í gosinu hrundi húsið undan öskuþunga og var síðar farið í það að endur- byggja húsið sem hótel, sem það er enn, nú í eigu Gísla Vals Einarssonar oftast kenndur við Brekku. Gísli Valur rekur nú Hótel Þórshamar, Hótel Mamma, Gistihúsið Sunnuhól og Gistihúsið Hamar. í viðbyggingu vestan við Hótel Þórshamar var Eyjablóm og síðar Mánabar. Á jarðhæð Hótels Þórshamars var fyrst Leik- fangaverslun sem Jóhann Heið- mundsson og Eiríkur Þorsteins- son ráku, síðar var þar innréttaður veitingastaðurinn Hertoginn, Guðmundur Erlíngs og Ingi byrja hér, síðar Tómas Sveins., Grímur Gíslason og nú er Fjólan veitinga- staður á þessum stað. I Garðs- auka, sem nú hefur verið rifið, en stóð á móti hótelinu, var afgreiðs- la fyrir happdrætti í mörg ár. Hressó hefur áður verið afgreid- dur að hluta, en á eftir Hressó, eftir gos opna Ragnar Sigurjóns- son og Margrét Jóhannsdóttir hér Eyjabæ sem var tískuvöruverslun fyrir unga fólkið. Jón Ægisson kaupir síðar af Ragga og rekur Eyjabæ í nokkur ár. Sjöfn Guðjónsdóttir opnar hér heilsu- vöruverslun og endurvekur Hressó nafnið sem hún rekur frá 1984 - 1992, þá íþróttavörudeild frá Axel Ó. Síðan kemur hér 66°N sem rekið var af H. Sigurmunds- syni ehf. Á síðasta ári kaupir Lindey ehf. húsnæðið og flytur Linda Hannesdóttir þá verslun sína Smart hingað frá Drífanda eins og áður hefur komið fram. Á móti var Kaupangur. Þar var m.a. Jón Hjaltason lögmaður með skrifstofu um tíma einnig Bragi Björnsson lögmaður og Jón Óskarsson lögmaður. Einnig var Sverrir Einarsson tannlæknir með stofu hér og Einar rakari sem bjó á efri hæðini var með rakarastofu vestanmegin neðri hæðar. Raggi rakari tók síðar við og er enn að, en nú aðeins vestar við sömu götu. Víðdalur, Þorvaldseyri, Gunnarshólmi og Magnúsarbakarí Vestan megin við hornið er Víðidalur þar sem Steingrímur gullsmiður er í dag. Kalli bakari er hér þegar ég man eftir mér. síðar útibú frá Magnúsarbakaríi og þá var Bjarni rakari í vesturhlutanum. Einnig var Jóna Júlíusdóttir þarna með fatabúðina Elfur sem var útibú frá einhverri verslun í Reykjavík. Steingrímur gullsmiður lagði undir sig bæði plássin og er að í dag. í næsta húsi fyrir vestan er Einar Lárusson, eða Einar á hjörunum með málningarbúð og ýmislegt smálegt, þarna vann einnig Bragi sonur hans og þóttu þeir furðufuglar. Síðar tóku Hallberg í Borg og Tómas Sveinsson við þessari verslun og ráku um nokkurra ára skeið. Sjúkra- samlagið lagði síðar undir sig alla neðri hæðina og viðbyggingu sem byggð var á milli húsana númer 35 & 37. Sjúkrasamlagið var hér þangað til þetta tryggin- garform var flutt til bæjarfógeta. Raggi rakari festi kaup á þessu húsi og flytur rakarastofu sína og er hér í dag. Sigmundur Andrésson, sem tók við af tengdaföður sínum með Magnúsarbakarí, kaupir Gunnars- hólma eða Vestmannabraut 37 til niðurrifs og byggir hér nýtt og glæsilegt bakari og verslun á jarðhæð og íbúð fyrir sig á efri hæð. Eftir að rekstri Magnúsar- bakarís er hætt, kaupir Jón Ingi Guðjónsson neðri hæðina og opnar hér blóma, gjafavöru og húsgagnaverslun undir nafninu Heildsalinn Vestmannabraut 37. Norðan megin við Vestmanna- brautina, frá Viðey að Skuld, eru ekki verslanir á árinu 1955 en lík- lega 1957 kaupir Þorsteinn Þ. Víglundsson kálgarða og lóð frá Sandfelli og þar er byggt núverandi hús númer 38 fyrir mjólkurbúð og Sparisjóðinn á neðri hæð en íbúð á efri hæð. Mjólkurbúðin og Adam og Eva Mjólkurbúð er hér alveg fram að gosi, en eftir gos er farið að selja mjólk og mjólkurvörur í almen- num matvöruverslunum. Spari- sjóðurinn er hér þar til flutt er í núverandi húsnæði við Bárustíg. 