Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 4
En til þess að styggja ekki þjóðerniskend eða trúarskoðanir neinna gætum við ef til vill valið annan dag, til þess að senda sér- stakar kveðjur til að minna skáta á heit þeirra og lög, annað hvort í staðin fyrir eða til viðbótar St. Georgs degi. Það er ekki mitt að ákveða, né heldur að ég vildi persónulega óska að missa af þeirri ánægju að senda skátabræðrunr mínum kveðjur á St. Georgs degi. Það er lýsandi staðreynd að á þeim degi fæ ég eins margar kveðjur frá skátum, sem eru ekki kristnir og frá þeim sem eru það. Þetta sýnir bæði víðsýni og löngun til þess að njóta góðs af fordæmi og reglu án tillits til hvaða þjóðernis, stétt- ar eða trúar þeir annars tilheyra. Væri það ekki einmitt aðferð skátans, ef fylgt væri í öðrum atriðum, sem gæti gert okkur fært að leysa þá erfiðleika og þann skoðanamun sem óhjákvæmilega kemur upp á ýmsum tímum í heimi skáta? Skátasystur okkar halda upp á 22. febrúar sem minningardag, afmælisdag brautryðj- andans og konu hans, alheimsforingja kven- skáta. Á þeim degi minnast þær ekki ein- ungis skátasystra sinna víðs vegar um heim, heldur sýna þær það einnig í verki með fjárframlagi, sem er notað til styrktar kven- skáta starfi í þeim hlutum heims þar sem mest er þörfin á hverjum tíma. í sumum löndum þekkja skátarnir 22. febrúar sem dag brautryðjandans. Þetta ár hafði ég þá ánægju að vera viðstaddur hátíðahöld brautryðjandadags á Ceylon, og að tilkynna við það tækifæri viðurkenningu Ceylon sem meðlim í alþjóðabandalagi skáta. Eg játa að þetta hefur gefið mér tilefni til að hugleiða, hvort það væri ekki ágætt fyrir okkur að fylgja dæmi skátasystra okkar og halda hátíðlegan dag brautryðjandans bæði í huga og framkvæmd. Eg flyt ykkur þessa hugmynd á þessum V er ðlatiitajtr aut ir í Skátajólum ÚRSLIT OG SVÖR I síðasta blaði, Skátajólum 1952, voru tvær verðlaunaþrautir, myndagáta og kross- gáta. Engin rétt svör bárust við krossgátunni, enda var í henni prentvilla á einum stað, en mörg svör bárust við myndagátunni, og voru 7 af þeim rétt. Var dregið um hver verðlaun skyldi hljóta. Verðlauna myndagátan. Fyrstu verðlaun, Skátahreyfingin, bók B.-P., í skinnbandi, hlaut: Friðrik Sophus- son, Mávahlíð 13, Reykjavík. Önnur verðlaun, Skátablaðið 1953, hlaut: Ásthildur Guðmundsdóttir, Sólvallagötu 55, Reykjavík. Ráðning myndagátunnar er rétt svona: Bandalag ísl. skáta og Skátablaðið flytja öllum jóla- og nýárs kveðjur. Myndagátuna teiknaði Örn Elarðarson. FIMMTUGUR Sigurður Ágústsson, skátaforingi, Reykja- vík, varð fimmtugur 6. apríl s. 1. Hann er einn af elztu starfandi skátum landsins, lrefur starfað meira eða minna síðan 1913. Skátablaðið óskar lion- um til hamingju í til- efni af þessu stóra afmæli. St. Georgs degi og ég sting upp á, að við allir lesum aftur það sem brautryðjandinn, B.-P., hefur skrifað í 20. frásögn, Við varð- eldinn, urn drengilega framkomu í bók sinni „Skátahreyfingin.“ J. S. Wilson. 4 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.