Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 14
Hugmynd fyrir flokksherbergið. VEIZTU, að Napoleon gat ekki liðið ketti? að hin fyrrum öfluga skátahreyfing í Ungverja- landi, sem nú er bönnuð, var endurreist þá fáu daga, sem uppreisnin stóð þar 1956. að skátahreyfingin í Póllandi var endurreist, í ófullkominni mynd þó, þegar Gómúlka kom þar til valda. að mínútuvísirinn á dómkirkjunni i Reykjavik gengur um 40 km á ári? að komið hefur fram sú hugmynd, að halda mót fyrir „gamla Úlfljótsvetninga" að Úlf- ljótsvatni í sumar. ■að fi.skarnir bara sofa tvo af hverjum 24 límurn? að skátar eiga fleiri skíðaskála en nokkur önn- ur félagssamtök hérlendis. .að styrkleiki mannshjartans er aðeins einn þrjú- hundruðasti hluti hestafls — en samt megnar það að dœla 8000 lítrum blóðs um ceðarnar í öllum líkamanum hvern dag. að kominn er skriður á húsbyggingarmál skát- anna í Reykjavlk. að útgáfa nýrrar skátabókar er í bígerð. að Sigurður Ágústsson skátaforingi hefur fengið viðurkenningu fyrir skátafrímerkjasafn sitt, sent sýnt var á frímerkjasýningunni „Frimex". að lengd ársins er nákvœmlega 365 dagar, 5 klukkustundir, 8 mínútur og 48 sekúndur. að upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna hefur í kvikmyndasafni sínu ágætar skátamyndir til útlána. SKRÍTLUR Fjarhuga prófessor við ritara sinn: „Ég er að fara niður í bæ. Ef ég skyldi koma hérna í fjar- veru minni, þá biddu mig að bíða þar til ég kem aftur.“ Bréf var fyrir nokkru endursent til pósthúss- ins og hafði á það verið rituð athugasemdin: Hann er dauður. — Vegna mistaka sendi póst- húsið bréfið aftur til sama staðar og fékk það síðan jafnskjótt aftur með athugasemdinni: Hann er enn dauður. vSumarmiiminjj 10 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.