Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 26
LANDSMÓT 1959 1. Syng hæ, syng hó, syng hæ, syng hó í vor skal halda í Vaglaskóg. Þar skátaflokkur ból sér bjó und björk í heiðarró. :,: 2. Þar niðar áin enn við stein, þar ennþá kveður fugl á grein :,: og laðar til sín svanna og svein, syng hó, syng hæ, syng hó.:,: S. Og vertu þangað velkominn í vor, með skátaflokkinn þinn. :,: Þá endurómar skógurinn syng hó, syng hæ, syng hó.:,: Eins og sagt var frá í Skátajólum, verð- ur haldið landsmót í Vaglaskógi næsta sum- ar. ítarlegri greinargerð um mótið, ásamt umsóknareyðublöðum, hel'ur nú verið dreift til félaganna. — Skátar um land allt: Fjöl- mennið á landsmótið! B.l.S. hefur borizt bréf, þar sem skozkar og enskar skátastúlkur þakka boð á lands- mótið og ætla að koma 16 talsins. Nýr leíkur Það, sem þarf til þessa leiks, er kerti í stjaka. Bundið er fyrir augu þátttakenda. Því næst er kveikt á kertinu og það látið einhvers staðar á gólfið. Leikurinn er í því fólginn, að þátttakendur eiga að reyna að slökkva ljósið með því að blása á það. Sá, sem slekkur ljósið, hefur unnið. að kom, var hún bæði skemmtileg og lær- dómsrík. Sérstaklega var síðasti þátturinn skemmtilegur, en það voru meiriháttar slagsmál og „tusk“. Hér börðust félagar, sem voru vinir, hvort sem þeir unnu eða töpuðu. Já, í þessum hópi átti hann heima. Með hverjum degi, sem leið, þroskaðist hann, og þess oftar, sem hann var með skátun- um, óx sjálfstraust hans, og nú bar ekki lengur á neinni feimni gagnvart skólafé- lögum hans. Næst, þegar þeir vildu fá hann í leik með sér, svaraði hann „já“ og Jón og Eiríkur urðu ekki lítið hissa, er þeir uppgötvuðu, að hann var ágætur í fótbolta, og Jón sagði: „Þú ert ekki eins mikill klaufi í fótbolta og ég hélt.“ Þrátt fyrir allt, þótti Pétri vænt um þessi klaufalegu „meðmæli", ekki af því hon- um væri ekki sama um, hvaða álit Jón og hans félagar hefðu á honum, en boð þeirra, að vera með í fótboltaliði þeirra gaf til kynna, að þeir teldu hann fullgildan fé- laga. En Pétur vissi, að ef hann gengi í fót- boltalið þeirra, myndi það taka tíma frá starfinu í skátaflokknum, og svo var nóg að gera í skólanum. Hannsagði því „nei“ við því boði, og sagði Jóni ástæðuna fyrir því, og þeir skildu sem beztu vinir. Og nú er Pétur löngu orðinn sjálfur flokksforingi, og reynir að hjálpa yngri fé- lögum sínum til að öðlazt sjálfstraust og vinna bug á minnimáttarkennd. Fjárhagshliðin varð ekki eins erfið fyrir Pétur og hann hafði óttast. Flokksforing- inn hafði boðið Pétri hjálp úr flokkssjóði, ef á þyrfti að halda í sambandi við sum- arútilegur, en það kom aldrei til, að hann þyrfti á því að halda. En hefði þess þurft, þá var mamma hans ákveðin í að láta það ekki vera til fyrirstöðu, að hann gæti tekið þátt í sumarútilegunum. Hún var alveg á sama máli og flokksforinginn, sem sagði, að vegna fátæktar mætti enginn verða af því að njóta þess, sem skátastarfið hefur upp á að bjóða. 22 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.