Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 14

Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 14
14 FYLKIR-jólin 2007 Barnaskóli Vestmannaeyja eins og hann leit útþegar greinarhöfundur stundaði nám við skólann. Minningarbrot úr barnaskóla - einkum um Þorvald Sæmundsson - Helgi Bernódusson greinarhöfundur Sl. sumar lést einn eftírminnilegasti kennari minn úr barnaskóla, Þor- valdur Sæmunds- son. Hann kenndi mér aðeins einn vetur, 1961-1962, þegar ég var á síðasta vetri í Barnaskólanum, Í6. bekk. Kennsla hans, framkoma og viðkynning var slík að ekki líður úr minni. Nokkrir nemendur Þorvalds urðu til að minnast hans á útfarardegi, einkum þeir sem höfðu haft hann sem aðalkennara alla sex veturna í barnaskóla, eins og þá var títt. Gunnhildur og Katrín. Gunnhildur Hrólfsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir lýstu kennara sínum m.a. svo í minningargrein á útfarardegi, 23. júlí 2007, en Þorvaldar var aðalkennari þeirra 1955-1960 í barnaskólanum í Vestmannaeyjum: „Þorvaldur var vandaður maður og mikið prúðmenni, hægur í fasi og seinreittur til reiði ... Hann var hávaxinn, grannur og yfirveg- aður, virðulegur kennari sem mætti alltaf í jakkafötum, trúr sínu starfi og festa hans og heilindi var okkur Ijós. Hann brýndi fyrir okkur að fara vel með skólabækurnar og við munum stílabækurnar í þráðbeinum stöflum á kennara- borðinu. Falleg rithönd hans lík- tist letrinu í forskriftarbókunum sem við lærðum að skrifa eftir. ... í hugum okkar er þakklæti til Þorvaldar fyrir þá uppfræðslu sem hann veitti okkur og hefur reynst okkur gott veganesti í lífinu." EINKUNNABOK 9ARNASKDLINN i VESTMANNAEYJUM Einkunnabókin. A bakhliðinni er auglýsing frá Bókaverzlun ÞorsteinsJohnsonar. Glöggir menn segjast þekkja rithönd Greinarhöfundur 12 ára, Steingríms Benediktssonar á Í6. C hjá Þorvaldi Sæmundssyni. bókinni. Þetta eru fögur orð og eftirmæli. Gísli Már Annar nemandi, Gísli Már Gíslason, sem hafði Þorvald sem aðalkennara öll barnaskólaár sín, segir í niðurlagi minningargreinar sinnar: „Þorvaldur gaf mér ómetanlegt andlegt nesti fyrir lífsvegferðina. Fyrir það stend ég í ævarandi þakkarskuld við hann." Kennaranum að starfi lýsir Gísli svo: „Þorvaldur var frábær kennari og honum tókst að Ijúka upp fyrir okkur áður ókunnum heimum íslenzkrar sögu og bókmennta. Við lásum íslandssögu Jónasar frá Hriflu sem var nú svona og svona undir tönn, en Þorvaldur fór langt út fyrir efnið og gæddi það lífi með ótal sögum sem ekki voru í bókunum. Sem dæmi má nefna frásagnir af Dithmar Blefken og baráttu Arngríms lærða og Guðbrands Hólabiskups við kauða og aðra keimlíka skríbenta í útlöndum. Ekki vafðist heldur fyrir Þorvaldi að varpa Ijóma á stærðfræðina eða málfræði og stafsetningu - og honum til heiðurs skrifa ég þessi minningar- orð með eins mörgum zetum og ég get." Og Gísli Már, sem síðar varð raf- magnsverkfræðingur, á fleiri Alfreð Eyjólfsson með bekksinn, 1. C, Iskemmtigöngu íHerjólfsdal skólaárið 1956-57. Það er„hlaupið ískarðið". — Höfundur treystir sér ekki til að þekkja alla krakkana á myndinni, en þó má sjá Guðmund Sigfússon, ÓlafOddgeirSigurðsson, Eygló Ingólfsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur. Kannski er þessi með húfuna greinarhöfundur? góðar minningar: „í skólanum var kennd svo- nefnd átthagafræði. í tengslum við hana gerðum við vinnubók, lausblaða í bláum heftum. Til að minnast 50 ára afmælis Landssíma íslands árið 1956 lét Þorvaldur okkur teikna loftnet uppi á Klifi og rafsegulbylgjur milli lands og Eyja. Sú stund líður mér aldrei úr minni, þegar hann útlistaði fyrir okkur að það væri ekki hljóðið sem bærist frá Reykjavík til Vestmannaeyja, heldur væri hljóðinu fyrst breytt í rafmagn og svo í útvarpsbylgjur sem bærust um loftin blá til okkar í Eyjum þar sem þeim væri breytt til baka í rafstraum og svo í hljóð sem við skynjuðum. Ég sat og hlustaði agndofa. Þetta get ég aldrei skilið, hugsaði ég." Uppfræðingafélagið. Nýr kennari á hverju árí: Frá vinstri: Alfreð Eyjólfsson, Páll Steingrímsson, Ágústa Ágústsdóttir, Eiríkur Guðnason, Ingólfur Þórarinsson, Lýður Brynjólfsson og Þorvaldur Sæmundsson. Myndirnar eru úr Kennaratali frá því um 1960.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.