Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 32

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 32
BORGARVÍKURMÓTIÐ Skátamótið í Borgarvík átti sér ekki lang- an aðdraganda. Laugardagskvöld eitt í júlí var stungið upp á að halda mót austur við Úlfljótsvatn og næsta dag var fengið leyfi Skátafélags Reykjavíkur til að halda mótið á vegum þess. Talað var við framkvæmda- stjóra B. í. S. og sagði hann, að seinast í júlí kæmu franskir til landsins og var því mótstíminn valinn með tilliti til þátttöku þeirra. Undirbúningur mótsins hófst þegar í stað. Félögum út um land var boðin þátt- taka, mótsstaður valinn, áætlanir gerðar o.s.frv. Mótsstjóri var skipaður Bergur Jóns- son S. F. R., tjaldbúðarstjóri Flenry Þór Henrysson S. F. R., gjaldkeri Guðmundur V. Ingvarsson S. F. H., en Einar Strand S. F. R., annaðist allan undirbúning mótsins í Reykjavík. Gert var ráð fyrir, að milli 50 —60 skátar tækju þátt í rnótinu, en er allir þátttakendur voru kornnir á mótsstað, kom í ljós, að þeir voru 78. Laugardaginn 1. ágúst sagði mótsstjóri mótið sett með nokkrum orðum, en að því loknu var mótsfáninn dreginn að hún. Fána þennan hafði félagsforingi S. F. R. gert. Því næst var varðeldur. Björgvin Magnús- son skólastjóri Skátaskólans stjórnaði hon- um og náði að vanda ágætri „stemningu“. Varðeldinum var slitið um kl. 11, en þá var gengið til náða. Um kl. 8 næsta morgun var fótaferð. Loft var þá orðið þungbúið, og er líða tók á daginn gekk á með skúrum og þokusudda. Fyrir hádegi átti að skoða nýju Sogsvirkjunina, en Frakkarnir höfðu þá skoðað hana daginn áður. Varð því úr, að þeim var sýnd gamla stöðin að I.jósa- fossi, á meðan hinir skoðuðu írafossstöðina. Eftir hádegið hafði verið ráðgert að fara í gönguferð um nágrennið, en veður og slærnt útsýni hamlaði. Deginum var því eytt í leiki og störf í tjaldbúðunum. Um kvöldið var varðeldur undir stjórn Björgvins Magnús- ííSíí mmsíí............... Frá skátamótinu i Borgarvik. Ljósm.: B. J. 48 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.