Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Page 19

Skátablaðið - 01.01.1959, Page 19
Hún horfði óttaslegin á örið, langt og ógeðslegt. Maðurinn með örið var kominn á varnarlaust heimili, þar sem gullpoki var falinn! Hún virti manninn fyrir sér. Hann var eins klæddur og hún hafði heyrt þessum hermönnum lýst og byssan hans var af sömu tegund og þeirra. Hessian-hermaðurinn sneri sér að henni og sagði harkalega: „Kanntu enga manna- siði? Pabbi þinn er ekki heima, er það? Teresa stóð á fætur, en var einkennilega máttlaus í hnjáliðunum. Hún reyndi af fremsta megni að hugsa um, hvað hún ætti að segja og gera. Hún varð sjálf hissa á því, sem hún sagði. „Framkoma yðar sjálfs er kynleg. Pabbi kemur bráðum. Hvað er yður á hönd- um?“ Stóri maðurinn rak upp háan hlátur og Teresa þóttist viss um, að Benny heyrði í honum. En hann var að höggva í eldinn og heyrði ekki neitt. „Ég skal strax segja þér erindi mitt. Náðu fyrst í gullið, sem hann faðir þinn hefur falið og sæktu síðan hestana.“ „Ég veit ekki um neitt gull,“ sagði Ter- esa. „Viltu kannske heldur að ég fari með þig og láti pabba þinn leysa þig út?“ sagði hann ógnandi. „Ég skal ná í hann bróður minn,“ sagði Tess skjálfandi, meira af reiði en ótta. Hún gat ekki fundið upp neitt annað ráð. „Ágætt, ég athuga minn gang á meðan.“ Hann gekk að eldstæðinu og fór stóru höndunum um reykháfinn um leið og Ter- esa skauzt út úr dyrunum. Hún vissi, að hann rnundi finna gullið, sem þau höfðu haldið, að væri vel geymt. Hún hljóp þangað, sem Benny var og Bunker Hill stökk á móti henni. Benny sá, hve hún var óttaslegin og sleppti öx- Búðu til sprelliylfiná Þú hoppar af kæti, þegar þú ert búinn að búa hann til. Reyndu hvað þú ert duglegur. Þú getur búið hann til x'ir krossviði eða bara úr pappa. Af áhöldum þarftu ekki nema hníf eða FI6.1 íF FlS.a. skæri. Klipptu eða skerðu liausinn og skrokk- inn út i einu lagi, þegar þú ert búinn að gera teikningu í þeirri stærð, sem þú hefur hugsað þér að hafa hann. Boraðu göt á axlirnar og í jakkann, eins og sýnt er á teikningunni. Klipptu handleggi og fætur út í fernu lagi. Dragðu svo spotta í allt saman, eins og sýnt er á myndinni til hægri. Mundu eftir að hnýta stóra hnúta á spottana. Þú notar einn spottann til að binda saman handleggina, annan í fæturna. Svo tek- urðu að endingu langan spotta og bindur hann fyrst í miðjuna, þar sem handleggirnir koma saman, því næst þar sem fæturnir koma saman, en lætur svo verða eftir spotta til að toga í, eins og myndin til hægri sýnir. Litaðu svo ylf- inginn með sterkum litum, og þá er hann til- búinn. inni. Hún sagði í skyndi, hvað fyrir hafði komið. og ef við ekki látum hann hafa pen- ingana og hestana, þá ætlar hann að taka mig,“ sagði hún að lokum. Hún var hrædd og augu hennar flóðu í tárum. „Hvað eig- um við að gera, Benny?“ „Ég rek hestana inn í skóg,“ flýtti Benny sér að segja. „Við látum þennan ræningja ekkert fá! Þú ferð til baka og gætir hans — taktu Bunker með þér. Hann sér um, að þorparinn snerti þig ekki. Ég ætla að finna eitthvert ráð." Tess sá hann hlaupa yfir brúna og hverfa inn í skóginn. Hún sneri aftur til hússins. skÁtablað íð 15

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.