Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 31

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 31
Ég átti einu sinni nokkra teninga úr tré. Þeir voru allir eins í laginu, en þar sem mig langaði til að geta greint þá í sundur, ákvað ég að mála þá. Ég hafði þó ekki nema tvo liti, rauðan og grænan. Þegar ég fór að at- huga málið betur sá ég, að með því að mála hvern flötin annað hvort rauðan eða græn- an, gat ég rnálað alla teningana þannig, að engir tveir voru eins. Hversu margir voru þeir? Um daginn átti ég leið fram lijá Skáta- búðinni. Rakst ég þá á rnann, sem var að koma út. „Heyrðu,“ sagði hann, „það eru tveir Hafnfirðingar þarna inni og annar þeirra er faðir dóttur hins.“ Þetta var rétt. Hvernig gat staðið á því? A, B, C og D gengu eitt sinn undir próf. Þegar þeir komu út spurði einhver þá hvernig þeim hafði gengið. A sagði „C var efstur. B annar.“ B sagði „C var annar og D var þriðji. C sagði „D var lægstur. A var annar.“ Hver þessara þriggja konr með 2 fullyrð- ingar, en aðeins önnur var rétt hjá hverj- um. Hvernig var röðin í prófinu. Að lokum er hér svo lag sem þið skuluð athuga vel og skrifa og segja okkur að hvaða niðurstöðu þið hafið komizt um það. Blá- stakkar hafa ákveðið að veita þeim smá verðlaun (skeiðahníf), sem kemur með rétta lausn. Utanáskriftin er Jólafundurinn, Skáta- blaðið, Pósthólf 831, Rvík. +—■>—— -------—— ----—------* Farsælt nýtt ár! ELECTRIC H.F. TÚNGÖTU 6 - REYKJAVÍK GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! Vélsmiðjan Héðinn k.f. SKÁTABLAÐIÐ 47

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.