Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 5

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 5
1.—4. TBL., XXV. ÁRG. 1959 RITSTJOR1 : INGOLFUR örn blöndal tii ókáta Ð vera skáti þýðir það, að vér viljum vanda líf vort og vinna gegn öflum, sem spilla hinu daglega lífi manna. Vér lifum í heimi, þar sem skortur ríkir, ótti, vanþekking, tor- tryggni og fordómar. Tilgangur skátastarfsins er að gera menn að góðum borgurum. Eins og kær- leikurinn á rætur sínar í hjarta mannsins, þannig verður góður borgari að líta í sinn eiginn barm. Vér verðum að leitast við að opna augu hinna ungu fyrir þörfum félagslífsins og skyldum hvers manns, að leggja fram krafta sína í gagnlegum störfum í þjónustu ann- arra. Með fjölbreyttum félagsstörfum verðum vér að þjálfa forystuhæfileika hinna ungu, auka sjálfstraust þeirra og skapa hjá þeim heilbrigða dómgreind og glöggskyggni. Þegar vér hugsum um alþjóðlegt sam- D. C. SPRY. starf, skulum vér hafa í huga orð B.-P. „Horfið vítt yfir“. Vér verðum að vekja áliuga hinna ungu fyrir umheiminum, ekki aðeins með því að læra nöfn á landabréf- um, heldur með því, að þeir öðlist þekk- ingu á þjóðunum sjálfum, lífsháttum þeirra og menningu. Vér, sem erum skátar, skulum með Guðs hjálp vinna að því, að sigrast á þeiin öfl- um, sem hindra heilbrigða þróun lífsins í dag. D. C. Spry. Forstjóri alþjóðaskrifstofu skáta. SKÁTABLAÐIÐ LANOSBÖKASAFN 1 227267 ÍSLANQS

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.