Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 17

Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 17
FYLKIR-jólin 2007 17 síðir að flýja út um stofudyrnar, læsa þeim og sækja sér liðveislu. En þegar óvígur her kennara kom á stríðsvettvang að nýju var Eiríkur hestur búinn að forða sér út um glugga á stofunni og sást ekki í marga daga á eftir í skólanum. Þetta fyrirgaf Eiríkur kennari honum þó þegar týndi sauðurinn kom aftur, og þeir nafnar voru æ síðan perluvinir. Námsáhugi og námsárangur tók ekki stórstígum framförum þennan vetur. En mikið var gaman hjá Eiríki samt, sérstaklega þegar hann sagði okkur sögur af „Bob og Frank". Þá sat hann á kennaraborðinu, danglaði kenn- araprikinu milli iljanna og sagði fram söguna; þá var dauðaþögn í órólegu deildinni. Sameinaða tossafélagið Alltaf fækkaði í A- og B-bekkjum í þessum árgangi eftir því sem áfram þokaðist á menntabraut- inni. Það var alltaf verið að tína sauði úr hópnum og hækka þá en aumir hafrarnir sátu eftir. Svo var komið haustið 1960, — já, haustið þegar Kennedy var kosinn Bandarfkjaforseti,— og talsverður kennaraskortur var í landinu, ekki hvað síst í Vestmannaeyjum. Þá var brugðið á það ráð að slá saman A- og B-bekk og í því tossafélagi mátti ég dúsa í 5. bekk, og átti ekki annað betra skilið. Þarna voru að vísu góðir krakkar, og það sér maður alltaf betur og betur, eftir því sem frá líður, en þau voru ýmist áhuga- laus um lærdóm, hægari til þroska en jafnaldrar eða bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður, stundum allt í senn; en hjá flest- um rættist vel úr síðar. Mínir menn Æskufélagarnir yoru margir þessi ár. Nánastir vorum við bakara- synirnir, Kristinn Waagfjörð í „Vogsabakaríi", sem svo var kallað, og Andrés Sigmundsson í „Magnúsarbakaríi", og svo Antoníus Svavarsson úr Byggðar- holti, næsta húsi við Borgarhól, æskuheimili mitt, en hann fluttist 1956, árið sem við byrjuðum í skóla, í „Gamla-Bankann", gamla Útvegsbankahúsið við Heimagötu 1, þegar bankinn fluttist á þann stað þar sem hann er nú, á Vallarlóðina. Og þá varð nú rúmt leikpláss hjá Tona og margt bral- lað! Toni varð fluglæs 5 ára, að mér finnst, og hélt lengi, nær einn, uppi merki karlkynsins í D- bekknum innan um allar stelpurnar. Við hinir vinir hans vorum neðar í virðingarstiganum, hver í sinni deild: A, B og C. Og svo stofnaðist um þetta leyti endingargóður og heilla- vænlegur vinskapur við Friðrik Jósepsson, sem síðar varð lands- frægur lyftingakappi, með ýmsu meiru. Við Friðrik fylgdumst sem sagt að í „ruslakistuna" í 5. bekk. Til að kenna þessum „skríl" voru fengnir tveir menn; annar var gamalreyndur úr skólanum, Lýður Brynjólfsson, en hinn vestfirskur kappi, Ingólfur Þórarinsson, sem kenndi þennan eina vetur í Eyjum; kom ekki fyrr en leið á haust. „Læra?" Og svo leið fram á haust árið 1960, og maður fylgdist spenntur með hvort Kennedy (og hans fall- ega og ófríska kona, Jacqueline) mundi ekki örugglega sigra þenn- an svipljóta Nixon. En þá gerist það einn dag, þegar bæði rigndi og blés að austan og við sátum að tafli, að Friðrik segir við mig, alvarlegur í bragði: „Helgi, þetta gengur ekki lengur!" „Hvað?" spurði ég. „Við þurfum að fara að læra." „Læra?" „Já, læra" sagði Friðrik með þunga og lét svartar brúnirnar síga. „Já, heyrðu, gerum það, Friðrik!" Þetta reyndist verða eitt mikil- vægasta augnablik lífsins. Og svo settumst við yfir námsbækur, með ágætum árangri; báðir með I. einkunn eftir veturinn hjá þeim Ingólfi og Lýð, og þar með ávísun á að verða hækkaðir um bekk; meira að segja um tvo bekki! Allt sem Friðrik tekur sér fyrir hendur er unnið af hörðu skipu- lagi og mikilli festu; það hefur alltaf verið þannig. Kaldur dagur, kalt stríð, en heitar vonir Við biðum því spenntir við skólasetningu haustið 1961 þegar dregið var í dilka í 6. bekk Barna- skólans, þ.e. skipt í bekkjardeildir, sem nú voru aftur orðnar