Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 13

Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 13
FYLKIR-jólin 2007 13 því þrátt fyrir þessa erfiðleika og óvæntu áföll í Eyjum í upphafi útgerðarsögu Vestmannaeyjar VE 54 þá einkennist útgerðarsaga skipsins af lánsemi, farsæld og fengsæld. Vestmannaey gat ekki lagt afla sinn upp í Eyjum, eins og til stóð, fyrstu mánuðina en það hamlaði þó ekki rekstrinum. Fyrsta löndun Vestmannaeyjar í Eyjum var 4. september 1974, einu og hálfu ári síðar en ráðgert var og síðan þá hefur heimahöfnin og lön- dunarstaðurinn íflestum tilfellum verið Vestmannaeyjar. Breytingar á eignarhaldi Breytingar urðu á eignarhaldi Bergs Hugins ehf árið 1974 er Huginn hf. seldi hlut sinn í fyrirtækinu en á svipuðum tíma keypti Eyjólfur Pétursson, þáverandi skipstjóri á skipinu, hlut ífélaginu. í upphafi árs 1992 sameinaðist Bergur Huginn ehf. ísfélagi Vestmannaeyja en sleit sig á ný út úr þeirri sameiningu átta mánuðum síðar og hélt áfram útgerð undir nafni Bergs Hugins ehf. Frá þeim tíma var eignarhald félagsins í höndum Kristins Pálssonar og fjölskyldu en nú er félagið í eigu bræðranna Magnúsar og Birkis Kristinssona og er eignarhlutur Magnúsar um 85%. Höfuðstöðvarnar á Geirseyri Höfuðstöðvar Bergs Hugins ehf., skrifstofa, veiðarfærahús og verk- stæði voru frá upphafi á Geirseyri en árið 1993 keypti fyrirtækið skrifstofuhúsnæði Herjólfs á Báskersbryggju og hefur haft aðsetur sitt þar og nefnt húsið Geirseyri þannig að útgerð Vestmannaeyjar hefur nær alla tíð verið stýrt frá Geirseyri. Vestmannaey eftir að hún var lengd og breytt ífrystitogara. ísfisktogari sem breytt varífrystitogara Vestmannaey VE 54 var upphafle- ga hönnuð sem ísfisktogari og var gerð út sem slík til ársins 1987 en þá fór skipið í endurbyggingu og breytingar í Póllandi þar sem því var breytt ífrystitogara. Árið 1996 var skipt um Ijósavél í skipinu og árið 1997 var allur spilbúnaður endurnýjaður. Síðustu stóru endurbætur á Vestmannaey voru gerðar árið 2002 en þá var milidekk endurnýjað og settur í skipið veltitankur. Vestmannaey kom síðan úr sinni síðustu veiðiferð á vegum Bergs Hugins ehf. f desember 2006 en eftir það var skipinu lagt enda smíði á nýju skipi fyrir útgerðina komin á lokastig. Nýtt skip Bergs Hugins ehf., sem smíðað var í Póllandi og kom til hafnar í Eyjum 15. mars á þessu ári fékk nafnið Vestmannaey og tekur því við að skrifa annann kaflann í útgerðarsögu Vestmannaeyjar VE. 20 milljarða aflaverðmæti Á þeim 34 árum sem Vest- mannaey var gerð út má gera ráð fyrir að hún hafi aflað nálægt 140.000 tonnum og aflaverð- mætið hafi numið rúmlega 20 milljörðum króna. Ljóst er því að útgerð Vestmannaeyjar skilaði umtalsverðum fjármunum inn í samfélagið í Vestmannaeyjum þau 34 ár sem skipið var gert út frá Eyjum. Skipstjórar Eyjólfur Pétursson var skipstjóri frá upphafi til ársins 1991. 1. stýri- maður í byrjun var Þorleifur Björnsson og yfirvélstjóri í upphafi var Örn Aanes. Aðrir sem gengdu stöðu skipstjóra á Vestmannaey voru Sverrir Gunnlaugsson, Snæbjörn Tryggvi Össurarson og Birgir Þór Sverrisson en hann var skipstjóri á skipinu frá 1993 þar til því var lagt í desember á síðasta ári, en Birgir Þór hafði þá verið á skipinu í tæp 30 ár, lengst. Það var svo Jón Eyjólfsson, fyrrum skipstjóri á Herjólfi, sem var skip- stjóri í síðustu ferð Vestmannaeyjar frá Eyjum er siglt var til þaðan áleiðis til stranda Argentínu 22. október sl. Eftirminnilegir áhafnarmeðlimir Breytingar á mannskap voru ekki tíðar á Vestmannaey og störfuðu margir áhafnameðlimir áratugum saman á skipinu. Meðal þeirra sem nefna má eru Guðmundur Alfreðsson sem var vélstjóri þar frá því á vordögum 1973 til ársins 1985 en þá tók þá við stöðu útgerðarstjóra Bergs Hugins og gegnir henni enn. Þorvaldur Þorvaldsson var þar frá árinu 1978, að undanskildum tveimur árum, þar til skipinu var lagt. Bjössi Þorleifs, en við hann var stjórnborðs gilsinn á Vestmannaey kenndur og kallaður Bjössagils. Kristján Kristjánsson vélstjóri, nú Anna Kristjáns, Dáni kveikur, Baldvin kokkur og Halldór Waagfjörð, svo að nokkrir séu nefndir, eru meðal eftirminnilegra nafna úr áhöfn Vestmannaeyjar gegnum árin. Hjónabönd hafa fæðst um borð í Vestmannaey og má í því sam- bandi nefna að systurnar