Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 34

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 34
Skátagátan. f sambandi við happdrætti Bís, 1952, sem efnt var til fyrir jólin í fyrra, var efnt til getraunar um það, hvar í landinu vinningar happdrættis- ins kæmu upp. A þriðja hundrað skátar tóku þátt í skátagátunni. Enginn sendi nákvæmlega rétta lausn, en dregið var á milli þeirra sem næst komust og hlaut Hans Jörgenson, félags- foringi á Akranesi, vinninginn, sem er silfur- hringur með skátamerki, gefinn af Franch Michelsen, úrsmíðameistara. Rétt lausn skáta- gátunnar er: Suðurland hlaut 6 vinninga, Vest- urland hlaut 1 vinning. Þ. e. í Reykjavík komu upp 5 vinningar, einn vinningur kom upp í Vestmannaeyjum (reiðhjólið) og einn vinning- anna (vasapeningarnir) kom upp á ísafirði. Erlend mót og boð, 1954. Skátamát i Noregi. 1. Sunnmöre Krets skátar, Alasundi, halda skátamót, dagana 29. júní til 7. júlí, 1954. Mótið verður haldið að „Sjöholt pá Sunn- möre“ og gera þeir ráð fyrir um 300 þátt- takendum. Tíu ísl. skátum á aldrinum 11 — 16 ára, ásamt einum fullornum foringja, er boðið að taka þátt í rnóti þessu. Skátar frá Akureyri ganga fyrir, þar sem Akureyri er í vinabæjar sambandi við Ala- sund. Samskonar boð hefur verið sent hin- um Norðurlöndunum. Þátttaka í mótinu er ókeypis, en þátttakendur greiði allan annan kostnað. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. febrúar 1954. Skátamót í Englandi. 2. Herofordshire County Jamboree, 7. til 21. ágúst 1954. 50 Skátar í Herefordshire bjóða einum skáta- flokki (6—8 skátum) frá íslandi þátttöku í móti, sem þeir halda að New Court, Lug- wardine. Mótið stenclur yfir frá 7.—15. ágúst. Eftir mótið eru erl. gestirnir boðnir á heimili skáta í nágrenninu í nokkra daga. Ferðir frá London á mótstað og til baka, svo og þátttaka í mótinu er ókeypis. Þátt- takendur hafi með sér tjöld og allan venju- legan útilegu útbúnað. Ymislegt verður gert til þess að skemmta þátttakendum, svo sem ferðalög o. fl. 3. Devon County fnternational Camp, 31. júlí til 21. ágúst 1954. Devon skátar bjóða ísl. skátaflokkum þátt- töku í móti, sem þeir halda fyrstu vikuna í ágúst 1954. Eftir mótið eru erl. gestirnir boðnir til dvalar á heimilum skáta i tvær næstu vikur. Lord Rowallan, skátahöfðngi Breta mun heimsækja mót þetta. Mótið verður haldið nálægt Torquay í fegursta umhverfi. Uppihald á mótinu og á heimil- um skátanna er ókeypis. Þátttakendur greiða ferðakostnað að og frá mótinu. Venjulegur útilegu útbúnaður. Einn af hverjum átta þátttakendum má vera eldri foringi. Gert er ráð fyrir þátttakendum frá 30 löndum á móti þessu. Um þátttöku til- kynnist fyrir 1. febrúar 1954. Skátamót í Sliotlandi. 4. 5th. Scottish International Patrol Jam- borette, Blair Atholl — júlí—ágúst 1954. Skoska skátabandalagið sendir ísl. skát- um boð um þátttöku í alþjóða flokkamóti, sein haldið verður að Blair Atholl dagana 21.—30. júlí 1954. Einnig er ísl. skátunum boðið að dvelja á heimilum skoskra skáta í 10 daga eftir mótið. 24 skátum frá íslandi SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.