fjórar, A, B, C og D, og hvaða kennara örlö- gin mundu færa okkur. Þetta var á válegum tímum, Kongó-deilan skók heimsbyggð- ina og þeir Lúmúmba og Kasa- vúbú voru í aðalhlutverkum í hverjum fréttatíma. Við í Borgar- hól áttum tvo ketti, hvorn eftir annan um þetta leyti, og þeir fengu nöfn þessara manna: Lúmúmba og Kasavúbú; ágætis skinn báðir tveir. Dag Hammar- skjöld var skotinn niður yfir Kongó og heimurinn syrgði hann þessa septemberdaga, en Kennedy skammaði Krúsjeff fyrir sífelldar kjarnorkusprengingar „í tilraunaskyni". Heimurinn skalf. Það var áreiðanlega kalt og hryssingslegt þennan dag í miðju kalda stríðinu þegar við stóðum þarna fyrir utan skólann, ég og Friðrik, að mestu skilningslausir á alvöru tímanna, og biðum þess sem mestu skipti fyrir okkur: verða kallaðir upp. Friðrik var æðrulaus, líkt og kappinn Þorgeir Hávarsson forðum daga, en ég hvarf afsíðis og gaf mig á tal við almættið. Og viti menn: það varð 6. C, kennari Þorvaldur Sæmunds- son. Og ekki nóg með það, við fengum bestu skólastofuna sem völ var á, í nýbyggingu við gamla skólahúsið, þægilega og rúm- góða stofu. Við fótskör Þorvalds Og þarna sátum við félagar við fótskör Þorvalds þennan vetur og göptum af undrun og ánægju og virðingu upp í hann í öllum tímum. Það þarf ekki að lýsa framkomu Þorvalds eða kennslu- háttum hans umfram það sem Gunnhildur, Katrín og Gísli Már gerðu í minningarorðum sínum héraðframan. Sem kennari var Þorvaldur líka mikil fyrirmynd nemenda sinna, — sem á þessum árum voru auðvitað á miklu mótunarskeiði, í leit að sjálfsmynd og leiðsögn í lífinu. Og það var einmitt svo mikilvægt á þessu tíma að sá menningarheimur, sem Þorvaldur opnaði okkur, einkum í íslenskum bókmenntum og sögu íslands, skapaði í okkur íslenskt „ídentít- et", íslenska sjálfsmynd: Gunnars- hólmi Jónasar, Grímur Thomsen, Skúli fógeti, maðkaða mjölið, Árni Oddsson og Herleg Dáð, allt þetta sem gerir okkur stolt af því að vera íslendingar og finna fyrir samkennd með gengnum kyn- slóðum og sögu þeirra. Kannski var þessi góða innræting eitthvað svipuð því sem maður fékk og var snortinn af á drengjafundum í KFUM, þótt trúboðið væri dálítið öðruvísi hjá Þorvaldi, settlegra og hóflegra. Okkur leið vel í tímum þennan vetur, gerðum það sem Þorvaldur bauð okkur að gera og fundum tilgang í öllu saman. Þannig bjó Þorvaldur okkur út með gott nesti fyrir lífið, nesti sem reyndist hollt og heilladrjúgt. Fyrir það hugsum við í þökk til Þorvalds Sæmundssonar kennara. Strákarnir í 6. C hjá Þorvaldi Sæmundssyni veturinn 1961 -62. Myndin er tekin fyrir framan aðaldyr viðbyggingar Barnaskólans, mót suðaustri. Talið frá vinstri: Friðrik Jósepsson (stendur fremst), Guðfínnur G. Johnsen, Einar Vignir Einarsson (hann lést afslysförum ungur maður), Sigurður Guðnason, Jón ÓlafurJóhannesson íSteinholti, RunólfurAlfreðsson og Helgi Bernódusson (greinarhöfundur); þessir tveir gátu ekki veríð kyrrir þótt myndataka stæði yfír; Guðmundur Sigfússon og Antoníus Svavarsson (stendur fyrir neðan). Ingólfur Þórarinsson kenndi veturinn 1960-61 í Vestmanna- eyjum. Ingólfur er Vestfirðingur, fædd- ur og uppalinn f Keldudal í Dýrafirði. Hann býr nú í Hafnar- firði og er við góða heilsu, 74 ára gamall, fæddur 1933. Hann unir sér við lestur og bridge-spil í ellinni, en er líka býsna glúrinn hagyrðingur. Ingólfur byrjaði að kenna rétt um tvítugt, á heimaslóðum í Dýrafirði. Þaðan fór hann að Drangsnesi og síðar á Patreks- fjörð. Þegar Ingólfur kom til Eyja haustið 1960 hafði hann kennt tvö ár á Hvammstanga. „Það var alger tilviljun að ég fór til Eyja. Ég var á sjó sumarið áður, hafði lent í slysi og ætlaði ekki f kennslu. Ég hugði á nám í norsku; ég hafði verið í Noregi sem ungur maður. En mér leiddist það og fór þá á Fræðslumála- skrifstofuna til Ingimars Jóhannessonar til að kanna hvort eitthvað væri laust. Mér var þá sagt að það vantaði sárlega kennara í Eyjum, og