Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 11

Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 11
FYLKIR-jólin 2007 11 Vestmannaey eins og hún leit útþegarhún kom frá Japan 1973. Vestmannaey VE 54 frá íslandsmiðum til Argentínustrandar Grímur Gíslason greinarhöfundur Vestmannaey VE 54 sigldi úr heima- höfn íEyjum áleiðis til nýrra heimkyn- na í Argentinu í Suður Ameríku 22. október sl. Þar með lauk nærri 35 ára farsælli sögu skipsins í eigu Bergs Hugins ehf. Vestmannaey hefur verið mikið afla- og happaskip gegnum árin og skilað drjúgum arði til sam- félagsins í Eyjum sem og til þjóðar- búsins í heild. Þó að skipið sé komið til ára sinna á það samt enn mikið eftir enda hefur því verið vel við haldið og það hefur gengið I gegnum endurnýjanir og breytingar, þannig að búast má við að Vestmannaey eigi eftir að skila miklum afla á land og góðum arði er skipið hefur veiðar á nýjum slóðum við strendur Argentínu. Bergur og Huginn í skuttogaraútgerð Útgerðarfélagið Bergur Huginn ehf. var formlega stofnað í desember árið 1972 af útgerðum Bergs VE 44, sem var í eigu bræðranna Kristins og Sævalds Pálssona, og Hugins VE 55, í eigu mágs þeirra, Guðmundar Inga Guðmundssonar. Þeir Kristinn á Berg, og Ingi á Huginn fóru með ferðina í undirbúningi stofnunar Bergs Hugins ehf. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að ráðast í nýsmíði á skuttogara og hefja útgerð hans frá Vestmanna- eyjum. Hófst undirbúningur og samningagerð vegna nýsmíðin- nar áður en félagið var formlega stofnað og var þá unnið að verkefninu undir nafni beggja félaganna, Bergs og Hugins. Með smíðinni á Vestmannaey var lagður grunnurinn að öflugu útgerðarfyrirtæki Stofnendur Bergs Hugins ehf. voru kappsfullir skipstjórar og útgerðarmenn og höfðu trú á að með útgerð á nýjum skuttogara mætti byggja upp frá grunni öflugt útgerðarfyrirtæki. Kristinn og Ingi reyndust sannspáir í þes- sum efnum því með kaupunum Vestmannaey var lagður grunn- urinn að öflugu útgerðarfyrirtæki sem hefur eflst og dafnast gegn- um árin og er nú, 35 árum síðar, í hópi öflugustu útgerðarfyrirtækja landsins. Þessi djarfhugur og framsýni frumkvöðlanna lagði grunninn sem að happasæl vegferð hefur verið byggð á. Það er nauðsyn- legt að hafa grunninn góðan en það er ekki síður mikilvægt að byggja áfram upp og það hefur verið gert hjá útgerð Bergs Hugins ehf. frá upphafi. Fyrirtækinu hefur verið stjórnað af röggsemi, dugnaði og myn- darskap alla tíð og það hefur fært fyrirtækið á þann stall sem það er ídag. Djörf ákvörðun að smíða skipin í Japan Það var árið 1972 sem tíu íslenskir útgerðaraðilar ákváðu að ráðast í nýsmíði á skuttogurum. Tilboð í smíði skipanna bárust víðsvegar frá Evrópu en eitt tilboð barst frá Japan. Við yfirferð tilboðanna kom í Ijós að japanska tilboðið var það lang hagstæðasta og var því 23.janúar 1973 varVestmannaey á siglingu á Kyrrahafi milli Hawaii og Panama á heimstíminu til Eyja. Samskipti við skip á fjarlægum slóðum vorum með öðrum hætti þá en nú til dags þannig að skipverjar fengu einungis óljósar fregnir af því gegnum fréttir erlendra útvarpsstöðva að eldgos væri hafið á Heimaey. Sumar fréttir voru á þann veg að byggðin hefði eyðs og allir íbúar farist. ákveðið að kanna aðstæður hjá Japönunum og í framhaldi af því að ganga til viðræðna