Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 17
leit á Jónas og kímdi. Á meðan þeir voru nýliðar og voru að læra þessi erfiðu rnerki, höfðu þeir einmitt farið þannig að. „Nei, nú höfum við almennilega æfingu og höfum nokkra kílómetra á milli okkar,“ sagði Bjössi. „Það erfiðasta fyrst, morsið, og síðan flaggastafrófið. Ertu ekki samþykkur Eiríkur?" „Við skulum nú athuga, livað sjónauk- arnir eru langdrægir, áður en við ákveðum nokkuð um það, og eins þurfum við að finna hentuga staði fyrir okkur. En í dag skulum við hafa töluverðan spotta á milli okkar, ef þið verðið þá fáanlegir til ])ess,“ svaraði Eiríkur. Og á því virtist enginn vafi. Nú hvarf síðasti bitinn af rifjasteikinni of- an í Bjössa, og drengirnir hjóluðu af stað áleiðis til skógarins, sem hyllti nú undir í fjarska. Það var langt frá þvi, að skógurinn væri tré og ekkert nema tré. Hann var eitt hið fegursta svæði á öllu landinu. Þarna skipt- ust á lyngivaxnar hæðir og fagrir, víðir vell- ir með silfurtærum tjörnum hér og þar og milli þeirra kvíslaðist áin og tengdi þær saman. Blaðmörg tré og þéttir runnar uxu á bökkunum og settu svip sinn á umhverfið. A þessum undrafagra stað gátu skátarnir og aðrir náttúrudýrkendur notið útilífsins eins og þeir frekast vildu, ef þeir aðeins héldu þær fáu en nauðsynlegu reglur, sem þar voru settar. Um skóginn lá járnbrautin frá Bjarnaborg heimabæ drengjanna, og til borgarinnar. En þaðan lágu leiðir þeirra, sem ætluðu út í víða veröld. Smám sanran kynntust drengirnir skóginum og þekktu þeir þar hverja þúfu, að því er þeir sögðu sjálfir. En þeir þreyttust aldrei á því að koma þangað, því að þar sáu þeir alltaf og reyndu eitthvað nýtt. „Eigum við ekki að reyna þessa tvo staði, sem við merktum á landabréfinu á mið- vikudaginn,“ sagði Bjössi um leið og þeir beygðu út af veginum inn á götutroðning. „Jú. Annar er þar sem vegurinn og járn- brautin mætast, en hinn er á hæð í á að gizka hálfs annars kílómetra fjarlægð það- an. Þessir staðir eiga að sjást vel hver frá öðrum, og áfram nú, kálfarnir ykkar,“ sagði Eiríkur. Og hjólin fóru á fleygiferð eftir troðningnum. Þegar komið var á hinn merkta stað við járnbrautina urðu Eiríkur, Karf og Jón þar eftir, en Bjössi og Jónas héldu áfram í norður áleiðis til hæðarinnar. Með því móti var góður sjónauki á báðum stöðunum. Auðvitað höfðu svo báðir hóparnir semafor- flögg, pappír og skriffæri. Það kom brátt í ljós, að staðirnir voru vel valdir tif merkja- sendinga, og í sjónaukunum var auðvelt að greina merkin x sundur. Bjössi og Jónas skiptust á um að senda, taka á rnóti og lesa fyrir, en á hinum staðnum Karl og Jón. En Eiríkur fylgdist með þessum tveim stöðvum og gagnrýndi og leiðbeindi þeim. Nú lét hann Karl og Jón færa sig norður fyrir veginn spottakorn frá járnbrautinni. Allt í einu heyrðust drunur í stórum vörubíl, sem kom þjótandi hinum megin við járn- brautina. Hann virtist vera á feykilegri ferð. „Bara að hann renni nú ekki út af mjúkri grasbrúninni á veginum, þegar hann beygir yfir járnbrautarteinana,“ sagði Eiríkur. Hann liafði varla lokið setningunni þeg- ar það gerðist. Það heyrðist hár brestur og vörubílinn valt yfir teinana með brotinn framöxulinn. Efann var hlaðinn múrsteinum og þarna lá hann með öllum sínum þunga. „Bíðið við,“ hrópaði Eiríkur til yngri skátanna tveggja, því að hann var hræddur urn að þeir myndu fá taugaáfail, ef veslings bílstjórinn hefði beðið bana í slysinu. En honurn létti von bráðar, þegar hann sá manninn skríða út úr bílhúsinu, sem var SKÁTABLAÐIÐ 33

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.