Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Page 6

Skátablaðið - 01.10.1953, Page 6
MERKIR VIÐBURÐIR. Helztu viðburðir voru að sjálfsögðu móts- setning og mótsslit, sem hvorutveggja var mjög hátíðlegt. Hófst mótið með því, að 11 þúsundir skáta gengu fylktu liði inn á „Forum“ tjaldborgarinnar. Gengu Ástralsk- ir fyrir, síðan gestaþjóðir og var ísland í fararbroddi. Setti skátahöfðingi New South Wales mótið með snjallri ræðu og flutti árnaðaróskir frá Englandsdottningu og Rowallan skátahöfðingja heimsveldisins. Skrúðganga um aðalstræti Sydneyborgar vakti mikla eftirtekt borgarbúa, sem þús- undum saman þyrptust að hjarta borgar- innar, þar sem gangan fór frarn. — Var ís- lenzki fáninn enn á ný í fylkingarbrjósti og einnig síðar við mótsslit. Þá var sérstakur dagur tileinkaður ylfing- unum, þar sem þeir voru ekki komnir á það aldursskeið að geta tekið fullan þátt í skáta- móti. Var þetta einn hávaðasamasti dagur í Greystone, sem ekki er að undra, þegar átta þúsund forvitnum ylfingum er sleppt lausurn. — Síðar um daginn sýndu þeir stutta sjónleiki, æfintýra og sögulegs eðlis. Gamlárskvöld: í flestum löndum er það talinn góður siður að kveðja gamalt og mis- jafnlega gott ár og fagna nýju. I sannleika sagt, þá var Greystone enginn eftirbátur í þeim efnum. Nokkrum mínútum fyrir mið- nætti náðu ærslin hápunkti, trumbur voru barðar, lúðrar gullu og sekkjapípur ýlfr- uðu. Þúsundir skáta og gesta streymdi eftr götunum, héldust í hendur, sungu, dönsuðu og óskuðu hver öðrum heilla. TJALDBÚÐIR. Samkvæmt venju, lögðu skátarnir metnað sinn í frágang og skreytingu tjaldbúða sinna, sem hver urn sig gaf íbúum sínum góðan, en misjafnan vitnisburð. Nýja Sjáland hafði rúmbeztu tjaldbúð- ina, sem var eftirlíking af þorpi innfæddra og kallaðist „Haere Mai“ (Maori: velkom- in). Áttu þeir einnig bezta dansflokk móts- ins, sem samanstóð af ca. 20 skátum. Voru þeir klæddir hinum skrautlegu „Piu-pius“ pilsum (Maoriklæðnaður) og „skreyttir" hinni herfilegustu stríðsmálningu. Veifuðu þeir spjótum og dönsuðu hina trylltu dansa frumbyggjanna. Nýja Guinea tjaldbúðin var að mörgu leyti svipuð „Haere Mai“, nema öllu frum- stæðari. Hér bar að líta stráhýsi Nýja Guineabúans, eins og þau eru enn þann dag í dag. Mesta athygli vakti íverustaður seyð- mannsins, sem var skreyttur sólbökuðum hauskúpum. Síðar kom á daginn, að þær voru aðeins eftirlíkingar. Malajaskátar lögðu mikla vinnu í tjald- búðarhlið sitt, sem var gríðarmikið Tigris- höfuð, og var gengið inn um gin dýrsins. Þegar skyggja tók, voru lítil rafmagnsljós sett í glyrnur þessa óskapnaðar, og var það lítil huggun fyrir óstyrka vegfarendur. Hong Kong skátar vöktu eftirtekt fyrir skrautlegan dreka, sem þeir höfðu með- ferðis. Var hann gerður af silki, skrautleg- ur mjög og gátu þrír menn verið í honum samtímis. Að vísu spjó hann ekki eldi, eins og ætla mætti, en með stuttu millibili tókst honum að senda út um nasirnar allmynd- arlega reykjarstróka. Einnig höfðu þeir með sér gerfiljón bor- ið upp af tveim skátum. Bezta, hagkvæmasta og listrænasta tjald- búðin tilheyrði 15 skátum frá Eystrasalts- ríkinu Lithuania. Voru þeir þrjá daga að gera hana úr garði. Hafa skátar þessir sezt að í Ástralíu, þar sem land þeirra er her- setið af Rússum. ÁSTRALSKIR SKÁTAR. Þau kynni, sem ég hafði af Áströlskum skátum, færðu mér heim sanninn fyrir því, að þeir hafa rnjög haldgóða skátamenntun, enda skólaðir af góðum foringjum. 18 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.