Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 5

Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 5
I 1 Skátaskemmtun í Reykjavík 1953. Hin árlega skemmtun skátanna í Reykjavík var haldin í Skátaheimilinu við Snorrabraut, laugardaginn 28. febrúar, fyrir cldri skáta. Skemmtiatriði: 1. Skemmtunin sett, Dr. Helgi Tómasson, skátahöfðingi. 2. Tvöfaldur kvartett söng undir stjórn Arna Pálssonar. 3. „Dollara- prinsinn", gamanleikur í fjórum þáttum, leik- stjóri Emilía Jónasdóttir. 4. „Húsrannsóknin", söngleikur í einunt þætti. 5. Atta skátastúlkur sungu með gítar undirleik, Hrefna Tynes, félags- foringi K.S.F.R. stjórnaði. 6. Tvær skátastúlk- ur sýndu dans. 7. „Dúkkan min“, samtalsþátt- ur tveggja ljósálfa. 8. Gamanvísur, Þorsteinn Hjaltason lék, en Ingibjörg Helgadóttir söng á bak við tjöldin. 9. Samleikur á fiðlu og píanó. Sybil Urbancic og Jóhanna Jóhannesdóttir 10. Lokaþáttur. Skemmtinefnd: Sigríður Lárusdótt- ir, K.S.F.R., Hrefna Sigfúsdóttir, K.S.F.R., Jónas S. Jónsson, S.F.R., Einar L. Einarsson, S.F.R., Einar Strand, S.F.R. Skemmtinefndin sá um allan undirbúning, ásamt Emilíu Jónasdóttur. Skemmtunin var svo endurtekin sunnudag- inn 1. marz, tvær sýningar, kl. 3 e. h. fyrir ylf- inga og ljósálfa og um kvöldið fyrir almenning. Viku síðar fóru Reykjavíkur skátarnir austur að Selfossi og sýndu skátaskemmtunina þar, fyrir skáta og almenning við góða aðsókn og undirtektir. Einnig var hún sýnd suður með sjó, í Njarðvík. Sveitarforingjanámskeið Bís 1953. Námskeið fyrir sveitarforingja var haldið á vegum Bís í Skátaheimilinu, dagana 4.-7. marz s. 1. Þátttakendur voru 22, allir úr skátafélögun- um í Reykjavík. Björgvin Magnússon, skóla- stjóri Ulfljótsvatni stjórnaði námskeiðinu. Aðrir, sem fluttu erindi eða kenndu á nám- skeiðinu voru: Dr. Helgi Tómasson, skátahöfð- ingi, Jónas B. Jónsson, varaskátahöfðingi, Tryggvi Kristjánsson, framkvæmdastjóri Bís, Guðmundur Pétursson, Slysavarnafél. íslands, Þórarinn Björnsson, Franch Michelsen, stjórn- arm. Bís og Oskar Pétursson. Miíinst 40 ára skáta- starís á IsÍandi Skátafélag Reykjavíkur minntist 40 ára skátastarfs á Islandi, þann 15. marz s. 1., með kaf'fisamsæti í Skátaheimilinu í Reykjavík. Stóri salurinn var þétt setinn af eldri og yngri skátum og boðsgestum. Mikið var sungið og margar ræður flutt- ar og ýmis skemmtiatriði fóru fram. S.F.R. bárust gjafir, heillaskeyti og árnaðaróskir. Lúðrasveit Reykjavíkur heiðraði skátana með heimsókn sinni og spilaði mörg lög. Heiðursmerki voru afhent nokkrum skát- um, fyrir vel unnin störf í þágu skátafélags- skaparins. Flörður Jóhannesson, félagsforingi setti hófið, en Daniel Gíslason var veizlustjóri. Ræður fluttu: Dr. Helgi Tómasson, skáta- höíðingi, Jónas B. Jónsson, varaskátahöfð- ingi, sem flutti einnig kveðju frá Gunnari Thoroddsen, borgarstjóra, sem ekki gat komið vegna anna, Flrefna Tynes, vara- skátahöfðingi, sem afhenti S.F.R. ísl. borð- fána á stöng frá K.S.F.R., Agnar Kofoed Hansen, flugvallarstjóri, Charl Hemming Sveins, sölustjóri, Franch Michelsen úrsm,- meistari, Benedikt G. Váge, forseti Í.S.Í., sem tilkynnti að hann mundi afhenda S.F.R. gjöf frá Í.S.Í. síðar, og Tryggvi Kristjánsson, framkv.stjóri Bís flutti loka- orð. Skátahljómsveit spilaði, Tómas Grétar Ólafsson flutti skemmtiþátt með saxofón, Jóhannes Briem, Bergur Jónsson, Páll Ás- mundsson og Einar Strand sýndu skemmti- þátt „Kvartett." Hinn ungi tónsnillingur Guðmundur Ingólfsson spilaði nokkur lög á harmoniku og pianó, en hann er skáti í S.F.R., loks var lokaþáttur „skátalögin.“ Bergur Jónsson tók myndir í hófi þessu. SKATÁBLAÐIÐ 5

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.