ég sló til. Það var eitthvað liðið á haustið og kennsla hafin þegar ég kom til Eyja. Þangað hafði ég ekki komið áður og fannst raunar flest talsvert öðru- vísi en ég átti að venjast. Sjósókn var ég þó vel kunnugur, hafði farið fyrst 6 ára með fullorðnum að vitja um hrognkelsanet; var alltaf við sjó og átti lengi trillu. Sigurður Finnsson skólastjóri sagði að ég fengi „erfiðan bekk"(!) og ég yrði að taka málin traust- um tökum þegar í byrjun. „Það er betra að gefa svolítið eftir þegar á líður en þurfa að þyngja róðurinn," sagði Sigurður. Það voru heillaráð. Ég bjó í skólanum, við deildum saman stofu í íbúð á efstu hæð skólans, ég og Bjarni Rögnvaldsson, sem síðar varð prestur, en var á þessum tíma nokkuð origínal persóna. Kennslustofurnar okkar Bjarna lágu saman og einn daginn gekk mikið á; ég hélt fyrst það væri harður jarðskjálfti. En Bjarni hafði þá efnt til grindahlaups í stofunni, lagt skólaborðín á hliðina og síðan var sveitakeppni! Mig minnir að m.a.s. 3. maðurinn, eldri maður, allmikill að líkamsburðum, hafi búið með okkur um tíma þarna ístofunni. Ég man bara hvað hann blés mikið þegar hann hafði gengið alla leiðina neðan frá Drífanda, þar sem við vorum í fæði hjá Jónu, og upp á hanabjálka í Barnaskólahúsinu!" Þetta gæti hafa verið Aðalsteinn Hallsson. „Ég kynntist mest samkennurum mínum þenn- an vetur, þeim Eiríki Guðnasyni og Lýð Brynjólfs- syni, var heimagangur hjá þeim og þeirra ágætu fjölskyldum. Einnig kunni ég vel við Steingrím Benediktsson sem tók við skólastjórn þegar Ingólfur Þórarinsson, veikindi Sigurðar Finnssonar urðu alvarlegri og hann fór á sjúkrahús. Það var skemmtilegt að vera í mötuneyti hennar Jónu. Þar var Freymóður, síðar bæjarfógeti, og Stebbi pól, stórleikari. Einu sinni fór Stebbi með mig í vísinda- leiðangur til þess að kanna og mæla Hundraðsmannahelli sem kemurviðsögu ÍTyrkjaráninu. Ég kunni mjög vel við mig í Eyjum, náttúran var yndisleg og gaman að fara þar í gönguferðir. Eins voraði þar fyrr en ég var vanur fyrir vestan, orðið skrúð- grænt á sama tíma og ekki var grænt í rót fyrir vestan. Samt gat ég ekki hugsað mér að ílendast í Eyjum. Mig skorti það frelsi sem ég var vanur í uppvexti og víð- áttuna. Ég hugleiddi hvort ég ætti að fara á handfæraveiðar við Eyjar um sumarið, þegar kennslu var lokið, en áttaði mig á því að ég þekkti ekki miðin og fór því vestur." Ingólfur kynntist nokkrum Eyjamönnum þenn- an vetur, 1960-61. Minnisstæðastur er honum Binni í Gröf, sú mikla sjóhetja. „Við lentum einu sinni á kendiríi saman, og það verð ég að segja að engum manni, sem ég hef kynnst, hvorki fyrr né síðar, hefur tekist að láta í sig jafnmikið af sterkum drykk á jafnskömmum tima og þessi annars ekki hávaxni maður. Það var ótrúlegt; hann var mikil kempa. Einnig kynntist ég Ktillega Sigga vídó og skipshöfn hans. Út af kunningsskap við einn skipverja hjálpaði ég svolítið til við frá- gang hjá þeim síðustu daga vertíðar og var að launum boðið með þeim í „lokin". Það var afskaplega skemmtilegt. Siggi var sérstakur maður; ég man að hann gekk á höndum á lunn- ingunni og blés ekki úr nös!" Ingólfur fór frá Eyjum vorið 1961. Hann hélt áfram skólakennslu, lengst af á Grundarfirði og Bíldudal. En hann var réttindalaus og hætti kennslu eftir nokkur ár og fór til sjós. Árið 1987 fluttist hann til Hafnarfjarðar og fór að vinna hjá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, við stað- greiðsluskil, og vann við það til loka starfsferils, 2002. Ingólfur var félagsmálamaður, var t.d. í forustu- sveit sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi, sveitar- stjórnarmaður í um áratug. Við Ingólfur hittumst nýlega, og tókum tal saman. Að því samtali loknu gaukaði hann að mér þessari visu (hringhend): Gigtarskrokkur orðinn er, einnig lokkamagur. Flókasokka á fótum ber, finnst mér rokkinn dagur.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.