Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Side 25

Skátablaðið - 01.01.1959, Side 25
í hillunni við hliðina á þeirri, sem liann ætlaði að fá, og hugsaði með sér, að hann gæti skipt á henni aftur á morgun og fengið þá, sem hann upphaflega hafði haft augastað á. En þar sem hann hafði ekkert annað að gera, fór hann að blaða í þess- ari skátabók. En hvað skeður, bókin er þá svo spennandi, og skemmtileg að áður en varir er hann búinn að lesa hana hálfa. Hann las um spennandi útilegur í tjöld- um, flaggamál, ferðir til útlanda á skáta- mót og um skemmtilegar stundir við varð- eldinn. Og það bezta af öllu, sem hann las þar, var um góðan félagsskap, þar sem þeir duglegu hjálpuðu þeim, sem minni- máttar voru, en stríddu þeim ekki og ertu, þó að þeir væru ekki eins duglegir. Hann hafði ekki lesið lengi í bókinni, þegar hann ákvað, að hann skildi verða skáti. En hvar og hvernig átti hann að fá peninga til að kaupa fyrir skátabúning? Nei — það yrði víst ekki hægt ... „Stynur þú,“ spurði mamma hans og leit upp frá saumaskapnum, „er það eitthvað, sem amar að þér?“ „Nei, ekki beint,“ svaraði Pétur og lét sem ekkert væri. „Mér skilst nú samt, að það sé eitthvað," sagði mamma hans, segðu mér, hvað það er, Pétur minn, ef til vill get ég hjálpað þér.“ „Ef það væri mögulegt, þá langar mig til að verða skáti,“ sagði Pétur. „Ég get sjálfur unnið mér inn peninga til að borga kostnaðinn við útilegurnar. Hvað segir þú um það? Er þetta mögulegt, höfum við ráð á því?“ „Ráð og ekki ráð,“ sagði mamma hans. „Þú þarft að fá skátabúning og ýmislegan annan útbúnað. Og ef þú svo kemst að raun um, að skátafélagsskapurinn er nú ekki við þitt hæfi, hvað þá með allan tilkostn- aðinn,“ spurði mamma hans? „Er það einhver sérstök deild, sem þú hefur augastað á?“ „Skátabúninginn og annað tilheyrandi þarf ég ekki að kaupa strax. Fyrst'þarf ég að standast ýmis próf og það tekur minnst þrjá mánuði, hefur Kalli sagt mér. Það er hans deild, sem mig langar að fara í. Hann hefur oft spurt mig, hvort ég ætlaði ekki að verða skáti, en ég hélt altaf að við myndum ekki hafa ráð á því. En nú hef ég lesið svo skemmtilega bók um skáta- lífið og af því, sem þar er sagt frá, þá er ég viss um, að það er rétti staðurinn fyrir mig, það er að segja, ef ég má?“ Mamma hans var mjög glöð yfir, að hann skildi vilja verða skáti. Hún hafði í seinni tíð haft dálitlar áhyggjur út af því, að Pétur virtist ekki samlagast öðrum drengjum eða hafa gaman af að leika sér með þeim. Pétur hafði aldrei sagt henni ástæðuna fyrir því, honum fannst hún hafa nóg af áhyggjum samt. Tveim dögurn seinna fór Pétur á sinn fyrsta skátafund. „Synir eyðimerkurinnar-' hét flokkurinn þeirra. Nú er liðið meira en ár síðan Pétur varð skáti, og hann er einn af duglegustu drengj- unum. Strax og hann fór að sækja fundi, hvarf þessi leiða minnimáttarkennd, sem hann hafði haft, og hann fann að þarna átti hann heima. Hér var enginn, sem kall- aði á eftir honum „Mömmudrengur". Hér var góður flokksforingi, sem bauð hann velkominn í flokkinn, og hann hafði lag á að láta nýliðana njóta sín. Fyrsta útilegan var nú eiginlega ekkert grín fyrir Pétur, því hann var öllu óvanur og veittist ferðin erfið, en hann beit á jaxl og lét sig hafa erfiðið — og fékk að lokum hrós fyrir frammistöðu sína að ferðinni lokinni. Þá var háð flokkakeppni, sem Pétur var búinn að kvíða mikið fyrir, en þegar þar SKÁTABLAÐIÐ 21

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.