Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Side 15

Fylkir - 23.12.2007, Side 15
FYLKIR - jólin 2007 15 Guð gefi mér einn slíkan Sá kennari, sem fær slíka umsögn frá nemendum sínum hálfri öld síðar, er enginn meðalmaður í starfi sínu. Það var Þorvaldur heldur ekki. Og það orðspor fór líka af honum í hópi okkar krakkanna sem þá vorum í barnaskólanum. Ég er hvorki bænheitur né bænrækinn, en eina beina og áþreifanlega ósk a.m.k. uppfyllti Drottinn allsherjar þegar ég sneri mér til hans haustið 1961 og bað um góðan kennara. „Megi það verða Þorvaldur Sæmundsson." Ég þarf að skýra það dálítið nánar. Stubbadeildin Hinn magnaði 49-árgangur, sem ég fæddist í, góðu heilli, hóf nám í Barnaskóla Vestmannaeyja haustið 1956. Það er merkisár í sögu skólans, ekki aðeins fyrir það hve velheppnaður árgangur kom í skólann, heldur tók þetta haust Sigurður Finnsson við skólastjórn af Halldóri Guðjónssyni sem hafði stýrt skólanum frá 1939 og verið kennari þar enn lengur. Sigurður var einstæður skólastjórnandi, en hans naut því miður aðeins við í nokkur ár, átti við erfið veikindi að stríða síðustu ár sín sem skólastjóri og lést fyrir aldur fram rétt liðlega fertugur að aldri. Það var við upphaf skólaárs haustið 1962. Flest okkar höfðu verið í lestrarkennslu veturinn áður í smábarnaskóla sem þeir Eiríkur Guðnason og Þórarinn Magnús- son kennarar ráku í Barna- skólahúsinu og almennt var kallaður „stubbadeildin". Kostaði 50 kr. á barn. Hóparnir voru fjórir, tveir hjá hvorum þeirra, annar byrjaði kl. 4 en hinn kl. 5, og þótti miseftirsóknarvert. Tossar og séní; strákar og stelpur í árgöngum eftirstríðsáranna voru upp undir 100 krakkar. Þeim var oftast skipt í fjórar bekkjardeildir: A (tossarnir), B (þeir sem gátu eitthvað), C (sæmilegir krakkar) og D (þeir bestu; séníin). Lestur réð mestu um hvernig skipaðist í bekki. Hið herfilegasta kynjamis- rétti ríkti. f D-bekknum, þeim besta, voru nær einvörðungu stelpur, kannski 2-3 strákar. En eftir því sem leið á skóla- gönguna fjölgaði jafnt og þétt í „betri bekkjunum" (C- og D- bekkjum) þvi að tilhneigingin var fremur að hækka krakka en lækka þá. Ég var þó lækkaður úr 1. C í 2. B! Alfreð Eyjólfsson, kennari minn fyrsta veturinn, í 1. C, lagði sig sérstakleg eftir lestrarkennslu, en ekki tókst honum þó að kveikja í mér; ég gerði varla meira en þekkja stafi á bók. Hrapið úr 1. C, — en C var viðunandi staða, — niður í 2. B finnst mér hafa verið vegna þess að ég kom ekki í reikningsprófið í 1. C, en í þeirri námsgrein var ég nú skástur. í vatnsleysinu í Eyjum á þessum tíma var vatni ekki spillt eða því hleypt niður nema það hefði verið gjörnýtt áður. Það var stór vaskur heima í Borgarhól, enda margir diskar þvegnir þar á hverjum degi, og geysilega gaman, þegar uppvaski var lokið, að fá að sigla smábátum eða heyja sjóorustur í eldhúsvask- inum. Yfir einni slíkri orustu gleymdi ég mér meðan á reikn- ingsprófinu stóð, en man enn vel þá skelfingu sem greip mig þegar ég áttaði mig á að ég hafði gleymt prófinu. Kanada og Eldfærin En bættur var skaðinn því að í 2. B kenndi okkur Páll Steingrímsson sem kryddaði kennsluna með ævintýrasögum frá „Könödu" en hann hafði dvalist í Kanada, Winnipeg í Manitoba, við mynd- listarnám 1951-52, kynnst þar skógarbjörnum, indjánum og ýmsum öðrum skrýtnum hlutum. Þennan vetur endursagði Páll líka, með tilþrifamiklum leikrænum tilburðum, nokkur ævintýri H. C. Andersens. Aldrei gleymir maður því þegar hann sagði okkur sög- una af Eldfærunum, um tréð, dátann, kerlingarherfuna, hund- ana