Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 10
alheimsskátahöfðingi, en enginn nema Baden Powell hefur haft þau metorð innan skáta- hreyfingarinnar. Wilson varð 65 ára 20. maí s. 1. B. P. frímerki. í tilefni af 14. alþjóða foringjaráðstefnunni í Liechtenstein, voru gefin út þar frímerki með mynd af Baden-Powell. Frímerki þessi eru gefin út í fjórum litum, og hefur hver litur ákveðið verðmæti: 10 Rp. græn, 20 Rp. brún, 25 Rp. rauð og 40 Rp. blá. Frímerki þessi má panta hjá Liechtensteinische Briefmarken- Verschleis- stelle, Vaduz, Principality of Liechtenstein. Franskir sliátar i heimsókn. Þ. 28. júlí s. 1. komu hingað 14 franskir rekk- ar frá París, og dvöldu hér um 2ja vikna skeið. Ferðuðust þeir talsvert um Suðurland og tóku þátt í skátamótinu í Borgarvík, við Ulfljótsvatn. M. a. fóru þeir frá Þingvöllum gangandi í Botns- dal og þaðan upp á Akranes og voru gestir Skáta- félags Akraness í einn sólarhring. Buðu Akur- nesingar þeim í ferðalag um Borgarfjarðarhéruð, og sýndu frönsku skátunum Reykholt, Andakíls- virkjunina o. fl. Einnig skoðuðu þeir Reykjar- lund, Hitaveituna og hverina í Krísuvík í boði Skátafélags Reykjavíkur, og komu við á Jaðri í þeirri ferð og drukku þar kaffi. Þá fóru þeir einnig til Gullfoss og Geysi og gengu á Heklu. í Reykjavík dvöldu frönsku rekkarnir í Skáta- heimilinu. Þeim voru einnig sýndar ísl. kvik- myndir. Ferðaskrifstofan sýndi þeim ágæta landkynningamynd og S. F. R. sýndi þeim Heklu-kvikmynd, eftir að þeir höfðu lokið við að ganga á fjallið. Að lokum var þeim haldði skilnaðar hóf í Reykjavík, kvöldið áður en þeir fóru héðan. Foringi Frakkanna var Andre Virot. Þeir voru mjög ánægðir og þakklátir fyrir það, sem fyrir þá var gert. Skátamót við Prastö. Hans Jörgenson og frú hans Sigrún Ingi- mundardóttir, sóttu skátamót dönsku K. F. U. M. skátanna við Præstö á Suður-Sjálandi dagana 17.—25. júlí s. 1. Þau voru einu þátt. á móti þessu frá Islandi. Væntanlega mun Skátablaðið skýra nánar frá móti þessu síðar. Mót Oslóar skáta. Mót Oslóar skáta, sem haldið var dagana 6.— 14. ágúst s. 1. sótti Baldur Olafsson, skáti frá Akranesi. Hans Jörgenson, félagsforingi á Akra- nesi, heimsótti einnig þetta mót, og dvaldi þar nokkra daga, en var ekki allt mótið. Hans var á ferð í Noregi um þetta leyti, ásamt konu sinni. Mótið var haldið um 40 km norður af Oslo, skammt frá Eiðsvelli. Nánar verður móts þessa getið í Skátablaðinu, síðar. Kaupid úriÉi hjá FRANCH Laugarvegi 39 - Reykjavík - Sími 3462. ★ Sendi gegn póstkröfu ★ *■------------------------ r v SKÁTAR! Ef þér þurfið d prenfvinnu að halda, þá talið við okkur. Prcntsmiðjan OÐÐI h.í. Grettisgötu 16 — Sími 2602. V_________________________J 22 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.