Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Page 10

Skátablaðið - 01.01.1959, Page 10
inni var alveg óður og uppvægur þegar ég sagði honum númerið á bílnum. Það er ver- ið að leita um allt héraðið að bíl, sem heí- ur þetta númer og álitið er að í honum séu munir sem stolið hefur verið af sýn- ingu og ...“ Simmi tók. fram í fyrir Pétri og var nú orðinn áhugasamur líka. „Einkennilegt að láta bílstjóra aka slíku hlassi án þess að verðir séu sendir með.“ „Já, það skyldi ég líka hafa haldið. En það voru víst tveir menn sendir með Jóa. Síðan stoppuðu þeir eiuhvers staðar á leið- inni til þess að fá sér matarbita, og þá not- aði Jói tækifærið til að stinga af með góssið. „Simmi, ég hugsa að símtalið, sem við heyrðum hafi verið til að ákveða stað, þar sem Jói liefur átt að „losa sig við dótið“, ef til vill í aðra bifreið. Ég ætla eftir Jóa, veginn sem við sáum lrann aka. Þú getur beðið hér eftir lögreglubílnum sem er að koma og sagt þeim að koma á eftir.“ Simmi ætlaði að fara að mótmæla en Pét- ur var þegar lagður af stað og var ekki við- mælandi. „Ekki sem verst,“ sagði Simmi við sjálf- an sig.“ „Ég ætla ekki að bíða í rigning- unni,“ og lagði af stað til símaklefans. Það hefur verið um tíu mínútum síðar að lög- reglubíllinn frá Southester kom að vega- mótunum. Simmi liljóp út til lögregluþjónanna og samtímis var ekið af stað á eftir Pétri. Þeir höfðu brátt ekið hálfa mílu og Simmi fór að verða óttasleginn, Jjví að Pétur gat ekki hafa komizt mikið lengra á þessum stutta tíma. Þá hélt hann sig sjá eitthvað og bað lögregluþjóninn að stoppa. „Við megum engan tíma missa,“ sagði hann tregur, en gat þó ekki neitað Simma um að stanza. Þeir óku nú hægt til baka og komu auga á ný hjólför er lágu inn í skógarþykknið. „En þetta er aðeins stígur,“ mótmælti lögregluþjónninn. En þá sá hann það sem skátinn hafði séð, að hjólförin voru ný og eftir stóra hjólbarða. Það var auðséð að vörubifreið hafði verið ekið jiarna inn í skóginn. Lögreglan yfirgaf nú bílinn og lagði af stað ásamt Simma eftir jiröngum og forar- blautum stígnum. Simmi sem áður hafði verið tregur til ferðar var nú fremstur í flokki og skeytti engu um regndropana sem í sífellu drupu niður úr trjálaufinu og runnu niður hálsinn á honum. Ef til vill var hann of blautur til að hugsa nokkuð tim það. Eftir nokkra göngu komu þeir auga á skugga inn milli trjánna, er reyndist við nánari athugun vera vörubíll. Þeir nálg- uðust hann varlega, ef einhver skyldi vera í felum. Þetta var bíllinn, er Jói hafði ekið. Þegar þeir höfðu gengið úr skugga um að enginn væri nærri og þóttust vissir um að bíllinn væri tómur og yfirgefinn, þá komu hin áthugulu augu Simrna skyndilega auga á ólögulega hrúgu, er lá í myrkrinu á palli bílsins. Um leið heyrðist veik stuna. Lög- regluþjónn bar brátt mann, niður af pall- inum, sem hafði verið þar rammlega bund- inn og keflaður. Það var Pétur. „Úff, þakka ykkur fyrir kærlega," sagði hann þegar hann var búinn að jafna sig svolítið. „Ég hélt að ég myndi verða að liggja þarna á bílpallinum í alla nótt.“ „Þakkaðu félaga þínum, hann kom auga á hjólförin, þegar við ókum fram hjá. Jæja hvað skeði?" Pétur skýrði frá því á leiðinni til lög- reglubílsins. „Jói hitti einn af félögum sínum á veg- inum ekki langt frá, þar sem þessi stígur liggur frá aðalveginum. Þeir fluttu stolnu munina — mér sýndust það vera málverk — í annan vörubíl. Ég kom einmitt að þeim 6 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.