Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 26
bregða fyrir og skjótast inn í herbergi, þeg- ar liann heyrði Nonna koma. Að lokum komst hann í forstofuna. Um leið og hann kom þangað, opnaðist hurð- og maður í rauðri skikkju kom inn. „Heyrðu drengur minn,“ sagði maður- inn, hvíslaðu því að Sigurði, að jólasveinn- inn sé kominn. Nonni hrökk við. Þetta var alls ekki mað- urinn, sem hann hafði talað við áðan. Og hvernig var það með manninn, sem hann hafði séð uppi á ganginum? Hvað var að gerast hér í kvöld? í sömu andránni kom Sigurður fram í forstofuna. „Sæll og blessaður Guðjón minn,“ sagði hann um leið og hann rétti honum hend- ina, „það var gott, að þú komst.“ Þeir fóru síðan inn í borðstofuna og fóru að tala saman. Þetta hlaut að vera jóla- sveinninn. En hver var þá hinn náunginn? Nonni læddist hljóðlega upp stigann og reyndi að finna ganginn. Um leið, og hann fór fram lijá myndasafni Sigurðar, varð liann var við einhverja hreyfingu þar inni. Hann skauzf inn í dimman krók og beið. Það var einhvei inni. Að lokum kom einhver fram, og Nonni þrýsti sér upp að veggnum, um leið og hann fór fram hjá. Síðan læddist hann á eftir fram ganginn. Þegar þeir komu fram í birt- una sá Nonni að þetta var maðurinn, sem hann hafði séð áðan niðri. Maðurinn lædd- ist niður stigann og Nonni fylgdi fast á eftir. Það var enginn í forstofunni, því að allir voru niðursokknir í að horfa á leikbrúðu- sýninguna. Ylfingurinn sá, að maðurinn ætlaði sér auðsjáanlega að læðast út úr húsinu og jafnframt, að hann yrði að koma í veg fyrir það, þar til hann vissi hvað maðurinn væri að gera þarna. Um leið og maðurinn kom niður stig- ann tók Nonni undir sig mikið stökk og lenti á pokanum, sem maðurinn bar á bak- inu. í pokanum var eitthvað hart og horn- ótt, svo að Nonni meiddi sig um leið og hann kom niður. En hann hékk samt á baki mannsins og um leið hrópaði hann eins hátt og hann gat: „Gráúlfar. Hjálp. Gráúlfar til hjálpar." Gráúlfarnir voru niðursokknir í að horfa á leikbrúðusýninguna þegar þeir heyrðu hróp foringja síns, en þetta var hróp, sem þeir höfðu oft heyrt áður í leikjum og nú þutu þeir sem einn maður honum til hjálp- ar. Þegar þeir komu fram í forstofuna sáu þeir Nonna, þar sem hann hékk á bakinu á ókunnugum manni í rauðri skikkju, en á gólfinu lá poki, sem úr höfðu oltið nokkrir skínandi hlutir. „Fljótir haldið honum,“ hrópaði Nonni. í sömu andránni komu Sigurður og Guð- jón fram og litlu seinna Guðmundur. Var maðurinn þá fljótlega yfirbugaður og Guð- mundur tók upp pokann og aðgætti hvað í honum var. „Myndirnar þínar Sigurður og allir silf- urmunirnir. Ég held að best sé að ná í lög- regluna.“ „Já, svona piltar eru bezt geymdir hjá henni,“ samsinnti Sigurður. Á eftir þegar allt var orðið rólegt aftur hófst handbrúðusýningin á ný og síðan út- hlutaði jólasveinninn gjöfum handa öllum. Að lokum þegar tími var kominn til að halda heim, hélt Sigurður smáræðu og þakk- aði Nonna fyrir, hvað hann hafði gert. „Maðurinn ætlaði að notfæra sér jóla- fagnaðinn hér og hélt, að hann gæti slopp- ið óáreittur með því að leika jólasveininn, en til allrar hamingju er Nonni ylfingur og tekur því vel eftir, svo að maðurinn náð- ist. Við skulum hrópa þrefalt húrra fyrir Nonna.“ Var síðan hrópað svo hátt, að undir tók 42 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.