með stóru augun, prinsess- una og góða kónginn; allt þetta lék Páll fyrir okkur af slíkri list og innlifun að við sátum bergnumin undir og spennan hríslaðist um okkur. „Háttprýði" og „vandvirkni" við neðstu mörk. í 3. B kenndi mér Ágústa Ágústs- dóttir. Þetta var annar vetur hennar í kennslu, 1958-59. Hún var afbragðskennari en það var ekki auðvelt hlutskipti fyrir unga konu að fá yfir sig svona óróa- seggi sem við vorum og fullkom- lega áhugalaus um námsbæk- urnar. Ég var barnanna verstur, með 6 í „háttprýði" og lægstur í „vandvirkni". Fór móðir mín nokkrar ferðirnar á fund Ágústu og Sigurðar Finnssonar skóla- stjóra upp í skóla til að ræða hið alvarlega ástand með drenginn. Ég var sagður hafa enga eirð í lestrar- og skriftartímum, en var glúrinn í reikningi og því oft fyrstur að Ijúka dæmaverkefnum og hófst þá handa við að klípa sessunauta, dangla í þann sem sat fyrir framan eða senda „orustuþotur" (úr pappír) um stof- una. Allt þetta mátti Ágústa þola. í góðri trú um að ég hefði bætt mig í „háttprýði" féllst hún þó á það mörgum árum seinna að verða samstarfsmaður minn á Bókasafni Vestmannaeyja, og góður vinur upp frá því. Ég hélt þó lengi, eftir frammistöðuna í 3. B, að hún mundi aldrei fyrirgefa mér. Rithönd Ágústu er eins og í forskriftarbókum, og enn er unaður að sjá handarverk hennar á pappír. Mikið hefði það nú oft komið sér vel síðar á ævinni að hafa tileinkað sér þá list þegar hún bauðst. Slegist með stólum Ekki tók betra við í 4. B hjá Eiríki Guðnasyni, þeim mikla Ijúflingi. Þó fór aðeins að rofa til í lestri. — Eitt kraftmesta eintakið í 49- árganginum er Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson, sonur Sigga vídó og Erlu, konu hans. Eiríkur óx hraðar en önnur börn, allir skankar og öll líffæri, — nema hjartað. Það var lítið fram á 9. ár og drengurinn því frekar linju- legur. Hann sætti nokkru harðræði af okkur, bekkjar- bræðrum hans. Þar fór fremstur Ásbjörn Guðjónsson, kenndur við kúabúið Dali, og í raun eini sveitarpilturinn í árganginum, frísklegur og geysilega þróttmikill strákur. Að vori, þegar Eiríkur var á 10. ári, að loknum 3. B, tók Siggi vídó son sinn með sér á sjó það sumarið. Það urðu straumhvörf í lífi Eiríks, hjartað harðnaði og skrokkurinn stæltist, og um haust kom „Eiríkur hestur" í skólann, 4. B. Þegar við Ásbjörn og fleiri ætluðum að taka aftur upp fyrri iðju í frímínútum að steypa Eiríki um koll og gefa honum selbita þá brá svo við, áður en við vissum af, að við lágum allir í mölinni, í hrúgu, hver ofan á öðrum. Eftir þessa lexíu bárum við ótta- blandna virðingu fyrir Eiríki, — og gerum það margir enn. Og hjarta hans mýktist með árunum! Það jók enn heiður Eiríks hests þennan vetur í 4. bekk þegar hann slóst við nafna sinn, Eirík kennara, og höfðu báðir stóla að vopni. Tókst Eiríki kennara um Þorvaldur Sæmundsson kenn- ari fæddist á Stokkseyri 20. sept. 1918 og lést í Reykjavík á síðastliðnu sumri, 12. júlí 2007. Foreldrar hans voru þau Sæmundur Benediktsson, sjó- maður og verkamaður, og Ástríður Helgadóttir. Þau bjuggu fyrst í Baldurshaga á Stokkseyri en fluttust árið 1 935 til Vestmannaeyja, og bjuggu um nokkurt skeið á Fífilgötu 8 með börnum sínum, meðan þau voru að komast á legg. Þau voru, auk Þorvalds, Benedikt, sem var vél- stjóri og bjó síðar á Akureyri; hann var ágætt skáld og birti m.a. kveðskap sinn í Sjómanna- dagsblaðinu. Guðrún, hún var matráðskona í Kennara- skólanum; gustmikil og minnis- stæð merkiskona. Anna, búsett í Reykjavík, Ást- mundur, bóndi