Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Síða 22

Skátablaðið - 01.01.1959, Síða 22
LADY BADEN-POWELL SJÖTUG Alheimsforingi kvenskáta, Lady Olave Baden-Powell, varð 70 ára 22. febrúar s. 1. íslenzkum skátum er ennþá í fersku minni heimsókn hennar til íslands árið 1956. Sú heimsókn vakti óblandna ánægju allra, sem hlut áttu að máli, og íslenzkir skátar munu um árabil búa að þeim góðu áhrifum, sem þeir urðu fyrir, við það að kynnast henni. Lady Baden-Powell hefur alla tíð, frá því að hún kynntist skátastarfinu, dáð það og elskað, og séð í því möguleika til aukins göfgi og þroska, þeim til handa, sem vilja fylkja sér undir merki þess. Hún er óþreytandi í áhuga sínum fyrir málefnum skátanna, og telur ekki eftir sér neitt erfiði, ef hún getur ljáð þeim lið, hvar og hvenær sem er. Svo er um alla þá, sem eru liugsjóna- menn og sjá lengra en daginn í dag. Hún heldur ótrauð áfram í spor manns síns, stofnanda skátahreyfingarinnar. Talar hvatningarorð til skátaforingja, leiðbeinir þeim ungu og örfar þá til enn meira starfs, leggur áherzlu á, að skátaheitið og skáta- lögin séu grundvöllurinn fyrir öllu skáta- starfi, að skátaleikur barnsins verði tóm- stundastarf æskumannsins, en þroskist upp í það að verða lífsskoðun hins fullorðna skáta. „Eit, ?inn skáti. Alltaf skáti.“ Því hvaða gagn e. í skátahugsjóninni, ef hún á aðeins að vera stundargaman? íslenzkir skátar, stúlkur og piltar, senda alheimsfor- ingjanum hugheilar árnaðaróskir á þess- um tímamótum. Þeir þakka henni öll hin ómetanlegu störf, sem hún hefur unnið í þágu skátahreyfingarinnar, og biðja Guð að blessa hana nú og æfinlega. H. T. Hættan var liðin hjá. Börnin stóðu upp og teygðu úr sér, eins og hundurinn hafði gert. Þegar þau komu aftur til hússins, sáu þau, að ekkert hafði verið tekið, nema maturinn. Tess flýtti sér fram í búrið, til þess að gá að því, hvort gullið væri enn í sýrópinu. Það var þar óhreyft. Þegar foreldrarnir komu heim um kvöld- ið með Lísu litlu, var það ekki lítil saga, sem börnin gátu sagt þeim. Það var eins og í skáldsögu! En eitt var það, sem Teresa skildi ekki. „Hvernig vissu Indíánarnir, að maður- in var hérna og til hvers voru þeir að taka hann?“ spurði hún. „Þú heyrðir að Jakob sagði, að fé væri lagt til höfuðs honum,“ sagði faðir henn- ar. „Indíánarnir hafa vitað það og ætlað að vinna til launanna.“ Hann hafði á réttu að standa. Nokkrum dögum seinna barst sú fregn til landnem- anna við Kaldá, að tveir Indíánar hefðu komið með hermanninn til Albany og fengið að launum peninga, byssur og hesta. Það var engin hætta á því lengur, að mað- urinn með örið mundi framar hræða land- nemana. 18 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.