við þá um smíði togaranna tíu. Þær viðræður leiddu síðan af sér að gengið var til samninga við þá um smíðina. Margir urðu til að gagnrýna þá ákvörðun útgerðanna að ákveða að smíða skipin í Japan, sem var á þeim tíma framandi og fjarlægt fyrir (slendinga. Vissulega var ákvörðun útgerðanna djörf en byggð á skynsemi, framsýni og hugdirfsku þeirra sem að komu. Útgerðarmennirnir vissu að Japanir voru og eru enn ein mesta fiskveiðiþjóð heims og því hlyti að vera hægt að treysta þeim til að byggja góð og öflug skip. Þetta hefur og komið á daginn þvíjapönsku skuttoga- rarnir reyndust allir ákaflega vel og hafa skilað miklum afla og þar af leiðandi verðmætum á land. 35 ára farsæl saga Vestmannaeyjar VE 54 er gott dæmi um það. Vestmannaey var smíuð í Muroran á Hokkaido Þegar gengið hafði verið frá samningum milli útgerðanna tíu og Japananna að þeir tækju verk- ið að sér kom hópur Japana til íslands til funda með útgerðunum. Voru fundirnir hald- nir á Hótel Loftleiðum og í þriggja vikna fundartörn voru skipin nánast hönnuð og teiknuð á hótelinu og gengið frá samkomu- lagi um búnað og aðra þætti smíðinnar. Togararnir tíu voru síðan smíðaðir á tveimur stöðum. Annars vegar í Muroran á Hokkaido eyju, nyrst í Japan, og hins vegar í Niigata á vesturströnd landsins. Vestmannaey var smíðuð í Muroran. Smíðin hennar var lokið um níu mánuðum eftir að gengið hafði verið frá samkomulagi um búnað, hönnun og teikningar á fundunum á Hótel Loftleiðum. Skipið var afhent Berg Huginn ehf. 31. desember 1972 og má því segja að á gamlársdag 1972 hafi formlega hafist farsæl útgerðarsaga Vestmannaeyjar og þá um leið Bergs Hugins ehf. Á siglingu í Kyrrahafi er óljósar fréttir af eldgosinu á Heimaey bárust Það er löng siglingaleiðin frá Japan til íslands og tók sigling Vestmannaeyjar heim 49 daga. Haldið var af stað frá Hokkaido 31. desember 1972 áleiðis til Vestmannaeyja þar sem ráðgert var að fyrsti skuttogari Eyjamanna kæmi til hafnar eftir miðjan febrúar og þar með yrði markaður nýr kafli í útgerðarsögu Eyjamanna. Eldgosið á Heimaey varð þó til þess að Vestmannaey sigldi ekki til heimahafnar í Eyjum eins og til stóð heldur kom til haf- nar í Hafnarfirði 19. febrúar 1973. 23. janúar 1973 var Vestmannaey á siglingu á Kyrrahafi milli Hawaii og Panama á heimstíminu til Eyja. Samskipti við skip á fjarlægum slóðum vorum með öðrum hætti þá en nú til dags þannig að skipverjar fengu einungis óljósar fregnir af því gegnum fréttir erlendra útvarpsstöðva að eldgos væri hafið á Heimaey. Sumar frét- tir voru á þann veg að byggðin hefði eyðst og allir íbúar farist. Þessar stundir líða eflaust seint úr minni þeirra er þar voru því þeir biðu þeir milli vonar og ótta í um sólarhring eftir fregnum um afdrif íbúa heimabyggðar þeirra. Eftir sólarhrings bið bárust þær fréttir að allir íbúar hefðu bjargast heilir á húfi og varð mikill léttir um borð við þær fregnir, þó að auðvi- tað hafi verið erfitt að vera á svo fjarlægum slóðum á þessum víðsjárverða tíma í Eyjum. Fyrsta löndun í Eyjum 4. september 1974 Það var auðvitað ákveðið áfall fyrir útgerðina að geta ekki hafið útgerð Vestmannaeyjar VE frá Eyjum eins og til stóð upphaflega en kannski hefur máltækið; Fall er farar heill, átt vel við í þessu tilfelli

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.