Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 12
FORINGJASIÐAN Láninn oii föðurlanclið L>að er fánaathöfn, á sveitarfundi eða í útilegu eða jafnvel skátaskóla. — „Skátar, hönd til kveðju“. Þú talar af alvöru við skátana þína. Þeir lieilsa. Nokkrir horfa á fánann, nökkrir á þig, nokkrir hver á ann- an. Hvaða merkingu leggja nú drengirnir þínir eða stúlkurnar í þessa athöfn? Hvað heíur þú sem foringi gert til þess að hún sé rétt skilin og að verðleikum? Færð þú ekki stundum á tilfinninguna að þeim finnist þetta allt saman tómur leikaraskap- ur og lítils virði, en þeir eldri skopist að því eftir á? Nú, vonandi er því ekki þannig alls staðar og alltaf varið, en víst er að ástæða er til að íhuga þetta. Víst er að við skátar á íslandi og þá sér- staklega foringjarnir hafa mjög vanrækt þau atriði er lúta að stíl, framkomu eða aga. í þessu sambandi er spurningin sú, hvort þú lítur á fánann sem tákn föðurlandsins. Geri þú það af fyllstu alvöru, þá mun fána- athöfnin að miklu leyti koma af sjálfu sér. Og það er lilutverk okkar að kenna skát- unum okkar að virða fánann sem slíkan. í hvert eitt sinn, er við drögum fánann að hún, breiðum hann út eða fellum hann er það föðurlandið og skyldan við það, er okkur á að standa fyrir hugskotssjónum. Við íslendingar erum einstaklingshyggju- menn. Agi og hlýðni við settar reglur eru að jafnaði ekki okkar sterka hlið. En ein- mitt þetta atriði er mjög mikilvægt. At- hafnir, svo sem fánaathöfnin er meðal, en ekki takmark, sem fellst í því að þjálfa og temja okkur sjálfum hvað rétt er, drengj- unum okkar og stúlkunum. Meiri þjálfun sem felst í fánaathöfn og öðrum slíkum, er gagnleg svo framarlega, að hún sé útfærð af alvöru og festu. Þeini tíma sem við skemmtum okkur við söng og leik, og tilfinningar ábyrgðar og alvöru eru víðs fjarri, ber okkur að setja takmörk, og staldra við til að minnast þessa atriðis. Hér á okkur að vera skátalieitið minnisstætt. Landið okkar — þakklæti yfir að eiga heimili í góðu og friðsælu landi, föður og móður, frelsi og sjálfstæði, — viljinn til að vera ávallt reiðubúinn til að gera skyldu sína við guð og ættjörð- ina. — Þetta eru atriði, sem ekki verður vísað á bug sem mærð eða óþarfa til- Einningasemi. Þetta er alvara. Og það get- ur orðið enn meiri alvara fyrr enn þig var- ir. Það er skylda þín, foringi, að kenna skátum þínum að bera virðingu fyrir fána landsins. Það er hluti af skyldu þinni við föðurlandið. Góður fcorgari Það er takmark okkar að leiða skátana til þroska og gera unga menn og konur að betri borgurum, en þeir ella liefðu orðið. Hvað vita skátarnir þínir um hvað er að vera góður borgari? Það eru allt of margir í voru nútíma 8 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.