Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Page 21

Fylkir - 23.12.2007, Page 21
FYLKIR - jólin 2007 21 Stofnun Sjálfstæðiskvennafélagsins Eyglóar fyrir 70 árum og 75 ára afmæli Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja Laugardaginn 24. nóvember sl. var I þess minnst á B' ' sérstökum hátíðar- jJ fundi í Ásgarði I félagsheimili sjálf- ’ stæðismanna í [ y | Eyjum að um þess- Amar ar mundir eru liðin Sigurmundsson 75 ár frá stofnun greinarhöfundur Sj á I f S t æ ð i S f é I a g S Vestmannaeyja, en félagið var stofnað 6. desember 1932. Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló var stofnað 18. september 1937 og var á fundinum einnig stiklað á stóru í 70 ára sögu Eyglóar. Félögin voru sameinuð undir nafni Sjálfstæðisfélags Vest- mannaeyja þann 27. febrúar á þessu ári. Sameining félaganna átti nokkurn aðdraganda og var samdóma álit stjórna þeirra og félagsfunda að sameinað félag væri þesta tryggingin fyrir öflugu starfi sjálfstæðismanna í Eyjum. Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- manna í Eyjum var stofnað 20. desember 1929, sama ár og Sjálfstæðisflokkurinn var stof- naður. Fyrsti formaður félags ungra sjálfstæðismanna í Eyjum var Páll Eyjólfsson, síðar skrifsto- fustjóri á Sjúkrasamlagi Vm. Núverandi formaður Eyverja er Margrét Rós Ingólfsdóttir félags- fræðingur. Félögin í Vestmanna- eyjum mynda með sér fulltrúaráð sem stofnað var til 1 8. janúar 1934. Fyrsti formaður full- trúaráðsins var Flaraldur Viggó Björnsson, bankastjóri Útvegs- bankans í Vm. Núverandi for- maður fulltrúaráðsins er Flörður Óskarsson, fjármálastjóri. Sjálfstæðisfélagið og Eygló sameinuð fyrr á þessu ári Fyrsti formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja fyrir 75 árum var Símon Guðmundsson, verka- maður á Eyri, en húsið stóð við nr. 25 við Vesturveg. Alls hafa 21 ein- staklingur gegnt starfi formanns Sjálfstæðisfélagsins á þessum 75 árum. Fram að sameiningu félag- anna voru formenn félagsins allt karlar, en allt er breytingum háð og konur skipa nú meirihluta stjórnar þess. Núverandi for- maður félagsins er Iris Róberts- dóttir, kennari. Aðrir í stjórn eru FHelga Björg Ólafsdóttir, Eyjólfur Martinsson, Sigurhanna Friðþjófs- dóttir og Valur Bogason. f jólablaði Fylkis 2002 var 70 ára afmæli Sjálfstæðisfélags gerð nokkur skil og því ekki ástæða til Ingibjörg Theodórsdóttir var fyrsti formaður Eyglóar. Stjórn Eyglóar árið 7 970: Efri röð frá vinstri; Dóra Guðlaugsdóttir, Þórhildur Stefánsdóttir, Unnur Tómasdóttir og Guðrún Þorláksdóttir. Neðri röð frá vinstri; Sigurbjörg Axelsdóttir, Ingibjörg Johnsen formaður og Jakóbina Guðlaugsdóttir. í 70 ára sögu Eyglóar hafa skipst á skyn og skúrir eins og gerist í flestum félögum. Stundum var starfsemin öflug, en síðan komu rólegri kaflar. Að baki er merkileg saga stjórnmálafélags kvenna í Vestmannaeyjum, sem stofnað var til á kreppu- árunum þegar lítið var um beina þátttöku kvenna í stjórnmálastarfi. I dag er allt umhverfið sem betur fer gjörbreytt. Konur hafa ekki síður en karlar haslað sér völl í virkri stjórnmálaþátttöku. þess að rekja sögu þess frekar frá þeim tíma, en síðasti formaður félagsins fyrir sameiningu við Eygló var Magnús Jónasson frá Grundarbrekku. Stofnun Eyglóar var bein afleiðing af stofnun Hvatar Ef skyggst er í fundargerðar- bækur og um leið í aðdraganda að stofnun Eyglóar fer ekki á milli mála að stofnun Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar i Reykja- vík vorið 1937 veldur miklu um stofnun Eyglóar. Ingibjörg Rannveig Theódórsdóttir, ekkja Guðbjörg Matthíasdóttir var síðasti formaður Eyglóar. Jóns Hinrikssonar, kaupfélags- stjóra í Garðinum og fyrrverandi bæjarfulltrúa hafði forgöngu um stofnun férlagsins. Fór Ingibjörg á fund forystukvenna í Hvöt strax um sumarið 1937 og varð að ráði að