Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 9
RITSTJORI: 3. TBL. XIX. ARG. REYKJAVÍK DESEMBER 7 953 TRYGGVI KRISTJÁNSSON Enn liður að jólum. Menn komast í jólaskap, samúð og bróðurhugur ríkir meðal allra. í raun og veru er sd andi, er hvilir yfir jólamánuðinum skátaandi. Einmitt þess vegna er leitt að hugsa til þess, hvað þessi andi hverfur hjá mörg- um eftir jólin, en við tekur úlfiíð og tillitsleysi daglegs lífs. Öðru máli á að gegna um okkur skátana. Skátaandinn verður að setja sviþ sinn á dagleg störf okkar, við eigum að vera i jólaskapi allan ársins hring, reiðubúin að rétta hverj- um þeim hjálparhönd, sem hennar þarfnast. Eigingirni og sjálfselska eru orð, sem skátar eiga ekki að þekkja. Jólin standa einnig við tímamót. Þess vegna er tilvalið að nota kyrrð jóla- hátíðarinnar til þess að lita yfir farinn veg og ihuga, hvort við höfum varið hinu liðna skátaári rétt, til undirbúnings hinu ókomna. Setjum okkur ný og göfug markmið til að vinna að á komandi ári. Ef til vill er það nýr áfangi i skátapróf- unum eða eitthvað flokks, sveitar eða félagsstarf. En umfram allt skulum við ekki hœtta við hafið verk, fyrr en það er komið i örugga höfn. Þá mun skáta- starf okkar bera ríkulegan ávöxt. Á komandi ári eigum við mikið starf fyrir höndum. Við þurfum að gera skátafélagsskapinn öflugri innbyrðis og heilsteyptan frammi fyrir alþjóð. Við skulum gera árið 1954 að merkisári í sögu skátahreyfingarinnar á íslandi. En eitt verðum við jafnframt að hafa í huga. Skátastarfið er aðeins tóm- stundastarf. Ég hef heyrt margan skátann segja, að hann eyði of miklum tíma í skátastarfið, þannig að hann óbeint vanrœki nám sitt eða starf. Þetta er alltaf leitt að heyra og kann að vera rétt í einstaka tilfellum, en oftast held ég, að því sé um að kenna, að hann noti tómstundir sínar ekki nógu vel. Ég er að skrifa um þetta hér, af því að ég veit, að skátastarfið er að miklu leyti undir þessu komið. Að lokum vil ég Ijúka orðum minum með þvi að minna ykkur á það, að sá sem fylgir skátalögunum á heilbrigðan hátt, þarf ekki að óttast, að honum vegni ekki vel i framtíðinni. Skáti, gerðu ávallt skyldu þina við guð og œttjörðina. GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI SKÁTAÁR! H. Þ. H.

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.