Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 18

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 18
unni sem leið,“ hélt Jakob áfram og var þungbúinn á svipinn, „og ríkisstjórinn hef- ur lagt fé til höfuðs honum.“ „En það er langt héðan,“ sagði konan, eins og til liuggunar. Jakob hristi aftur höfuðið. „Þessir her- menn geta flækst víða. Hann er stór og sterkur og er með mikið ör á andlitinu. Þess vegna er hann kallaður „maðurinn með örið“.“ Jakob var enn þungur á brún- ina, þegar hann fór niður Kaldá og út á vatnið í bátnum sínum. Það var enn dimmra og drungalegra í skóginum eftir að hann var farinn. Fjöl- skyldan safnaðist saman fyrir framan eld- Hver er útkoman úr talnaskjaldbökunni? stæðið og tók að tala um fundinn, sem búið var að boða landnemana á. „Ef þetta er satt, sem Jakob segir, þá er mér illa við að skilja börnin hér eftir ein,“ sagði Payne. „Við mamma ykkar þurfum að fara á fundinn og einhver verður að vera heima til að gæta hestanna og myllunnar." , „Það er aðeins um einn dag að ræða, pabbi,“ sagði Benny, „og það getur vel ver- ið, að búið sé að taka hermanninn fastan. Við Tess erum orðin nógu gömul til að gæta hér alls.“ Þau töluðu um þetta aftur á bak og áfram, því að þessi landnemafundur var mjög mik- ilvægur fyrir hverja einustu fjölskyldu. Að lokum var það ákveðið, að foreldrarnir skyldu fara með Lísu litlu, en elztu börnin vera tvö heima. Faðir þeirra varð að hafa með sér skammbyssuna, ef til átaka kæmi við Indíána, en byssu gat hann þó skilið eftir heima. Gullið gat hann ekki haft með sér og livar var það betur geymt en undir lausa steininum í reykháfnum? Snemma um morguninn á miðvikudag liorfðu þau Tess og Benny á eftir bátnum, sem foreldrar þeirra og Lísa fóru á, unz hann hvarf sýnum þeirra. Þá héldu þau heirn með hundinn Bunker Hill á hælun- urn. Benny fór bak við húsið til þess að höggva brenni. Flundurinn var að snuðra í kringum hann, en skauzt stundum inn í skóginn á eftir kanínu eða íkorna. Teresa tók til í húsinu og undirbjó mat- inn. Hún tók byssuna, sem var á veggnum yfir eldstæðinu, og lagði hana á borðið, svo að fljótlegt yrði að grípa til hennar, ef á þyrfti að halda. Síðan settist hún hjá dyr- unum og fór að afhýða kartöflur. Hún söng fallegt kvæði og heyrði þess vegna ekki, að einhver var að koma. Það var líka gengið hægt og varlega. Skuggi féll á hönd hennar og þá leit hún upp. Stór maður stóð í dyragættinni — hann var ókunnugur. Það vantaði ekki, að hann segði vinalega: „Góðan daginn, litla stúlka," en röddin og hinn einkennilegi framburð- ur vakti vantraust og grun. Maðurinn horfði ekki á stúlkuna, heldur inn í húsið. Áður en Teresa gat nokkuð sagt eða gert, hafði hann gengið hröðum skrefum inn að borðinu og tekið byssuna, tæmdi úr henni skotin og hirti þau handa sjálfurn sér. Svo henti hann byssunni, sem nú var orðin gagnslaus, á gólfið. Síðan sagði hann: „Ég þykist vita, að pabbi þinn sé ekki heima.“ Hann brosti, en það var eins og illmannlegt glott. Aftur horfði hann í kringum sig í lier- berginu og nú leit Teresa framan í hann. Orð Jakobs Horn hljómuðu í eyrum henn- ar: „Hann er stór og sterkur og er með mikið ör á andlitinu.“ Var þetta hann? SKATABLAÐ IÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.