Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 8
þá háðslega. „Þokkalegir skátar. I>ið skul- uð bara láta þetta kort eiga sig. Þið kunn- ið sjálfsagt ekki á það.“ Og við það ók hann brott. „Þetta er falleg saga fyrir dagbókina okk- ar. Skemmtileg manntegund að tarna,“ seg- ir Pétur. „Þú færð að kynnast annarri enn skemmti- legri von bráðar. Mér segir nefnilega hug- ur um, að það sé að fara að rigna." Og vissulega hafði skýjunum fjölgað og brátt féll fyrsti dropinn. Stígurinn sem leið þeirra lá um var blautur af rigningum undanfar- andi vikna. En Pétur lét það ekki á sig fá. „Þetta er bara smá skúr,“ segir hann kæruleysislega. „Ég sá á kortinu, að það eru rústir eða tóftir frá tímuni Rómverja hér einhvers staðar." Sólin neitaði að láta meira á sér kræla og regnið varð æ þéttara svo ekki var meira rætt um smá skúrir. Svört skýin bar óðum að rir suðvestri. „Eitthvað hefur þessi ágæta veðurspá þín úr lagi gengið,“ nöldrar Simmi, er þeir klæðast regnverjunum. „Ég held að það væri ráð að líta á kortið aftur. Ó nei ekki til að gá að Rómverjarústum," segir Simmi þegar hann sér vonarneistann í augum Péturs, „heldur til þess að við förum ekki af leið í þessu líka veðri.“ Sullandi í forarpollum komu þeir nú loksins út úr skóginum og á betri veg. Litlu síðar komu þeir auga á kirkjuturn í fjarska og benti það til þess, að ekki væri langt undan til nærsta þorps. Er þeir komu fyrir næstu beygju komu þeir á krossgötu og við hann stóð símaklefi. „Lifi menningin," hrópaði Simmi og skauzt inn í þetta litla skýli áður en félaga hans hafði gefizt ráðrúm til mótmæla. Þar sem þeir voru þannig ciruggir fyrir rigning- unni ,sem streymdi niður glugga skýlisins, þá tc')ku þeir nú fram landabréfið og athug- uðu þar leiðina, sem þeir áttu fyrir hönd- um. Þá skyndilega heyrðist hvell hringing. Síminn í klefanum hringdi. Simmi hrökk svo við að hann missti blýantinn á gólfið og síðan störðu þeir agndofa á tækið. „Heyrðu — eigum við ekki að anza,“ stundi Simmi, er síminn tók að hringja í annað sinn. „Hann bítur þó ekki.“ Pétur hikaði, en tcSk síðan upp tólið og sagði. „Halló.“ „Já, halló. Er þetta Jói?“ Þetta var djúp, hranaleg karlmannsrödd. „Heyrðu, ég er búinn að kippa þessu í lag. Við getum los- áð okkur við dótið, eins og ég sagði þér. Ég verð kominn til þín eftir tíu mínút- ur ...“ „Ég...,“ stamaði Pétur vandræðalega. „Þetta hlýtur að vera einhver misskilning- ur. Ég...“ „Ha .. .,“ sagði röddin, sem skyndilega varð mjög áköf. „Er þetta ekki Jói?‘ og síð- an eftir nokkra þögn: „Afsakið, skakkt númer.“ Það var lagt á og um leið heyrðu þeir bifreið nálgast og stanza fyrir utan klef- ann. Er þeir rýndu út í rigninguna, sáu þeir að þetta var stór vörubifreið. Hurðin að símaklefanum var rifin upp og þá sáu þeir að komumaður var enginn annar en bílstjórinn, sem þeir höfðu reynt að segja til vegar fyrr um daginn. „Eruð þið búnir að kaupa þennan sím- klefa? Ég hef ekki tíma til að bíða leng- ur,“ segir hann ruddalega. 4 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.