Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Síða 9

Skátablaðið - 01.10.1953, Síða 9
Ef blaðið stendur á öruggum grundvelli fjár- hagslega, þá er hægt að gefa það oftar út, hafa blaðið stærra og vanda frágang þess, en fjárhag- urinn er því að eins góður að kaupendurnir greiði það skilvíslega. Áskriftagjald Skátablaðs- ins hefur lækkað, og er þetta ár aðeins 15 kr. árgangurinn. Merkjasala skáta. Merkjasala skáta var 11. okt s. 1. Seldust merki fyrir kr. 22.000, sem skiftist að jöfnu milli félaganna og Bís. Belgiskur skátaforingi í heimsókn. í júní í sumar kom hingað í heimsókn belg- iskur skátaforingi Jan Warnewijk að nafni, og dvaldi hér viku tíma. Bjó hann í skátaheimilinu í Reykjavík og ferðaðist um nágrennið. Lét hann vel yfir dvöl sinni hér. Þegar ísl. rekkarnir, sem fóru á R. S. mótið í sumar, kornu til Belgíu, á heimleið, tók hann vel á móti þeim og var leiðsögumaður þeirra í nokkra daga. Alþjóða rekka mótið 1953. Fimmta alþjóða rekka mótið var svo sem kunnugt er haldið í Sviss i sumar, dagana 28. júlí til 8. ágúst. Tólf ísl. rekkar tóku þátt í móti þessu. Fararstjóri var Sigurður Ágústsson, skáta- foringi, Reykjavík. Auk hans voru í fararstjórn þeir Bragi Þórðarson, sv.for. Akranesi og Eggert Eggertsson, Borarnesi. ísl. rekkarnir fóru utan með M/S Gullfossi þ. 18. júlí s. 1. til Danmerk- ur, og komu heim aftur með M/S Gullfossi frá Leith þ. 27. ágúst, eftir 40 daga ánægjulega ferð, um Danmörku, Þýskaland, Sviss, Frakkland, Belgíu, England og Skotland. Skotlandsför kvenskáta. Kvenskátarnir, sem ætluðu til Noregs í sum- ar, hættu við það á seinustu stundu vegna mænu- veikisfaraldurs í Noregi. Þar sem stúlkurnar voru ferðbúnar, voru 11 þeirra, flestar úr Reykjavík ákveðnar að ferð- ast þá til einhvers annars lands, og varð Skot- land og England fyrir valinu. Var blaðinu þá snúið við, og hringt til Skotlands og ferðin ákveðin og endurskipulögð á skömmum tíma. Fóru stúlkurnar utan með M/S Heklu til Glasgow þ. 29. júní s. 1. og ferðuðust víða um Skotland og England, og dvöldu í tjaldbúðum skátanna þar. Létu stúlkurnar mjög vel yfir ferðinni og móttökunum. Miss Janet Meikle annaðist móttöku ísl. kvenskátanna og Miss Margaret Minto skipulagði prýðilega ferðalag þeirra um landið og útvegaði þeim leiðsögu- mann, sem var reyndur kvenskátaforingi. Fararstjórar voru Auður Garðarsdóttir og Jenna Jensdóttir, báðar sveitarforingjar í Reykjavík. 14. alþjóða foringjaráðstefna skáta. Fjórtánda alþjóða foringjaráðstefna skáta var haldin í Vaduz, Liechtenstein, dagana 9.—12. ágúst s. 1. Dr. Helgi Tómasson, skátahöfðingi sótti ráðstefnuna frá íslandi, og var kona hans frú Ragnheiður Brynjólfsdóttir i fylgd með honum. M. a. var samþ. á ráðstefnunni að taka boði Kanada um að halda næsta alþjóða skát- mót, Jamboree, þar árið 1955, og verður 15. al- þjóða foringjaráðstefna einnig haldin í Kanada um sama leyti. Einnig var tekið boði Breska bandalagsins um að halda stórt alþjóðamót skáta í Bretlandi árið 1957, í tilefni af 50 ára af- mæli skátahreyfingarinnar og unr leið 100 ára minningu B. P. stofnanda skátahreyfingarinnar, en hann var fæddur árið 1857, eins og kunnugt er. Þá var einnig tilkynnt að Col. Wilson mundi láta af störfum sem framkvæmdastjóri alþjóða- bandalags drengjaskáta, en Gen. D. C. Spry, frá Kanada taka við því starfi þ. 1. nóv. 1953. Hann er 41 árs gamall. Wilson hefur starfað fyrir skátahreyfinguna í heiminum um 30 ára skeið, fyrst sem skóla- stjóri á Gilwell og síðar sem framkvæmdastjóri alþjóðabandalagsins. Á ráðstefnu þessari var Col. Wilson útnefndur heiðursforseti alþjóðabanda- lags drengjaskáta, og er það hliðstætt því að vera SKATABLAÐIÐ 21

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.