Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 6

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 6
hreyfingarinnar á Kúbu gaf þá samstundis skipun um að áætlunin „Verið viðbúnir" skyldi koma til framkvæmda. Á hádegi voru skátarnir komnir til stöðva sinna, reiðubún- ir til starfa. Þeir voru sendir til sjúkrahús- anna og stöðva Rauða krossins, þar sem út- hlutað var lyfjum og matvælum. Þeir héldu uppi aga og reglu, störfuðu sem sendi- boðar, póstberar og tóku jafnvel að sér sorphreinsun. I mörgum sjúkraliúsum voru þeir að starfi meðan enn var barizt í návígi í næstu hús- um. Skátarnir tóku útvarpið í sína þjón- ustu, til leiðbeininga og aðstoðar. Þar sem lögregfa var ekki fyrir hendi, tóku skátar að sér stjórn umferðarinnar, jafnt í höfuð- borginni sem annars staðar,en íbúar Hav- ana eru um 1 milljón talsins. Þessi margvís- fegu störf unnu skátarnir í samfleytt 5 daga, eða þar til að hinni nýju stjórn hafði tek- izt að skipuleggja nýtt starfslið. Marga daga eftir að reglu hafði að mestu leyti verið komið á, voru skátarnir enn að störfum við að lagfæra það nauðsynlegasta, sem úr lagi hafði gengið þessa órólegu daga. Gera þurfti við vatns- og rafleiðslur, matarskortur ríkti víða og samgöngur höfðu rofnað. Þegar her byltingarmanna kom til höfuðborgarinnar, voru það enn skátarnir, sem héldu fólkinu í skefjum, er það gladdist yfir unnurn sigri. VIÐBRÖGÐ ALMENNINGS. Meðan á öllu þessu stóð, fylgdi almenn- ingur í öllu fyrirmælum skátanna og að- stoðaði þá við að vinna þessi erfiðu störf. Það var algengt að sjá 14 ára skáta hafa fullt vald á umferðinni um hinar tvöföldu akbrautir í miðju höfuðborgarinnar. Stjórn Kúbu hefur nú viðurkennt og þakkað störf skátanna, og í þakkarbréfi hins nýja lögreglustjóra Havana til skátahöfð- ingja Kúbu segir: „Ég óska ykkur tif ham- ingju og þakka þau ómetanlegu störf, sem skátar Havana liafa unnið af svo mikilli prúðmennsku og festu hina örlagaríku daga. Þeir voru viðbúnir. 24 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.