Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 13
íslenzku rekkarnir á R. S. mótinu í Sviss, 1953. ræðir, er lítið timburhús í stórum trjágarði, og var þetta hvorttveggja nýkomið í þeirra eign. Þessi var samastaður okkar á meðan við dvöldumst í borginni. Skátarn- ir þrír, sem tóku á móti okkur, sýndu okkur síðan alla borgina þessa daga. Meðal ann- ars, skoðuðum við dýragarðinn, en hann er sá elzti í Evrópu. Einnig var okkur sýnd vínverksmiðja ein mikil, en einn þremenn- inganna er framkvæmdastjóri hennar, og síðast, en ekki sízt, skoðuðum við Sauter- verksmiðjurnar, en þær framleiða ýmiss konar rafmagnsáhöld í stórum stíl. Mánudaginn þ. 10. fórum við af stað til Parísar. Sú ferð var heldur viðburðarsnauð, að öðru leyti en því, að hitinn ætlaði okk- ur lifandi að drepa, enda komst hann um tíma upp í 50 stig, lygilegt, en satt. Sólarhringinn áður en við komum, hafði staðið yfir allsherjarverkfall og stóð sums staðar enn. Við stigum af lestinni á brautar- stöð nyrzt í borginni, tókum þar leigubíl og ókum síðan þvert í gegnum borgina til væntanlegs dvalarstaðar okkar, en það var í garði einum miklum, sem tilheyrði stórum heimavistarskóla, og er þetta eins konar gististaður fyrir skáta, að sumrinu til. Þarna lágum við allir í sama tjaldi þær fáu nætur, sem við dvöldumst þarna. í París er, eins og allir vita, ákaflega margt að sjá, bæði fagurt og ófagurt. Við reyndum að skoða eins mikið og við gátum þá tvo daga, sem við dvöldumst þarna, og varð okkur sæmilega ágengt í javí efni. Þarna í garðinum, sem við dvöldumst, voru margir franskir skátar samtímis okkur, en lítið gátum við rætt við SKÁTABLAÐIÐ 29

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.