Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 3

Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 3
SKÁTAKVEÐJA FRÁ WIESON Col. J. S. Wilson, framkvæmdastjóri alþjóða- bandalagsins, sendir skátum allra þjóða eftir- farandi boðskap í tilefni af St. Georgs deginum. Kæru skátabræður! Eins og þið munið vita er ég nýkominn úr fimm mánaða ferðalagi í Asíu og Kyrra- hafslöndunum. í Asíu eru skátar starfandi af mörgum trúflokkum, en það hefur í vaxandi mæli mikla þýðingu að þeir geta unnið saman í bræðralagi skáta. Það hefur verð venja hér hjá Alþjóða- skrifstofunni í mörg ár, að senda kveðjur til allra sambanda innan Alþjóðabandalags skáta á St. Georgs daginn. Við höfum gert það af sérstakri ástæðu. í „Skátahreyfing- unni“ skrifar brautryðjandinn okkar: „St. Georgs dagur er 23. apríl. Þann dag minn- ast allir góðir skátar heitisins og skátalag- anna. Mundu þetta næsta 23. apríl og sendu skátabræðrum þínum um heim allan kveðj- ur.“ (Skátahreyfingin bls. 236). (Á íslandi hefur sumardagurinn fyrsti haft sama hlut- verk. Þýð.). Vegna riddaramennskunnar, sem hann vildi blása skátum í brjóst, skrif- aði B.-P. um riddarareglu Arthúrs konungs „Riddara kringlótta borðsins,“ hann skrifar: „Riddarar þessir höfðu St. Georg fyrir verndara, af því að hann var eini dýrðling- urinn, sem verið hafði reiðmaður. Hann var líka verndardýrðlingur riddarareglunn- ar og einnig Englands. Hann er líka vernd- ardýrðlingur skáta um allan heim.“ (Bls. 235). Þetta hefur verið ástæðan fyrir okkar gjörðum og bæði ástæðunni og gerðinni hefur verið vel tekið af skátabræðrum okk- ar um víða veröld, enda þótt þeir hafi ekki verið riddaraliðsmenn, og verið utan Eng- lands og hins kristna tímatals. 22 löndum, auk þess sem Rekkar komu frá 15 stöðum Bretaveldis. B.-P. var mjög hrif- inn af því móti. Árið 1948 var fyrsti alþjóðafundur erl. bréfritara haldinn í Kandersteg. Nú í sumar verður fimmta alþjóða Rekka mótið haldið þar, dagana 29. júlí til 8. ágúst. Frá íslandi munu um 10 Rekkar sækja mótið. Komið hefur uppástunga um að allir þátttakendur mótsins verji einum degi til sjálfboðavinnu við ákveðin störf fyrir stað- inn, og fái þannig tækifæri til þess að láta eitthvað gott af sér leiða, með komu sinni til Sviss. Verður aðallega unnið að því að ryðja burt viltum gróðri, fegra og prýða staðinn og nágrennið. Enginn þátt. er skyld- aður til að taka þátt í þessari sjálfboða- vinnu, en gert er ráð fyrir að allir hafi ánægju af því að vera þátttakendur í því að bæta og prýða staðinn. Þar mun verða á einum degi unnið starf, sem annars tæki mörg ár að vinna. Því margar hendur vinna létt verk. SKATABLAÐIÐ 3

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.