1962. Ýmsar verslanir og skrifsto- fur hafa verið í þessu húsi til dagsins í dag, Adam & Eva tísku- vörur var verslun sem Guðmunda Hjörleifsdóttir og Marthea Guðmundsdóttir stofna og síðar Guðjón Hjörleifsson og Rósa Guðjónsdóttir. Örn Ólafsson og Hrefna kaupa húsið fyrir Vörusölu SÍS, upplýsingamiðstöð ferðamála og ferðaskrifstofu. Silla Sigmars- dóttir tekur við og rekur um skamma hríð. Síðar kemur Gumma með Volare, Eyjatölvur og Vodafone og nú síðast er hér Dótakistan sem Hólmgeir og Jóhanna reka. Volare snyrtivörur eru hér í stuttan tíma en flytja svo í næsta hús fyrir austan sem var ekki til fyrr en Sigmundur bakari kaupir Sandfell og rífur, til þess að byggja húsnæði sem átti að vera nokkurs konar verksmiðja í brauðgerð með kjötfyllingum og pylsum. Simmi var búin að tryggja sér vélar og ég fór með honum til Reykjavíkur að tala við S.S. og auglýsingastofu, en ekkert varð úr þessu ævintýri hjá Simma. Þegar samstarf sona Simma um rekstur Magnúsarbakarís hættir, flutti Bergur í þetta hús og fór að baka undir Vilbergs nafninu. Þar voru síðan innréttaðar íbúðir á efri hæðini og seldar. Síðar var hér Eyjablóm sem áður hafði starfað á Hótel Þórshamri, og ein- nig í Hólshúsi. Eftir að Eiríkur bló- masali hætti, var hér unglinga- miðstöðin „Húsið" en gekk ekki. Volare er hér í dag eins og áður er nefnt. Margir hafa verið með rekstur í Vöruhúsinu Sunnanmegin er Vöruhúsið með mikla og langa sögu í verslun og þjónustu á báðum hæðum. Bæjarbúðin var með Sigga á Laugarlandi og Trausta Jónsson innanbúðar. Þarna var matvöru- búð með kjötvinnslu og eftir að Siggi dó fór að halla undan og var Bæjarbúðini lokað. Bæjarbúðin var í austurhluta hússins, síðan kom sér inngangur fyrir efri hæðirnar, þar sem voru 3-4 íbúðir, síðar verbúðir, en stóð svo tómt í nokkur ár eða þar til skrif- stofur Hraðfrystistöðvarinnar fluttust þangað. Síðar tölvu- fyrirtæki, tölvuver, félagsmiðstöð og fjarkennsla, og í dag er efri- hæðin orðin hluti af Café María, kallað Conero, bar og veitin- gasalur. f vesturendanum og upp með Skólavegi man ég ekki hvað var þegar Bæjarbúðin var. Erna Óskarsdóttir og Kári Óskarsson opna hér mjög glæsilega snyrti- og tískuvöruverslun. Þar voru speglar um alla veggi og búðaborð voru bara rör og gler, þvílíkt og annað eins hafði ekki sést í Eyjum. Síðar opnar Kurt hér sjoppuna sína Búr sem hann fly- tur síðar á Gimli. Loftur Magnús- son opnar hér útibú frá Þing- völlum sem síðar varð Versl. Guðjóns Scheving eins og reynd- ar áður er getið. Loftur og Guðjón gáfust upp og allt endaði í gjaldþroti. Hér fór allt á uppboð og flest var selt. Þetta pláss stendur autt í nokkurn tíma en haustið 1971 opna þeir Magnús Jónasson og Sigurður Jónsson Eyjakjör matvöruverslun og reka hana fram að gosi. Eftir gos opna Bjarni Sighvatsson og Halldór Ingi Guðmundsson raftækjaverslunina Kjarna. Síðar taka Sigursteinn Óskarsson og Sigríður Óskarsdóttir við rek- strinum og reka í nokkur ár saman en Sigga kaupir Sigurstein út úr rekstrinum, en gefst upp og hættir rekstri. Jón Ingi Guðjóns- son og Steinunn eru hér með „Flott og flippað" um tíma. Aftur stendur þetta pláss autt, en þá kaupir Rannveig Hreinsdóttir hús- næðið af Hraðfrystistöðinni og breytir í veitingastað og nefnir Café Maria. Rannveig rekur Café Marfa í nokkur ár, en selur síðan núverandi rekstraraðilum Brandi ehf. sem er í eigu þeirra hjóna Stefáns Ólafssonar og Helenu Árnadóttur. Brandur ehf. hefur nú eignast allt húsið og breytt efri hæð í bar og veitingasal, sem viðbót og nefna Conero. í suðurhluta neðri hæðar, þar sem inngangur er núna fyrir Conero, var Oddgeir Kristjánsson með bókasölu um tíma og einnig var hér útibú frá Félagsbakaríinu eða Vogsabakaríi um nokkura ára skeið. Ingunn í Skuld seldi skart- gripi frá Guðmundi Andréssyni af og til. Það sem eftir er af Vest- mannabrautinni, voru ekki og hafa ekki verið verslanir. Myndin tók Sigurgeir árið 1980 íversluninni Mozart. Frá vinstri; Inga Andersen, Kolbeinn Ólafsson og Maria Njálsdóttir. Myndina tók Sigurgeir árið 1982 og sýnir þrjá viðskiptamenn á spjalli fyrir utan Blaðaturninn. Frá vinstri, Ragnar Sigurjónsson, Guðjón Hjörleifsson og GísliJónasson. kennslu. Skömmu eftir að þeir

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.