á Grund, fyrir austan Stokkseyri. Þá Helgi, landsfrægur bókmenntafrömuður og skáld. Þessi systkin eru öll látin en eftir lifir Ást- bjartur, áttræður að aldri, búsettur í Reykjavík. Hann var lengi gjaldkeri hjá Vegagerðinni. Tvö systkini dóu í frumbernsku. Kona Þorvalds var Jakobína Jónsdóttir, ættuð úr Flatey á Breiðafirði; hún lifir enn í hárri elli í Reykjavík, en er nokkuð lasburða. Jakobína tók kennarapróf 1940, kenndi fyrst nokkur ár vestan- lands en kom til Eyja 1946. Þau Þorvaldur giftu sig 1948 og bjuggu því saman í nær sex áratugi. Fjöiskyldan varð stór því að um mörg ár bjuggu með þeim í heimili foreldrar Jakobínu og móðir Þorvalds. Systir Jakobínu bjó líka hjá þeim um tíma. Þau hjónin byggðu sér hús ofarlega á Heiðarvegi í Eyjum, einn hinna svokölluðu „kenn- arabústaða", og það var enn fremur pláss fyrir Ástbjart, bróður Þorvalds, og fjölskyldu hans á efri hæðinni (loftinu). Þetta var sannkölluð stór- fjölskylda! Þau Þorvaldur og Jakobína áttu fjögur börn: Jón tæknifræðing (f. 1949), Baldur Þór verkfræðing (f. 1951), Katrínu kennara (f. 1952) og Ingibjörgu Rósu matvælafræðing (f. 1963). Þorvaldur braust í því ungur maður að afla sér menntunar. Með mikilli vinnu, bæði til sjós og lands, gat hann safnað sér fé og sest í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1942. Hann byrjaði strax að kenna við Barnaskólann í Vestmannaeyjum og starfaði þar til ársins 1965. Þegar börn þeirra Jakobínu voru komin á legg og sýnt að þau mundu öll fara til langskólanáms fluttist fjölskyldan suður til Reykjavíkur til þess að búa börnunum betri aðstöðu til skólagöngu. f Reykjavík kenndu þau Þorvaldur og Jakobína við Langholts- skólann í yfir 20 ár. Kristján Gunnarsson, síðar fræðslustjóri í Reykjavík, lokkaði þau til sín í skólann þegar ferðahugur var komin í þau hjónin, en milli þeirra og Kristjáns var góður kunningsskapur. Þorvaldur hafði mikið yndi af kennslu og naut sín auðvitað best með góðum nemendum. Fróðleiksfýsnin var honum í blóð borin og bók- menntaáhuginn mikill; bækur voru djásn í hans augum. í Vestmannaeyjum hlóðust mörg trúnaðarstörf á Þorvald. Hann varð krati eins og allt hans fólk og sat fyrir Alþýðuflokkinn í bæjarstjórn 1946-1950 og í mörgum nefndum, sem tengdust hugðarefnum hans, fræðslumálum. Einnig kenndi hann um árabil við Iðnskólann, sem var kvöld- skóli, og varð, auk síns kennarastarfs við Barnaskólann, skólastjóri Iðnskóians 1959-1965. Börn hans minnast fullorðinna manna, sem voru ýmist á sjó eða í annarri vinnu, nemenda Iðnskólans, sem komu í aukatíma heim tii Þorvalds á kvöldin, oft þótt áliðið væri. Starfsdagurinn var því langur. Þegar starfsferli lauk gat Þorvaldur gefið Ijóðadísinni aukinn tíma. Ljóðabækur hans urðu þrjár, Sandkorn við sæ, 1988, Undir hausthimni, 1995, og Blóm á berangri, 2000. Hann var ritfær, skrifaði greinar í blöð og tímarit, þýddi bækur og ritstýrði og gaf út minningarbækur. Þau Þorvaldur og Jakobína höfðu hægt um sig seinni árin, nutu lífsins, gengu mikið og ferðuðust til útlanda, helst á merka sögustaði Evrópu. Þorvaldur Sæmundsson, Alfreð Eyjólfsson kennari kom til Eyja haustið 1 956, 22 ára gamall. Hann hafði þá kennt tvö ár á Hvammstanga eftir kennara- prófið 1954; síðara árið sem skólastjóri „eiginlega að mér fornspurðum!" segir Alfreð. Hann er 73 ára gamall, fæddur 1934, „eftirlaunaþegi, en full- sprækur". Alfreð er Sunnlend- ingur að ætt, móðir hans var frá Eyrarbakka en faðir hans úr Ölfusinu. „Ég kom fyrst til Eyja 17 ára gamall. Ég var á togurum sem ungur