Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 13
ELBUM Það er á öðrum stað hér í blaðinu minnzt á, að enginn félagsskapur hérlendis eigi jafnmarga skála og skátarnir. En minn- izt þess, að vandi fylgir vegsemd liverri. Hversu oft verður ykkur hugsað til þess, sem skeð getur ef upp kæmi eldur í ein- hverjum skálanna. Að slíkt hefur ekki enn átt sér stað er ef til vill góðri umgengni okkar að þakka eða forsjóninni einni sam- an, því önnur félög hafa mátt horfa upp á brunnar húsarústir, þar sem áður voru glæsilegir skálar. — Hafið því hugfast: að til sé slökkvitæki á staðnum, að það sé í lagi og þið kunnið með það að fara. að fara varlega við uppkveikju og „skvetta ekki bara steinolíunni" á eld- inn eins og víða er gert. að hengja ekki fatnað til þerris svo nærri eldinum að kviknað geti í. að henda ekki frá sér eldspýtum eða tusk- um, vætturn í eldfimum efnum. að ganga vandlega frá eldfærum þegar far- ið er frá skálunum. Skátar og þá sérstaklega foringjar, gerið ykkur ljóst hvað er i húfi. þjóðfélagi, sem ekki hafa fyrir því að mynda sér sjálfstæða skoðun um þau málefni er snerta samfélag okkar við náungann eða þjóðfélagið. Þeir hinir sömu aðhyllast skoðun pabba eða vinarins á hlutunum, hvernig þeir eigi að vera. Að hugsa sjálfstætt krefst vinnu og áreynzlu. Það er að sjálfsögðu miklu auð- veldara að hafa sömu skoðun og dagblöðin og vera laus við að þurfa að hugsa frekar um málefnin sjálfur. En það er lélegur borgari, er slíkt gerir. Því hver er kominn til að segja að dag- blaðið eða vinurinn hafi rétt fyrir sér? Hver veit nema að þú hafir heyrt eða séð málið aðeins frá einni hlið — og ef til vill lítur hin hliðin allt öðru vísi út? Þú ert ekki góður þjóðfélagsborgari nema: Að þú lítir á málið frá fleiri hlið- um. Að þú síðan myndir þér þína eigin persónulegu skoðun. Hugsaðu urn þetta á rneðan þú ert ung- ur. Láttu ekki berast með straumnum, en lærðu að meta skoðanir annarra, til þess að þú getir sjálfur myndað þér skoðun. Þá ertu þjóðfélagi okkar mikils virði. SKÁTABLAÐIÐ Útgefandi: BANDALAG ÍSLENZKRA SKÁTA Ritstjóri: INGÓLFUR ÖRN BLÖNDAL A ugljsingastjórar: EYSTEINN SIGURÐSSON HARALDUR SIGURÐSSON A byrgðarmaður: ARNBJÖRN KRISTINSSON. Utanáskrift: Pósthólf 1247, Reykjavík. Árgangurinn kostar 35 krónur. Prentsmiðjan Oddi h.f. ☆ SKÁTABLAÐIÐ 9

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.