Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 15

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 15
Frá B.l.§. Nýlega hefur borizt bréf frá Ameríska kvenskátabandalaginu, þar sem það býður 2 ísl. skátastúlkum til „Our Cabana“, sem er alþjóðaskóli kvenskáta í Mexico. Tími: Júlí 1960. (Nánar ákveðið síðar). Aldur: 17—18i/í, árs. Kostnaður: Juliette Low sjóðurinn greið- ir allan ferðakostnað frá heimahöfn og til baka heim ásamt 3 vikna dvöl á „Our Ca- bana“. Vasapeninga og önnur einkaútgjöld, svo og mat og gistingu á meðan á ferðalag- inu stendur, greiðist úr eigin vasa. Einnig hefur borist bréf frá sama banda- lagi, þar sem það býður 4 íslenzkum skáta- stúlkum til Bandaríkjanna sumarið 1959. Aldur: 16—19 ára. Tími: 15. júní til 1. sept. Tilgangur: Að ferðast um og kynnast bandarískum skátastúlkum, og dvelja í skátabúðum þeirra og heimilum. Þess skal getið, að 5 önnur lönd innan Alþjóðabanda- lagsins hafa fengið sams konar boð, og munu þessar skátastúlkur dvelja saman í boði bandarísku skátastúlknanna. Kostnaður: Juliette Low sjóður banda- rísku kvenskátanna greiðir allan ferða- kostnað frá heimahöfn og til baka aftur. Ennfremur dvalarkostnað, innanlandsferð- ir í Bandaríkjunum og líftryggingu. Gest- irnir verða aðeins að sjá sér fyrir vasapen- ingum og greiða væntanlegan hótelkostn- að og fæði meðan á aðalferðum stendur. Skátastúlkur, sem hafa áhuga á þessu, mega ganga frá því vísu, að sett verða viss skil- yrði af hálfu B.Í.S. til þátttöku. Umsókn- arfrestur verður ákveðinn síðar. Fjórum kvenskátaforingjum frá hverju lancli innan Alþjóðabandalagsins er boðið að taka þátt í foringjafundi, sem haldinn verður í Finnlandi í sumar. Tími: 7. júlí til 17. júlí. Staður: Vierumaki, 155 km norðaustur af Helsingfors. Mótsgjald: 6500,00 finnsk mörk, en 3500,00 til viðbótar fyrir þá, sem óska að búa í húsi á meðan á mótinu stendur (ann- ars geta þeir sem vilja búið í tjöldum). Vikudvöl hjá finnskum skátum fyrir eða eftir mót, fyrir þá, sem þess óska. Verkefni: Umræðufundir um ýmis nauð- synleg skátamál, heimsóknir í skátatjald- búðir, heimsóknir til bæklaðra skáta og skáta á berklahælum. Varðeldar og ferða- !ög. Áhugaflokkar: 1) Æfingar í að nota átta- vita og landabréf. 2) Tjaldbúðatækni. 3) Fönclur. 4) Tónlist og leiklist. 5) Þjóðdans- ar. 6) Nýtízku finnsk leikfimi. Ferðalög: Fjórar mismunandi ferðir, sem þátttakendur geta valið um. Þar sem boð þetta liefur af einhverri vangá ekki borizt í hendur stjórnar B.Í.S. fyrr en núna fyrir fáeinum dögum, en um- sóknarfrestur finnsku skátana settur 1. apríl verður að sækja um þetta mót strax. I 1 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.