Sigrún og Snæbjörg Logadætur, sem báðar voru um árabil í áhöfn Vestmannaeyjar, kynntust eigin- mönnum sínum Þorsteini Waagfjörð og Sigurði Steinari Konráðssyni, sem einnig voru í áhöfn Vestmannaeyjar, um borð í skipinu. Tangó í takt við öldur Argentínustrandar Það er því öruggt að Vest- mannaey VE geymir margar fjöl- breyttar sögur og minningar sem sumar verða trúlega aldrei sagðar. Þær minningar geymast um borð á suðrænum slóðum og munu halda góðum anda áfram í skipinu. Vestmannaey VE 54 hefur stigið síðasta dansinn við ránardætur norðurhafa en búast má við að hún muni á næstu árum stíga tangóinn í takt við öldur Argentínustrandar af sömu snilld og hún steig valsinn við Ægi á íslandsmiðum í nærri 35 ár. Fyrst og fremst stoltur - segir Magnús Kristinsson um samleið sína með Vestmannaey í 35 ár Grímur Gíslason greinarhöfundur Magnús Kristins- son, útvegsbóndi, hefur lengst af verið framkvæm- dastjóri Bergs Hugins ehf. Hann hefur verið viðloð- andi útgerðina frá upphafi enda faðir hans, Kristinn Pálsson, eigandi Bergs hf. annars stofnenda fyrirtækisins. Magnús kom að undirbúningi að smíðinni, var i áhöfninni sem sigldi því heim og starfaði á skrifstofu fyrirtækisins þar til hann tók við framkvæm- dastjórninni. Hann fylgdi því Vestmannaey allan þann tíma sem hún var í eigu útgerðar Bergs Hugins ehf. Farsaelt og fengsælt skip "Ég er fyrst og fremst stoltur að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu Vestmannaeyjar ævintýri frá upphafi til enda, því auðvitað hefur þetta verið ákveðið ævintýri. Okkur hefur gengið vel og skipið var alla tíð farsælt og fengsæit. Þó að auðvi- tað hafi orðið slys um borð þá misstum við aldrei mann öll þau 34 ár sem skipið var í rekstri okkar og það eitt er mikið lán og gæfa", segir Magnús um þann tíma sem hann hefur lifað með Vestmannaey VE. Glaðbeittur útvegsbóndi, Magnús Kristinsson, við heimkomu b/v Vestmannaey VE 444 imars á þessu ári. "Ég fékk tækifæri til að feta alla brautina með þessu happaskipi. Tók þátt í undirbúningi að smíðinni, með karli föður mínum. Fékk tækifæri til að vera í Japan þegar skipið var í smíðum. Var í áhöfninni sem sigldi Vestmannaey heim frá Japan. Hóf síðan störf á skrifstofunni með pabba, þegar reksturinn hófst, og tók við framkvæmdastjórninni árið 1978. Ég kom síðan inn sem eigandi og er nú stærsti eigandinn og enn við stjórnvölinn hjá Berg Huginn ehf." Alltaf lagt upp úr því að halda skipinu vel við "Vestmannaey VE 54 var happask- ip sem fór vel með áhöfn og ski- laði eigendum sínum vel. Margir áhafnarmeðlimir störfuðu ára- tugum saman á skipinu og við stjórnendurnir og eigendur lögðum alltaf mikið upp úr því að halda skipinu vel við, enda var það í ótrúlega góðu ásigkomulagi þegar við lögðum því. Þó að skip- ið hafði farið tvisvar í miklar endurbætur, á þessum tíma sem við gerðum það út, þá var það hinn trausti grunnur sem skipti máli. Góð smíði og vönduð vin- nubrögð Japananna í upphafi lögðu grunninn. Það er því alveg Ijóst miðað við hvernig þessum japönsk smíðuðu skipum hefur farnast hér gegnum árin að sú ákvörðun að láta smíða þau í Japan á sínum tíma var framsýn og góð," segir Magnús. Gott að kveðja skipið í góðu standi "Þegar við seldum Vestmannaey nú í haust til Argentínu þá hafði skipið legið við bryggju og ekki verið hreyft frá því í desember 2006, eða í 10 mánuði. Argentínumennirnir sem komu að skoða skipið urðu gríðarlega hrifnir af því og eiginlega alveg undrandi á því í hversu góðu ásigkomulagi það var. Það sem mér fannst þó merkilegast var að þegar samningar voru frágengnir og skipinu siglt af stað til Argentínu þá var bara öllu startað í gang án nokkurra vandræða, rétt eins og skipið hefði komið úr túr deginum áður. Það segir ef til vill mest um í hversu góðu standi Vestmannaey VE 54 var í nærri 35 árum frá því henni var siglt af stað frá Japan í sína fyrstu ferð. Ég var ákaflega stoltur að verða vitni að þessu og að geta kvatt skipið í svona góðu standi eftir áratuga þjónustu í okkar þágu. Það er því fyrst og fremst stolt sem kemur í huga minn þegar ég hugsa um þessa 35 ára samleið Vestmannaeyjar VE 54 og Bergs Hugins ehf. og aðkomu mína að þeirri sögu," segir Magnús Kristinsson, útvegsbóndi.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.