Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Qupperneq 6

Skátablaðið - 01.01.1959, Qupperneq 6
SMÁSAGA EFTIR H. J. WAY EGAR upp stytti eftir skúrinu, hljóp Pétur sem fætur toguðu, lieiman frá sér niður Suður- götu og í einum spretti íyrir hornið á Vonarstræti. Þegar stytti upp hljóp Simmi af stað nið- ur Vonarstræti og fyrir hornið á Suður- götu beint í flasið á Pétri. Svo var asinn og hraðinn mikill að árekstri varð ekki af- stvrt. Hver ásakaði nú hinn, en brátt komu þeir þó auga á hina broslegu hlið málsins og skellihlógu. „Heyrðu," sagði Pétur síðan. „Ég ætl- aði einmitt til þín, til að segja þér að allt væri í lagi með ferðina á morgun.“ „Já, og ég ætlaði til þín, til að segja þér, að það væri bezt að hætta við hana,“ segir Simmi. Pétur starir á hann. „Þú meinar það þó ekki. Sveitarforinginn segir að við get- um lagt af stað í fyrramálið. Ég hef verið að pakka dúnsænginni og hitapokanum." Simnri brosir við. „En, en —„Þú ætlar þó ekki að láta þessa smá regndropa hafa áhrif á þig?“ skýtur Pétur inn í. „Smá regn- dropa,“ segir hinn. „Þetta er búið að vera votasta vor síðan í tíð langömmu minnar og það hafa ekki komið fleiri en tólf sólar- dagar frá því í október.“ „Þeir verða orðn- ir fjórtán talsins eftir helgina,“ svarar Pét- ur. „Þú ert viss um það, já. Ertu á sérsamn- ingi við veðurstofuna?" „Nei, ég geri mín- ar veðurspár sjálfur, og það mjög vísinda- lega. Því máttu trúa.“ „Já, auðvitað,“ segir Simmi háðslega. „Eina veðurspáin, sem ég hef séð þig eiga hlut að, var þegar þú heltir úr fullu vatns- glasi í regnmæli eðlisfræðikennarans, svo hann bjóst við Nóaflóði næstu viku á eftir." „Það kemur nú málinu ekkert við — og heldur ekki gigt í gömlum kerlingum, marrandi hurðir, vælandi kettlingar eða köngulær í baðkörum. Ég er búinn að vera að læra veðurfræði, hef tekið sérprófið og það verður gott veður um helgina og hana nú.“ „Ég fæ víst að standa gegnblautur hér í alla nótt, ef ég samþykki ekki að fara. Ég gefst upp. Ég hitti þig þá í fyrramálið og mundu, að það er eins gott fyrir þig að veðurspáin rætist." ★ ★ h Sólin skein í heiði, þegar drengirnir hitt- ust aftur næsta morgunn um tíu-leytið. Pét- ur benti sigri hrósandi til himins og sagði: „Þetta er Cumulus-ský. Það boðar gott veð- ur. Ertu nú ekki ánægður yfir að hafa kom- ið?“ Simmi liikaði. „Mér er að vísu ekki um að deila við vísindamenn og spekinga, en ég hef altaf haldið að Cumulus-ský væru lura- legir og þykkir bólstrar. Þessi ský eru þunn og rytjuleg, eins og þau, sem amma í sveit- inni kallaði maríutásur og hún sagði, að boðuðu regn og rok.“ 2 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.