Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 10
GÍSLI S. SIGURÐSSON: Víð sáum löncl og fö^ur Það er margt um manninn á hafnarbakk- anum í Reykjavík, laugardaginn þann 18. júlí. „Gullfoss“ er nefnilega að leggja upp í eina af sínum venjulegu áætlunarferðum til Leith og Kaupmannahafnar. Fyrir fólkið á hafnarbakkanum er þetta sjálfsagt ekki neinn stórviðburður, en fyrir okkur marga, sem um borð erum, er þetta svo stór stund, að við lýsum því vart með orðum. En hvað um það. Við erum hér samankomnir ellefu R. S. skátar og frá okk- ar ferðalagi ætla ég nú að segja, hvernig sem tekst. Ferðinni er heitið á V. alþjóða- rekkamótið, sem halda á í Kandersteg í Sviss. Við erum, eins og ég sagði áðan, ellefu í hóp, tveir frá Borgarnesi, fimm frá Akra- nesi, þrír frá Vestmannaeyjum og einn, fararstjórinn, frá Reykjavík. Við erum fljótir að koma okkur fyrir afturá, en við erum á II. farrými. Þar er líðan ágæt og matur svo mikill og góður, að það mun í minnum haft í annálum. Að kvöldi hins þriðja dags komum við til Leith eftir skemmtilega siglingu á sléttum sjó, svo slétt- um, að ekki var mögulegt að verða sjóveik- ur, þótt líf hefði legið við. í Edinborg er margt að skoða, þó að búðargluggar séu undanskildir. Edinborgarkastali gnæfir þar við himin, mikill fyrirferðar og leyndar- dómsfullur til að sjá, og þess vegna skoð- um við hann. Það er mikið verk. Hann hefir að geyma marga hluti, sem gaman er að skoða, svo sem gömul vopn af öllum gerðum, allt frá minnstu rýtingum upp í stærstu íallbyssur. Þarna er einnig safn minja um fallna hermenn í Skotlandi o. m. fl., sem of langt yrði upp að telja, og of stuttur tími var til að skoða, því að skipið hélt áfrarn ferð sinni til Kaupmannahafn- ar um liádegi þann dag. Við sigldum inn á höfnina þar að morgni dags, í góðu veðri og góðu skapi. Það tók stuttan tíma að leggjast að bryggju, og enn styttri tírna tók tollskoð- unin, en er henni var lokið, fengum við okkur tvo leigubíla, hrúguðum á þá far- angri okkar (þeir eru nefnilega til þess) og létum þá fara með okkur til væntanlegs dvalarstaðar, en það var í Nörrevoldgade 33 í rniðri borginni, rétt hjá ráðliúsinu og öllu því merkilega, sem ferðamenn skoða og kaupa myndir af. Þarna dvöldumst við í fjóra daga, önnum kafnir við að skoða allt mögulegt, og síðast, en ekki sízt, önn- um kafnir við að spara peninga, en það er líklega einna erfiðast af því, sem menn leggja fyrir sig nú á dögum. Það er sagt um Dani, að þegar þeir eti, þá snúist umræð- ur þeirra oftast um góðan mat, sem þeir hafi eitt sinn etið, og hjá okkur snerust hugsanirnar um það sama. Fótaferð var kl. 7 á morgnana, og áttum við að vera, sam- kvæmt húsreglum, sofnaðir kl. 1. Það er erfitt fyrir íslendinga, sem koma í fyrsta sinn til Hafnar, að sofna kl. 1. Þegar þessir fjórir dagar voru liðnir, en það voru þeir, áður en við vissum af, lögð- um við af stað yfir Þýzkaland, áleiðis til Sviss. Við stigum inn í ágæta lest á stöð- 26 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.