Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 21

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 21
Við hornið á húsinu stóð maðurinn með örið og sneri baki að henni. Hann var með byssuna tilbúna og skimaði í kringum sig. Tess og hundurinn hlupu þögul í öfuga átt út í skóginn. Þau földu sig undir tré- brúnni, sem var yfir ána. Stuttu síðar kom Kenny þangað líka. Tess breiddi pilsið sitt yfir hundinn. Það var ekki Iiægt að sjá þau að ofan. En ef maðurinn með örið kæmi undir brúna, þá væri úti um þau! Þeim fannst þau vera búinn að vera þarna óralangan tíma, þegar þau heyrðu fótatak nálgast brúna. Maðurinn með ör- ið hrópaði: „Börn!“ Hann hafði uppgötv- að hrekkinn. En börnin og hundurinn bærðu ekki á sér. Þau þorðu varla að draga andann. En svo fjarlægðist fótatakið aftur og maður- inn fór inn í skóginn. „Hestarnir?“ hvíslaði Tess. „Þeir eru vel geymdir, hann finnur þá ekki,“ sagði Benny. Nokkrum mínútum síðar gekk maður- inn með örið þungum skrefum yfir brúna. Tess reyndi að skjálfa ekki. Áin niðaði við fætur hennar, eins og hún vildi hughreysta hana. Hundurinn var stundum vanur að gelta að rennandi vatni. Ef hann tæki upp á að gelta núna, þá væri úti um þau. En hann bærði ekki á sér, eins og hann vissi, hve mikið var í húfi. Maðurinn gekk oft yfir brúna, hve oft það var, vissu þau ekki, né hve lengi þau voru í felum, en að lokum varð allt svo kyrrt, að Tess áræddi að rétta úr sér. Hún var orðin svo stirð í hnjánum og leið illa í öxlunum. En þegar hún hreyfði sig, þrýsti hundurinn sér að henni, eins og til að minna á, að hún yrði að vera alveg kyrr. Hún sá, að hann vissi af einhverri hættu, sem hún kom ekki auga á eða heyrði. tlann sperrti eyrun og teygði höfuðið fram í áttina til vatnsins. Nú heyrði Tess líka hljóðið, það var áraglamur! Indíánabátur kom upp eftir ánni. „Sjáðu, Tess! Sjáðu!“ sagði Benny. Rödd hans titraði. „Indíánar! Núna eru það í raun og veru Indíánar!“ „Irokúar?“ hvíslaði Tess svo lágt, að varla heyrðist. Tveir Indíánar reru bátnum og þau sáu á búningi þeirra og því, hvernig höfuð þeirra voru rökuð, svartur hártoppur með fjöður í, á hvirflinum, að þetta voru Iro- kúa-hermenn. Tess og Benny þrýstu sér hvort að öðru. Nú voru Indíánarnir komnir til þess að hirða það, sem þeir kærðu sig um. Þeir vissu, að landnemarnir voru á fundi í Coopersbæ. Þau sáu, að Irokúarnir bundu bátinn við tré, skammt fyrir neðan brúna. Þeir skriðu upp frá árbakkanum, báðir með stríðsöxi Indíána í hendi, og hurfu yfir leitið. Börnin vissu aldrei nákvæmlega, hvað næst gerðist, en skyndilega heyrðu þau skot og að menn voru á hlaupum. Indíán- arnir komu fljótt aftur. En nú voru þeir ekki einir. Þeir héldu manninum með ör- ið á milli sín. Hann reyndi árangurslaust að sleppa frá Jreim. Það var óskaplegur hávaði í þeim. Þeir drösluðu manninum út í bátinn og bundu hann á höndum og fótum. Síðan reru þeir niður eftir ánni. Börnin voru svo undrandi yfir þessum aðförum, að þau gátu hvorki hrært legg né lið. Hundurinn varð fyrstur til að hreyfa sig. Hann skreið undan pilsi Tess, hristi sig og teygði. Hann horfði á Tess og gapti og það var eins og hann vildi segja: „Þá er þessi hættan liðin hjá.“ „Þetta var stórkostlegt" sagði Benny. „Sástu það, sem ég sá?“ Tess var enn rugluð. „Ég er ekki viss um það,“ hvíslaði hún. SKÁTABLAÐIÐ 17

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.