Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 11
inni í Höfn og fórum með henni að ferj- unni yfir Stórabelti. Þar stigum við af henni og um borð í skip, sem flutti okkur yfir. Á þessari ferju hittum við fyrstu erlendu skátana, er voru á sömu leið og við. Voru það Svíar og þeirra á meðal nokkrir Eist- lendingar, búsettir í Svíþjóð, en skátafé- lagsskapur er bannaður í Eistlandi að þeirra sögn. Þessir skátar urðu okkur síðan sam- ferða til Kandersteg. Næsta lest, sem við stigum í, átti að skila okkur til Basel. Næstu 24 tímana sátum við á grjóthörðum trébekkjum, í tveim klef- um, átta í öðrum en þrír í hinurn og nut- um útsýnisins og óþægindana, því að allt okkar hafurtask lá undir eða ofan á fótum okkar eða hékk yfir höfðum okkar. En út um gluggann, sem aðeins var einn á klef- anum, var ýmislegt að sjá. A einunr stað á leiðinni vildi svo undarlega til, að lestin ók yfir íslenzkt skip. Því var þannig háttað, að Jægar hún ók yfir brúna, sem liggur vfir Kiel-skurðinn, þá sigldi ,,Katla“ undir. Eft- ir Jjetta leið sá dagur stórtíðindalaust, en um kvöldið eða nóttina sofnuðum við, sitj- andi hlið við hlið á grjóthörðum trébekkj- um. En áfram þaut lestin, emjandi og skrölt- andi og spúði frá sér reyk og óþverra, sem laumaðist öðru hvoru inn til okkar og trufl- aði draumana. Um morguninn var komið til Basel. Þar stigum við af þessum hrikt- andi tréhesti og inn í aðra lest, svissneska. Gekk sú fyrir rafmagni og var í alla staði Juifalegri. Hún flutti okkur áfram í gegn- um falleg héruð Svisslands, sem svo eru falleg, að það nálgast íslenzka náttúrufeg- urð. Kandersteg er líklega þekktast á meðal skáta vegna þess, að þar er alþjóðlegt skáta- heimili. Þar komum við fyrst, og var okk- ur þar úthlutað hálfköldu tei. Er við höfð- um meðtekið það, tókum við föggur okkar og gengum til tjaldstaðarins, sem var þar nokkru ofar í dalnum. Dalur Jressi er, eins og margir aðrir, umgirtur háum fjöllum á þrjá vegu, en eftir dalnum endilöngum rennur áin Kander, kolmórauð jökulá, og dregur staðurinn nafn af henni. Tjaldbúð- unum var skipt í hverfi, með nokkur hundr- uð skátum, en yfir hverjum hundrað skát- um ríkti hundraðshöfðingi, og með hverri þjóð var svissneskur leiðbeinandi, sem við kölluðum „frænda“. Hundraðshöfðinginn hafði yfirumsjón með líkamlegri næringu, en „frændinn“ með þeirri andlegu. Við tjölduðum í hverfinu „Shiak“, og var stað- ur okkar rétt við ána. Þarna höfðum við fjögur tjöld til íbúðar og eitt, lítið, sem einskonar búr. Allur matur var eldaður á hlóðum að fornurn sið, og gekk það ágætlega. Matinn sótturn við í tjald hundraðshöfðingjans, en Jrað stóð í miðju hverfinu. Fótaferð „kokk- anna var kl. 6i/2, en óbreyttra neytenda kl. 7. Dagurinn hófst með þvotti og öðru hrein- læti og tók Jrað skamma stund. En á Jreirri stundu elduðu „kokkarnir" te og smurðu brauð, en það átum við ofast nær þurt. Brauðið var gott en hefði verið betra með srnjöri. Þegar lokið var hverri máltíð, hófst bið eftir Jreirri næstu, en Jieim tíma eyddum við oftast í að skoða umhverfið. Næsta umhverfi er þorpið Kandersteg. Húsin í þorpinu standa flest sitt hvorum megin við eina götu, sem Jrar af leiðandi er aðalgatan. Þarna búa að staðaldri 900 íbúar og virð- ast Jreir allir lifa á verzlun og gistihúss- rekstri, því að í þorpinu eru á milli tíu og tuttugu gistihús en búðir um fjörutíu að tölu. Má Jdví segja að við J^essa aðalgötu sé eitt húsið gistihús en næstu tvö verzlan- ir, sem opnar eru frá kl. 8 á morgnana til ellefu og tólf á kvöldin. Af þeim tíu dögum, sem þetta mót tók, höfðu aðeins fimm ákveðna dagskrá. Hina dagana notuðum við eins og áður er getið. Þann fyrsta af þessum dögum fór fram SKÁTABLAÐIÐ 27

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.