Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 21

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 21
eins léttur og unnt er, en þó sterkur. Bezta gerð þeirra er með ask- eða duraluminium- ramma, sem á er strengdur sterkur strigi. Dráttartaugarnar eiga að vera alllangar og er þægilegast að bregða lykkjunni á enda þeirra um mjaðmirnar. Bakpokinn þarf að vera með grind og helzt eins vatnsþéttur og unnt er. Þyngd- arpunktur hans verður að liggja lágt og nálægt líkamanum. Nauðsynlegt er að hafa ólar til að spenna um mittið. Baðmullarsvefnpokar eru nokkuð kald- ir, dúnpokar eru hlýrri og gæruskinnspok- ar enn hlýrri, en þeir eru allþungir, og er því fullt eins gott að klæða sig því betur í léttari poka. Til eru pokar fyrir tvo til þrjá menn. Slíkir pokar eru mjög hlýir, og eru hlutfallslega létitr og fyrirferðalitlir. TJALDIÐ: Bezt mun að nota hin svo- nefndu jöklatjöld. I tjaldopið er saumaður poki, og er liann dreginn saman með snúru að innanverðu. Pokinn varnar snjónum að berast inn í tjaldið. FATNAÐUR: Síð ullarnærföt munu reynast bezt. Að ofan ættu menn að klæð- ast nokkrum ullarskyrtum eða bolum, frem- ur en einni þykkri duggarabandspeysu. Má þá fækka klæðum að ofan, eftir því sem veður breytist. Ysti fatnaðurinn ætti að vera vindþéttur. Ekki er nauðsynlegt, að hann sé úr ull, en bezt er að hann sé úr þéttofnu sléttu efni, sem ekki festir snjó á. Utan yfir öllu klæðast menn oft skíðaúlpu (anorak). Þess skal gæta, að hún sé nógu síð og úr vatnsfælnu efni, en þó ekki alveg vatnsheld. Skíðaskórnir eiga að vera svo rúmgóðir, að í þeim megi vera í tvennum sokkum, án þess að þeir þrengi nokkur staðar að. Tærnar á skónum verða að vera nógu háar til þess að unnt sé að kreppa tærnar. MATURIN þarf að innihalda nokkurn- vegin sama magn af fituefnum, eggjahvítu- efnum og kolvetnum. Fæðan verður að vera auðmelt. Hún skal vera í sem minnstum en sterkustum umbúðum. Auk þess þarf hún að vera fljótmatreidd og auðmatreidd. Maturinn verður auk þess að vera vel salt- aður, því að með svitanum missa menn oft mikið salt. Gæti saltmissirinn jafnvel or- sakað krampa, ef ekki væri úr bætt. Hent- ugast er að nota prímusa til suðu, og á að geyma þá i olíuþéttum poka, til þess að olían leki ekki út i bakpokann. Helzt skyidu menn kynna sér duttlunga þessara suðu- áhalda áður en haldið er á fjöll. Áður en lagt er af stað skal pakka vand- lega niður í pokann. Þungir hlutir eiga að liggja neðarlega í pokanum og eins ná- lægt líkamanum og unnt er. Þó má ekkert liggja upp að baki mannsins, sem getur sært hann. Sjálfsagt er einnig að raða þannig í pokann, að fljótlegt sé að ná í það, sem menn verða að nota í snatri. Mittisólina skal spenna hæfilega fasta, til þess að hún aftri pokanum frá að slöngv- ast til hliðanna á beygjum, eða slöngvast fram yfir höfuðið í falli. GANGAN: Á göngunni er betra að taka hæg og róleg skref með augnabliks livíld í hverju skrefi en stutta spretti með hvíld á milli. Maður skal varast ofþreytu, og enginn SKÁTABLAÐIÐ 37

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.