maður og í þetta sinn var ég háseti á Jóni Baldvinssyni sem síðar strandaði við Reykja- nes. Við lönduðum karfa í Eyjum, en móðir mín, Sigríður Guð- mundsdóttir, hafði lagt svo fyrir að ef ég kæmi til Eyja þá skyldi ég heimsækja „Tótu frænku", Þórunni Sveins- dóttur á Byggðarenda við Brekastíg. Þær voru systkinadætur, Ingibjörg, amma mín, og Sveinn Sveinsson, faðir Tótu, voru systkin. Mér er þessi heimsókn minnisstæð, borð svignuðu undir kræsingum, og Tóta hafði iíka kallað á einhver börn sín; ég man eftir Óskari og Ingólfi, frændum mínum." Heiðurinn af því að draga Alfreð til Eyja átti Eiríkur Guðnason kennari. „Við Eiríkur vorum bekkjarbræður úr Kennaraskólanum. Ég var á togaranum Röðli 1956 en hitti þá Eirík sem sagði mér að það vantaði til- finnanlega kennara til Eyja. Ég sló til, en ætlaði mér aldrei að verða lengur en eitt ár. Sigurður Finnsson, sem þá var nýskipaður skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja, var svo síðar á ferð í Reykjavík og hafði samband við mig og við gengum frá ráðningunni. Ég fékk tvo bekki, 1. C og svo 5. bekk, að mig minnir. Mér leist vel á skólann og kunni vel við Sigurð Finnsson. Hann var þó talsvert stífur, reglumaður mikill og íþróttamaður. Það var sorglegt hve hann kvaddi lífið ungur." En hvernig leist Alfreð Eyjólfssyni á Eyjarnar og lífið þar? „Það var mikil stemmning í Eyjum, sérstaklega yfir vetrarvertíðina og aðkomufólk margt. Ég bjó hjá þeim hjónum Margréti Sveinsdóttur og Þórarni á Lundi og var í fæði þar. Þau voru vinafólk foreldra minna og Margrét búið hjá okkur um nokkurn tíma í Reykjavík þegar hún leitaði sér lækninga við berklum. Annars hafði ég auð- vitað mest samband við Eirík. Ég kynntist líka Hjálmari bróður hans, og mér stóð alltaf opið hús á Vegamótum, hjá Önnu Eiríksdóttur, móður þeirra. Annars var ágæt samheldni með kennurunum. Við spiluðum körfubolta í leikfimissal skólans; ég man eftir Páli Steingrímssyni þar, Bjarna Jónssyni listmálara, sem þá kenndi í Eyjum, auk svo Eiríks. Á þessum tíma var kvikmyndaklúbbur starfræktur þar sem sýndar voru gamlar og góðar myndir; ég man að þar sá ég fyrst „Bláa engilinn"! Það var sannarlega margt við að vera." Frá Eyjum fór Alfreð til kennslu í Autur- bæjarskólanum í Reykjavík haustið 1957. Þar var hans meginstarfsvettvangur upp frá því. Eftir 22 ára kennslu var hann skipaður skólastjóri Austurbæjarskólans 1979 og gegndi því starfi þar til hann fór á eftirlaun, 1995. Alfreð fékkst þó dálítið við kennslu eftir það, kenndi unglinga- deildum íslensku í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Eins og títt var með kennara, og eins og laun þeirra voru þá, vann Alfreð við önnur störf á sumrin. Fyrst framan af var hann á togurum, en varð síðar sumarmaður í lögreglunni. Það leiddi svo til þess að hann tók að sér kennslu í íslensku við Lögregluskólann 1967 og gegndi því auka- starfi Iengi. Veturinn 1977-78 var Alfreð í kennara- leyfi og dvaldist þá í Danmörku. Þeir Alfreð og Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn og umsjónar- maður Lögregluskólans, ræddu þá um hvernig mætti bjarga kennslunni þennan vetur. Niðurstaðan var að leita til prófessoranna í íslensku í Háskólanum og fá einhvern stúdent sem væri kominn langt I námi. Það gekk upp, til þess fékkst Helgi Bernódusson, stud. mag. En aldrei hittust þeir, Alfreð og forfallakennarinn. Þeir höfðu síðast kvaðst vorið 1957 og leið hálf öld þar til fundum þeirra bar saman á ný. Alfreð Eyjólfsson,

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.