Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 8
iírlend mót og boð 1953. Eins og undanfarin ár hefur fsl. skátum bor- ist boð um þátttöku í mörgum erlendum mót- um 1953. Skátablaðið hefur áður getið um eftirfarandi mót í „Ur heimi skáta“: 1. Alþjóðlegt rekkamót í Sviss, dagana 29. júlí til 8. ágúst 1953. F.ins og kunnugt er starfar nefnd að undirbúningi undir þátttöku í því móti héðan. Þeirri nefnd hefur einnig verið falið að sjá um smíði bókaskáps og borðlampa o. fl. sem ísl. skátar eiga að leggja til í norrænt herbergi í alþjóða skáta- heimilinu í Kandersteg í Sviss. Er ákveðið að herbergi þetta verði komið í lag að öllu leyti, áður en Rekkamótið hefst. Yngri og eldri R.S. í Reykjavík munu vinna að þessu fyrir nefndina. En Svíar hafa forgöngu um að hrinda þessu í framkvæmd fyrir Norð- urlöndin. 2. Skátamót i Bandaríkjunum, nálægt borg- inni Los Angeles. Mótið stendur yfir dag- ana 17.—23. júlí 1953. Mótstíminn var færð- ur aftur um eina viku, vegna tilmæla járn- brautarfélaganna. 3. Skátamót i Englandi, að Torqay, daganna 22. maí til 12. júní 1953. 4. Skátamót i Englandi, að Sandringham Park, 23. maí til 4. júní 1953. 5. Skátamót i Englandi, í Dunham Park, 25. júlí til 16. ágtist 1953. ■6. Sliátamót i Englandi, við Windermere-vatn, 1.—15. ágúst 1953. 7. Kvenskátamót i Noregi, við Trones, 28. júlí—5. ágúst 1953. Ofangreindum mótum hefur verið nánar sagt frá í Skátablaðinu. Til viðbótar hafa borist boð um þátttöku í eftirfarandi mótum: 8. Kvenskátamót í Noregi, 8.—15. júní 1953. Norsk Speiderpikeforbund býður 20 ísh kvenskátum þátttöku í landsmóti í sumar. Mótið verður haldið við Kröderen, skammt frá Norefjell. Þátttökugjald 61.00 norskar krónur, ferð frá Osló á mótstað innifalin í þessu verði. Þátttakendur sjái sjálfir um allan útileguútbúnað. 9. Kvenskátamót i Svíþjóð, 4.—13. ágúst 1953. Sverige Flickscoutrád býður ísl. kvenskáta- foringjum þátttöku í Norðurlandamóti, sem haldið verður daganna 4.—13. ágiist í sumar við Flamsjön, nálægt Varnhem, Vástergöt- land. Rædd verða á móti þessu ýmis mál varðandi skáta og unglingastarfið. Aldurs- lágmark 18 ára. Þátttökugjald 60.00 sænskar krónur auk ferðakostnaðar. Venjulegur úti- legur útbúnaður. 10. Skátamót i Finnlandi, 18,—27. júlí 1953. Finlands Scoutunion býður ísl. skátum þátt- töku í stóru landsmóti, sem haldið verður að Sulkava (Foringjaskóli finnskra skáta) dagana 18.—27. júlí í sumar. Þátttökufjöldi ekki takmarkaður við sérstaka tölu. Móts- gjald er 2800 finnsk mörk, auk ferðakostn- aðar til Finnlands. Ferðakostnaður í Finn- landi að og frá mótstað er innifalinn í gjald- inu. Isl. skátum er boðin vikudvöl eftir mótið á heimilum finnskra skáta. Finnar gera ráð fyrir að margir erl. skátar komi á mót þetta. 11. Skátamót í Noregi, 6.—14. ágúst 1953. Skát- ar Osló-borgar efna til skátamóts „Jambor- ette“ við Trollheimen í Hurdal, skammt frá Eiðsvelli, ca. 40 km. norður frá Osló. Skátum frá Islandi, Danmörk, Svíþjóð, Finn- landi, Færeyjum, Belgíu, Holllandi, Frakk- landi, Þýzkalandi og Bretlandi, er boðin þátttaka. Mótsgjald er 50.00 norskar krónur. Erlendum gestum er boðið að dvelja nokkra 8 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.