Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 9
„Við heyrðum nú hvenær þú komst,“ svaraði þá Simmi rólega. „Ég átti von á símtali hér, en er of seinn, bara af því að þið, þessir skátar gátuð ekki sagt mér rétt til vegar.“ Simrni var agndofa yfir hversu lyginn og liranalegur þessi maður var, en Pétur var fljótur að átti sig og svaraði: „Ég tók við símtali til einhvers Jóa. Var það símtalið til þín?“ Maðurinn varð hálfu hörkulegri í framan en áður og greip um úlnliðinn á Pétri. „Jæja, skátadrengir. Þið eruð svo sem að hnýsast í það, sem ykkur kemur ekki við. Hvað var sagt í símann?" „O, það var svo sem ekki neitt,“ svaraði Pétur sakleysislega. „Þegar hann heyrði að það var ekki Jói, þá sagði hann: „Afsakið, skakkt númer,“ og lagði á.“ Maðurinn hik- aði eins og hann vissi ekki, hvort hann ætti að trúa Pétri--------en þá til ailrar ham- ingju tók sírninn að hringja enn á ný. „Komdu Simmi, við verðum að halda áfram.“ Og þeir létu á sig bakpokana og tóku stefnu á kirkjuturninn og þorpið. Simmi vildi fá Pétur til að taka ákvörðun um, hvort þeir ættu að halda áfrarn eða taka næsta strætisvagn heim, en Pétur var djúpt hugsandi og svaraði ekki einu sinni. Það var ekki fyrr en þeir heyrðu vörubif- reiðina aka aftur af stað að baki þeirra, þá staðnæmdist Pétur og horfði á eftir lienni, þar sem hún hvarf út í rigninguna. Þá sneri hann sér að félaga sínum. „Simmi,“ sagði hann, rétt eins og rign- ingin væri ekki til. „Mér fellur þetta ekki allt saman. Þú veizt þetta með vörubíl- stjórann." „Heyrðu mig nú. Hvað mikið blautari ætlar þú eiginlega að verða. Ég, svona fyr- ir mitt leyti, er orðinn nógu blautur.“ Þó var Simmi enn meira hissa þegar Pétur sneri við og tók að ganga aftur í áttina að símaklefanum. „Ég ætla að liringja í lög- regluna," sagði hann svo. „Vertu nú ekki að láta líta út fyrir að þú sért vitlausari en þú ert,“ segir Simmi, undr- andi á tiltektum Péturs. Pétur brosti. „Ef til vill er þetta vit- leysa, já. En það var eitthvaö í fari bíl- stjórans, sem vekur grun minn. Sagðist vera að flýta sér, viltist en vildi svo ekki bíða meðan við litum á kortið, kemur svo of seint í símaklefann meðan við erurn búnir að fara sörnu vegalengd fótgangandi. Og ,,Sveitarforingi, hérna eru tveir nýir, sern gjarnan vilja ganga i sveitina svo símtalið. „Að geta losnað við dótið,“ og hvað röddin var einkennileg þegar hann heyrði, að ég hefði svarað í símann. Það var eins og hann ætlaði að snúa mig úr háls- liðnum.“ „Mér finnst þetta nú sarnt ósköp léleg rök,“ segir Simmi. Þú hefur ekki einu sinni númerið á bílnum, er það?“ „Hvað hcldurðu að ég sé?“ Og kom þá í ljós, að Pétur liafði sett á sig einkennisnúmer bíls- ins. Litlu síðar var Iitli leynilögreglumaður- inn aftur í símaklefanum og Simmi heyrði hann biðja um lögreglustöðina. Lögreglu- stöðin í Southester var sennilega næst. Eft- ir nokkrar mínútur sá hann Pétur láta frá sér tólið og korna þjótandi út úr klefanum, þangað þar sem hann hímdi undir tré og reyndi að skýla sér fyrir regninu. Pétur virtist vera að springa af æsingi. „Hvað heldurðu að þeir hafi sagt, maður. Grunur minn var þá réttur eftir allt sam- an. Lögregluforinginn á Southester-stöð- SKATABLAÐIÐ 5

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.