Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 20
Bunker gekk við hliðina á henni, eins og hann vissi, að hætta væri á ferðum. Maðurinn með örið sat við borðið, þeg- ar hún kom inn. Hann var með gullið fyrir framan sig og gramsaði áfergjulega í því. „Þetta er nú meiri dýrðin," tautaði hann. Hann leit upp, þegar Teresa kom inn. „Þú sérð, að ég fann það. Nú þarftu að gefa svöngum manni mat og vera fljót að því.“ Bunker Hill hafði stanzað í gættinni og horfði á ókunnuga manninn. Hundurinn varð vígalegur. Hermaðurinn fór að tína gullið aftur í pokann og sagði: „Passaðu hundinn, stelpa!" En Teresa gegndi ekki skipunum frá fjandmanni sínum. Hún tók til brauð, ost ög kjöt og reyndi að vera róleg og fara sér hægt, svo að tími yrði nægur fyrir Benny. Svo kom hún auga á hlut, sem henni datt í hug, að hún gæti notað. „Þarna væri gott að geyma peningana,“ hugsaði hún, „ef ég bara gæti náð í þá.“ Hún ætlaði að reyna að leita færis. Hún bar á borð, en hafði áður getað hvíslað að hundinum: „Gættu hans, Bunk- er!“ Hann svaraði með því að urra og stóð eins og á verði við dyrnar. Maðurinn með örið færði sig til, svo að borðið varð milli hans og hundsins. „Hundfjandinn!“ hreytti maðurinn út úr sér. „Það er líklega bezt að skjóta hann.“ Hann lyfti byssunni. Teresa rak upp óp og hljóp til hundsins, en hann þaut fram hjá henni og læsti kjaftinum í buxnaskálm mannsins. Á sama augnabliki heyrðist öskur að utan, svo hátt, að það yfirgnæfði hljóðin í hermanninum. Annað öskur kom rétt á eftir, og svo hvert af öðru, öll hræðileg og viðbjóðsleg. Teresa og maðurinn með örið stóðu eins og steingervingar á gólfinn, af því að þau þekktu þessi liljóð — allir hvít- ir menn á þessum slóðum þekktu þau, her- ópin voðulegu, sem hinir grimmdarfullu Irokúar ráku upp. Þetta voru heróp Iro- kúanna, sem allir óttuðust, af því að þeir höfðu flegið höfuðleðrið af hvítum mönn- um og brennt heimili þeirra. Maðurinn með örið hélt á byssunni, en hún skalf í höndum hans og roða sló á örið í andliti hans. Hann læddist fram að dyrunum og hirti ekkert um hundinn, því að nú var annað, sem hann óttaðist meir, komið til skjalanna — Irokú-Indíánarnirl Teresa gat varla trúað sínum eigin eyr- um. Irokúarnir höfðu ekki verið í stríðs- ham í langan, langan tíma. Hvernig gat á þessu staðið? Hún kallaði á hundinn, sem hættur var að gæta hermannsins. Maður- in með örið hvarf út um dyrnar. En hvar var Benny bróðir hennar? Höfðu Irokúarnir — hún gat ekki hugsað til enda það, sem henni datt í hug. Það var svo hræðilegt. Aftur heyrði hún öskur Irokúanna úti í skóginum og skyndilega skaut upp minn- ingu í huga Teresu. Henni létti stórum. Auðvitað voru þetta ekki Irokúar í stríðs- ham. Öskrið kom frá Benny — hún mundi, hve lengi og vel hann hafði æft sig til að ná þessum hljóðum Indíánanna. Hann náði þeim svo vel, að einu sinni hafði hann hrætt móður sína með þeim og þá hafði honum verið bannað að gera þetta oftar. Það var Benny, sem hafði rekið upp her- óp eins og Indíáni úti í skóginum. En nú kom til kasta Teresu! Hún tók gullpeningana og faldi þá í sýrópskvartili, sem stóð á búrgólfinu. Þeir sukku niður í sýrópið og voru þar vel geymdir. Hún setti hlemm yfir kvartilið, kallaði á hund- inn og hljóp út. Þetta hafði tekið mjög stuttan tíma. 16 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.