Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 19

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 19
AMMA GAMLA Komið þið nú sæl og blessuð börnin mín. Mikið lifandi skelfing er nú orðið langt síðan amma gamla hefur látið til sín heyra. Ég hélt, að enginn vildi hafa meira með mig að gera, en nú hef ég loksins feng- ið bréf um að láta eitthvað fréttast af mér. Ég brá mér til Reykjavíkur í haust. Mig langaði svo til að sjá Skátaheimilið og þá skáta, sem þar ganga daglega út og inn. Ég gat ekki annað en skemmt mér með sjálfri mér, að enginn þeirra vissi, að þetta var hún amma gamla, sem var að rápa þar um. Mikið væri nú gaman að vera orðin ung í annað sinn. Ekki fannst mér allt fallegt, sem ég heyrði til ykkar, blessuð. Ég þorði nú ekki að fara lengra en inn í forstofuna, því að ég var svo óþrifaleg til fótanna. Mikið hljóta skátarnir að vera þrifnir. Þarna glampar allt í bóni. Mikið var ég nú heppin, er ég hitti hann Vil- berg minn þarna inni. Hann sagði: „Hæ, gamla. Ég hélt, að þú værir löngu dauð. Maður heyrir a. m. k. ekkert til þín í Skáta- blaðinu." „Og ég er nú orðið svo gamalt hró, Vilbergur minn,“ sagði ég. „Það vill sjálfsagt enginn líta við mér lengur. En óneitanlega hef ég alltaf gaman að heyra frá blessuðum skátastúlkunum, því að alltaf þykir mér vænt um þær. Ekki skal standa á mér að veita þeim góð ráð. Og hér er ég nú komin.“ Ég heyrði til einnar mömmunnar um dag- inn. Hún kom þangað, sem ég bý, og ég hef heyrt á tal hennar og húsmóðurinnar. Þær voru að tala um æskuna nú til dags eins og almennt gengur og gerist. Og ég heyrði það á tali aðkomukonunnar, að hún væri í vand- ræðum með það, hve dóttir hennar vildi vera lítið fyrir heimilið. Og ég hugsaði með mér. „Víða er nú potturinn brotinn.“ Ég heyrði, að hún sagði, að hún hefði vonast til þess, að hún mundi skána mikið við að ganga í skátafélagið, en það liti helzt út fyrir, að það hefði engan árangur borið. Mikið þótti mér nú leiðinlegt að heyra þetta, eins og ég hef nú mikla trú á skátun- um. En sem betur fer þekki ég nú marga góða skáta, sem gera sér far um að vera fyrst og fremst skátar á heimilum sínum. Mikið óska ég þess oft, að ég þyrfti aldrei að heyra svona sögur. Þær særa mig í hjarta stað. Mér datt nú í hug út af þessum samtölum, sent ég hef orðið heyrnarvottur að, að koma nú með eina litla tillögu, og biðja ykkur nú, kæru skátar, að taka tillit til hennar, og gleðja gömlu konuna, því að það er ekki að vita, hversu oft þið hafið tækifæri til þess héðan af. Tillaga mín er sú, að Jnð látið engan dag líða, án þess að hafa glatt mömmu ykkar eða pabba, með einhverjum smágreiða eða stórum, eftir því sem til fellur. En auðvitað verðið þið að venja ykkur á að gera þetta með glöðu geði og frjálsum vilja, því að SKÁTABLAÐIÐ 35

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.