Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 2

Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 2
KANDERSTEG 1923-1953 Ura þessar mundir á alþjóða skátaheim- ilið í Kandersteg í Sviss 30 ára starfsafmæli. Alþjóða skátasveit áhugamanna „The Scout Alpine Club“ styrkir rekstur þess. Fer hér á eftir stutt ágrip af sögu heimilisins, tekið úr „Jamboree,“ blaði alþjóðabandalags drengja skáta. Upphaflega var húsið byggt sem bústað- ur fyrir verkfræðinga, sem unnu við járn- brautarlagningu í Sviss. Mörg önnur hús voru reist þar einnig um þetta leyti fyrir verkamenn við járnbrautina. Þegar verk- inu lauk 1913 voru flest húsin rifin nema skátaheimilið, sem lét fljótt ásjá, þar sem því var ekkert haldið við. Skátahöfðingi Svisslands, Dr. Walter de Bonstetten, kom auga á húsið og honum varð strax Ijóst hve ákjósanlegur staður þar væri fyrir alþjóða skátaheimili, og var húsið keypt í því augnamiði 1923. Hann vissi að skátar frá mörgum þjóðum höfðu komið þangað og notað það sem dvalarstað á ferðum sínum til Sviss. Hann benti nokkr- 30.000 manns. Því var einnig útvarpað. Ég eyði sem fæstum orðurn í öll heimboðin frá hinum ólíkustu stöðum heimsálfunnar. Þá var rithandasöfnunin hreinasta plága, og vil ég sem minnst um hana tala . .. Ég er nú nýbyrjaður að starfa með sjó- skátum, sem eru staðsettir við yndislegt vatn, þar sem ég bý, og hef ég tvisvar farið með þeim í útlegu. Síðar skal ég skrifa grein um skátamótið fyrir Skátablaðið, ef þú óskar þess. Með beztn skátakveðju Sigmundur R. Finnsson. urn skátabandalögum á staðinn, og húsið var ódýrt, þótt viðhald og reksturskostnað- ur hafi verið talsverður, sem aðallega hef- ur fengist með frjálsum framlögum. En þrátt fyrir það hefur heimilið gegnt sínu hlutverki. Kandersteg er stöðugt starfandi „Jamboree" í smækkaðri mynd. Árið 1923 var stofnuð alþjóða skátasveit „The Scouts Alpine Club“ til styrktar rekstri heimilisins, og geta allir skátar sem vilja, orðið þar meðlimir gegn vægu árs- gjaldi. Ymsir alþjóðlegir viðburðir í sögu skáta- hreyfingarinnar hafa gerst þar: Fjórða alþjóðaráðstefnan 1926. Eftir ráðstefnuna var 50. „Gilwell Scout Wood Badge“ námskeiðið haldið á tjald- búðasvæði Kandersteg. Núverandi fram- kvæmdastjóri alþjóðabandalagsins J. S. Wil- son stjórnaði því, ásamt alþjóða aðstoðar- liði skátaforingja, sem lokið höfðu námi við Gilwell í London. Fjörutíu skátaforingj- ar frá 15 lönclum voru þátttakendur í nám- skeiði þessu. Fyrsta alþjóða Rekka mótið var haldið þar 1931, með um 2500 þátttakendum frá 2 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.