Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 24

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 24
MOMMUDRENGUR“ 99 Þegar drengirnir nálguðust íþróttavöll- inn, konru þeir auga á Pétur, sem þexr kölluðu „mömmudreng“, sem var á heim- leið úr skólanum. „Sjáið þið, þarna kemur mömmudrengurinn,“ kallaði Eiríkur til hinna strákanna, „við skulum stríða hon- um svolítið. „Viltu koma í fótbolta með okkur, Pétur?“ Pétur, sem vissi, að þeir voru bara að gera grín að honum, sagði feimnislega, „nei, þakka þér fyrir, ég á enga fótboltaskó,“ og hélt áfram heim á leið. — „Já, það er líka bezt fyrir þig að fara heim til mömmu,“ kallaði Eiríkur háðslega á eftir honum, um leið og hann smeygði sér í gegnum hliðið á íþróttavell- inum. „Svona vesældar strákar eru til skammar fyrir bekkinn,“ sagði Eiríkur. „Strákar, sem ekki taka þátt í neinum íþróttum eða leikjum, og hanga yfir bókum alla daga.“ Hinir strákarnir voru alveg á sama máli, því Eiríkur var þeixra elztur, og strákarn- ir litu upp til hans, og álitu að hann hefði alltaf á réttu að standa. Þegar Pétur kom heim, gat hann ekki fengið sig til að fara inn. Mamma hans, sem var ekkja, og varð að vinna á skrif- Stofu til að vinna fyrir sér og drengnum, var ekki komin heim. Pétur settist því niður á bakdyratröppurnar, þar sat hann vanalega, ef illa lá á honum og hann vildi vera einn. Hann barðist við grátinn, sem ætlaði að yfirbuga hann, og fór svo að íhuga, að það hefði líklega verið skakkt af sér að reyna ekki að samlagast þessum stóru og sterku strákum í bekknum, þeim Eiríki og Jóni. Pétur hafði flutzt til borg- arinnar með móður sinni, þegar faðir hans dó fyrir ári síðan. En þau voru fátæk og hann varð að gæta þess að fara vel með fötin sín, og önnur föt til að vera í í fót- bolta hafði hann ekki, og svo geðjaðist honum ekki að þessum strákum, fannst þeir ruddalegir og leiðinlegir. „Mömmudreng" kölluðu þeir hann, af því að hann varð að fara vel með fötin sín, en það gátu þeir ekki skilið. En þeir kölluðu Kalla óg Sigga það líka, af því að þeir vildu ekki láta þá kúga sig. En ætli þetta sé ekki bara öfund hugsaði Pétur með sér, því bæði hann, Kalli og Siggi, stóðu sig mikið betur í skólanum en hinir. Þegar Pétur fór að ró- ast, hugsaði hann með sér, að bezt væri að fara niður á bókasafn og fá lánaða góða bók til að lesa um kvöldið, og vera ekkert að hugsa um þessa leiðinlegu stráka. Það var farið að dimma, þegar Pétur kom aftur heim með bókina, senr hann hafði fengið lánaða. Hann flýtti sér að ljúka við að lesa það, sem hann átti að hafa undir skólann næsta dag, svo að hann gæti í næði lesið bókina um kvöldið. Tím- inn leið fljótt og áður en varði var mamma hans komin heim, og tók strax til við að undirbúa matinn handa þeim. Pétur sagðist hafa verið úti og vildi sem minnst tala um það, sem fyrir hafði komið milli hans og strákanna. Þegar þau höfðu í sameiningu þvegið upp eftir matinn, sett- ist mamma hans við að stoppa í sokka, og Pétur fór að líta í bókina, sem hann hafði fengið að láni. En þegar hann fór að skoða hana, sá hann, að það var allt önn- ur bók en hann hafði ætlað að fá. Það átti að vera spennandi indíánasaga eftir Roberts, en var bók, sem hét „Hreindýra- flokkurinn" og var um skáta. Nxi mundi hann eftir því, að þessi bók hafði staðið 20 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.