Hvatarkonur komu til Eyja um haustið Þann 18. september var stofnfundur auglýstur í viku- blaðinu Víði í Eyjum sem kom út daginn áður. Stofnfundurinn var haldinn í KFUM&K húsinu og mættu þar til fundar rúmlega 70 Eyjakonur. Það er forvitnilegt að lesa fundarboðið en það kemur fram að til stofnfundarins mæti aðeins kvenfólk. Síðan eru lesendur Víðis beðnir að láta heimilisfólk sitt og nágranna- konur vita af fundinum. Níu formenn á sjötíu árum Á framhaldsstofnfundi sem haldinn var nokkru síðar var Ingibjörg Theódórsdóttir kjörinn formaður félagsins. Stofnun Eyglóar átti sér stað rétt fyrir kos- ningar til bæjarstjórnar sem fram fóru í lokjanúar 1938, enviku áður var Samkomuhús Vest- mannaeyja vígt. Bygging Sam- komuhússins hófst í október 1936 og tók ótrúlega skamman tíma. Margir lögðu hönd á plóginn við byggingu hússins með vinnu og fjárframlögum, en stærstu eig- endur voru sjálfstæðisfélögin í Vm. auk fjölda einstaklinga og &M\ ■■ Wu IP^l m a } pfcjSa jCp ' j vv. ‘ J félaga. Starfsemi Eyglóar fór vel af stað og starfaði félagið með nokkrum krafti fyrstu árin. Þegar líða tók á dró töluvert úr starfseminni, en hafa verður í huga að á þessum tíma var ekki algengt að konur hefðu mikið afskipti af stjórn- málum. Tíminn leið og árið 1953 var Helga Jóhannesdóttir, hjúkr- unarkona kjörinn formaður og gegndi hún formennsku samfellt til 1966. Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta í bæjarstjórn mestan þennan tíma frá stofnun Eyglóar, en frá er talinn tfmabilið 1946- 1954.Gerður E. Tómasdóttir, í Höfn tók við árið 1967 og gegndi formennsku til 1969. Þá tók Ingibjörg Johnsen, kaupkona við formennsku í Eygló og var for- maður til ársins 1983. Ef saga Eyglóar er skoðuð þá fer ekki á milli mála að áhrif Eyglóar voru mest á vettvangi sjálfstæðisfélag- anna meðan Ingibjörg Johnsen var formaður. Næsti formaður Eyglóar var Hanna Birna Jóhanns- dóttir frá 1983-1987. Þegar Hanna Birna lét af formennsku tók við Sigurbjörg - (Dadda)- Axelsdóttir, kaupkona og fyrrv. bæjarfulltrúi og gegndi formennsku til 1991. Þá var komið að Sæfinnu (Sæsu) Sigurgeirsdóttir og var hún for- maður í 6 ár eða frá 1991-1997. Þá tók Hanna Birna við á ný í eitt ár, en síðan Svanhildur Gísladóttir, kaupkona og var hún formaður 1998-1999. Á aðalfundi félagsins 1999 var Guðbjörg Matthíasdóttir kjörinn formaður í Eygló og gegndi hún formensku þar til félögin voru sameinuð 27. febrúar 2007. Formenn Eyglóar á 70 ára tímabili frá 1937-2007 voru alls níu. Sjálfstæðisfélögin keyptu húseignina Heimagata 35-37 árið 1989 komu þar upp félagsheimil- inu Ásgarði og hefur það gjör- breytt allri aðstöðu og átt stóran þátt í að efla starfs sjálfstæðisfé- laganna í Eyjum til margra ára. Starfsemi Eyglóar og stóraukin stjórnmálaþátttaka kvenna I 70 ára sögu Eyglóar hafa skipst á skyn og skúrir eins og gerist í flestum félögum. Stundum var starfsemin öflug, en síðan komu rólegri kaflar. Að baki er merkileg saga stjórnmálafélags kvenna í Vestmannaeyjum, sem stofnað var til á kreppuárunum þegar lítið var um beina þátttöku kvenna í stjórnmálastarfi. í dag er allt umhverfið sem betur fer gjör- breytt. Konur hafa ekki síður en karlar haslað sér völl í virkri stjórnmálaþátttöku. Stofnun og starfsemi Sjálfstæðiskvenna- félagsins Eyglóar í 70 ár á sinn þátt í þeirri breytingu í Vest- mannaeyjum. Fyrir þann þátt og annað gott starf í þágu byggðar- lagsins og Sjálfstæðisflokksins verður seint fullþakkað. Stjórn Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja. Frá vinstri; Eyjólfur Martinsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, íris Róbertsdóttir formaður, Helga Björk Ólafsdóttir og Valur Bogason. Frá afmælisfundinum í Ásgarði. Erla Vídó býr sig undir að skera fyrstu sneiðina afafmælistertunni.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.