Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Qupperneq 17

Skátablaðið - 01.01.1959, Qupperneq 17
Charlotte D. Conover: Maðuríine nieð örið Teresu og Benjamín Payne þótti ein- manalegt í villiskógunum vestur frá Albany, af því að þau höfðu alizt upp í þys strand- borgarinnar New Jersey fram að þessu, en nú var Teresa, sem kölluð var Tess, tíu ára og Benjamín tólf ára. Hér var enginn skóli eða leikfélagar nær en í Coopersbæ. Þangað var —fjórtán kílómetra leið, ef farið var á Indíánabát niður eftir Otsegovatni, eða átján kílómetrar, ef ferðast var um veglaus- an skóg frá húsinu þeirra og sögunarmyll- unni við Kaldá. Jakob Horn, hollenzki um- ferðasalinn, var því aufúsugestur, þegar hann kom eftir vatninu á bátnum sínum með vörur og fréttir og skeyti frá Coopersbæ — og liann olli líka óróa, þegar hann fór með aðvörunarorð á vörum. Fjölskyldan í skóginum tók Jakob opn- um örmum og Bunker Hill bauð hann vel- kominn á sinn hátt, með gelti og þefi. Þegar Jakob var búinn að leysa frá kýrhúðarskjóð- unni sinni, völdu Payne-hjónin það, sem Jjau þurftu til heimilisins úr „búðinni" hans og hann afhenti þeim skeytið frá Cooper dómara, sem bað alla landsmenn að mæta á fundi eftir tvo daga í Coopersbæ. Og upp úr skjóðunni komu margir hlutir, sem urðu til [>ess að börnin brostu eða hrópuðu af gleði. „Það er eins og jólin séu komin!“ Brúnu augun herinar Teresu tindruðu, þegar hún fékk Ijómandi fallegan silkiborða, en Lísa litla þrýsti að sér brúðunni sinni. Benjamín stóð agndofa með veiðihníf í hendinni. Og Bunker Hill fékk nýja leðuról um gula háls- inn sinn. En aðvörunarorðin komu frá Jakob, þeg- ar Payne setti leðurpokann á borðið og taldi úr honum gullmyntina, sem hann borgaði Jakob með. Umferðasalinn hætti við að setja niður vörur sínar og fórnaði höndum af undrun yfir að sjá alla þessa peninga. „Góði vinur,“ sagði hann, „svona rnikið gull í Jressu litla húsi.“ Það var ótti í rödd- inni. „Þú ættir ekki að geyma það hérna úti í skóginum.“ „Hvar ætti ég annars staðar að hafa það, Jakob? Hér sækjast engir þjófar eftir pen- ingum. Indíánarnir taka heldur byssur og hesta.“ Jakob hristi höfuðið. „Það getur ver- ið satt um Indíánana, en vonda hermenn vantar peninga. Ég veit um Hessian-her- mann, sem flækist um og stelur hestum og peningum á stöðum eins og þessum, sem eru langt frá bæjunum.“ Tess og Benny hlustuðu með vaxandi at- hygli. Þau höfðu heyrt um þessa hermenn, sem höfðu verið leigðir til að berjast gegn landnemunum í frelsisstríðinu. Meðal þeirra voru Hessian-hermennirnir frá Þýzka- landi, sem Englendingar höfðu tekið á mála. Margir þeirra sneru aftur til Evrópu eftir stríðið, en sagt var, að einhverjir hefðu orðið eftir að stríðinu loknu og flæktust nú um í nýja landinu og lifðu á því, sem þeir gátu stolið. „Hann drap mann nálægt Albany í vik- SKATABLAÐIÐ 13

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.