Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 11
er þeir voru önnum kafnir. Ég reyndi að komast nær þeim með því að skríða eí’tir skurðinum sem liggur meðfram veginum. Þá komu þeir auga á mig og náðu mér. Þeir kefluðu mig og bundu aftan á bíf Jóa, og óku honum síðan hérna út í skóginn og skyfdu mig þar eftir.“ „Og liin vörubifreiðin?" „Ég náði númerinu á henni,“ sagði Pét- ur og veiddi bréfmiða upp úr vasa sínum. Lögregiuþjónninn kinkaði koiii í viður- kenningarskyni og fór þegar að lögreglu- bílnum og sendi upplýsingar í gegnum tal- stöðina til aðalstöðvarinnar. Hann fékk strax þær fyrirskipanir, að skilja eftir mann við vörubílinn í skógin- um og halda síðan áfram leitinni að hinum bílnum. „Getum við sett ykkur strákana af ein- hvers staðar á leiðinni? Þið lítið sannarlega út fyrir að þurfa bað og þurr föt.“ „Já, við járnbrautarstöðina," sagði Simmi vesældarlega." „Nei þökk fyrir kærlega," greip þá Pétur fram í fyrir honum, „við er- um í 1. flokks prófsferð og verðum að fara hana gangandi." Lögregluþjónarnir hlógu dátt. „Þið verð- ið að láta okkur hafa nöfnin ykkar og heim- ilisföng og gefa seinna skýrslu á lögreglu- stöðinni. En ég held að þið hefðuð betra af að koma í bílnum með okkur. Mér sýn- ist að félaga þinn muni ekkert hafa á móti því,“ sagði lögregluþjónninn og horfði á Simma. Seinna, er þeir voru kallaðir til lög- reglustöðvarinnar í gegnum talstöðina, heyrðu þeir meira af þjófnaðinum. Lista- verkin voru eign Ferguson lávarðar og hafði átt að flytja þau á sýningu í öðru héraði. Vörubílstjórinn, Jói og félagar hans höfðu ráðgert að láta listaverkin hverfa á leiðinni og ekkert átti að finnast annað en tóm, yfirgefin vörubifreið úti í miðj- um skógi. Nú var tilkynnt í gegnum tal- stöð lögreglustöðvarinnar að önnur lög- reglubifreið hefði fundið vörubifreiðina með listaverkunum og að þjófarnir hefðu verið handteknir. Skömmu síðar var Ferguson lávarður sjálfur kominn á lögreglustöðina til að þakka skátunum. „Þið verðið undir eins að koma með mér heim og segja mér söguna frá upphafi," sagði hann ákafur. Pétur varð fyrir svörum. „Við þökkum kærlega fyrir, en við erum á 1. flokks prófs- ferð og náum ekki prófinu ef vlð tjöldum ekki i nótt, svo að við verðum að aiþakka gott boð.“ „Ég skil, en þið komið með mér samt sem áður, og verðið hjá mér, þar til fötin ykkar eru orðin þurr. Síðan skal ég sjá um að þið getið haldið áfram ferðinni. Farið þið nú ekki að mótmæla. Ég var sjálfur skáti og þekki þetta allt saman." Ekki dugði að mótmæla, og Ferguson lávarður hafði sitt fram. Þeir tjölduðu um kvöldið á friðsælum stað og héldu áfram ferðinni morguninn eftir í rigningu, og skiluðu dagbók um ferðina til sveitarfor- ingjans er þeir komu lieim. Sveitarforing- inn lýsti því yfir, að þetta væri merkilegasta dagbók, sem hann nokkru sinni hefði feng- ið frá skátum sínum. .. Þeir Pétur og Simmi náðu báðir 1. flokks prófinu og báðir hafa þeir nú sérpróf í veðurfræði. SKRtTLA Bytta í leigubíl: „Viltu aka nxutíu sinnum í kringum þessa húsaröð, bílstjóri.“ Bílstjórinn (eftir sjötíu hringi): „Nú eru tutt- ugu eftir." Byttan: „Geturðu ekki ekið eilítið hraðar? Ég er nefnilega að flýta mér.“ SKATABLAÐIÐ 7

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.