Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Page 1

Skátablaðið - 01.10.1953, Page 1
AUÐUR GARÐARSDÓTTIR, sveitarjoringi: Um síðustu áramót var ákveðið að ís- lenzkir kvenskátar tækju þátt í móti norska Kvenskátasambandsins, sem halda ætti við Kröderen, skammt frá Norefjell í Noregi, fyrri hluta júlí mánaðar, 1953. Þegar umsóknarfresturinn var útrunninn, höfðu 20 stúlkur sótt um að sækja þetta mót. Voru þær frá ísafriði, Akranesi, Ytri- Njarðvík og Reykjavík. Hófst nú strax undirbúningur fyrir mót þetta, og var byrjað að æfa þjóðdansa, söngva o. m. fl. Þegar öllum undirbúningi var lokið, og aðeins ein vika til stefnu, urð- um við að hætta við þessa ferð, vegna mænu- veikifaraldurs, er þá gekk í Noregi. Auðvitað urðu þetta mikil vonbrigði fyrir okkur, en urðum að taka því rólega. Ekki þýddi að gefast alveg upp, og fórum við að athuga hvort við gætum ekki brugðið okkur til Skotlands og Englands í staðinn, og heimsótt kvenskáta þar og tekið þátt 1 sumarstarfi þeirra. Við snerum okkur því til skrifstofu B. í. S. og báðum framkvæmdastjórann Tryggva Kristjánsson að reyna að koma þessu áformi okkar í kring. Hringdi hann til Skotlands og talaði við Miss Janet Meikle, og bað hana að athuga alla möguleika á að við gætum komið til Skotlands. (Miss Meikle kom til íslands árið 1950, á vegum Alþjóða- bandalags kvenskáta). Svar fékk hann dag- inn eftir frá Meikle, og hafði það ágætar fréttir að færa okkur. Sagði hún að ef við kæmum, mundi verða tekið á móti okkur, og séð um að við kæmumst sem lengst og sæjum sem mest á hinn ódýrasta og hag- kvæmasta hátt. Urðu þetta hinar mestu gleði fréttir. Var nú hafist handa, flugferðr og skipaferðir til Noregs afþakkaðar, og farmiðar pantaðir með M/S Heklu frá Reykjavlk 29. júní 1953 og heim aftur frá Skotlandi þ. 25. júlí 1953. Þátttakendur voru nú heldur færri en upphaflega var ákveðið, en við vorum 11, 13 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.