Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 8
EBBE LEIBERATH: Fáninn AÐ er komið heilt liverfi af lystihúsum utan við borgarhlutann okkar, og alltaf er verið að byggja. Varla er fólkið flutt í kofana, fyrr en það hefur fengið sér fána- stöng, vertu viss! Þetta væri nú gott og blessað, ef það léti stengurnar standa auð- ar. Þá væru menn lausir við að horfa upp á trassaskapinn, sem það sýnir fánanum á allar lundir. Því að menn taka sér slíkt nærri, er þeir hafa lært að virða fánann, draga hann réttilega upp, og niður á til- settum tíma. Þetta lærir liver einasti skáti. Og það er reglulega tignarlegt, að sjá allan strákahóp- inn, með höndina lyfta til kveðju, þegar fán- inn er dreginn að húni eða felldur. Við eigum litla stöng á kofanum okkar úti í skógi, og aldrei er fáninn dreginn svo að húni, að við fleygjum ekki hverju, sem við höfum handa á milli, og heilsum honum. Kvökl eitt um sólarlag vorum við að fella fánanna. Júlli var einmitt að brjóta hann saman, ámóta snyrtilega og mamma brýtur saman borðdúkinn heima, þegar gestir eru komnir; en við hinir snerum að nestispinkl- geti sótt 20. vormótið, og óhætt er að full- yrða, að mikið verður um dýrðir. Mótið er á mjög heppilegum tíma fyrir skólafólk, sem hefur þá nýlokið prófum og er yfirleitt ekki byrjað á sumarstarfi sínu. Með skátakveðju. HRAUNBÚI. unum. Þá heyrðum við sagt karlmannleg- um rórni: „Þetta var rétt, strákar!“ Þetta var höfuðsmaðurinn í gula lystihús- inu, gamall, nauðrakaður karl, grannur og spengilegur sem teinungur og geysisterkur. Við höfum borið stökustu virðingu fyrir honum síðan fyrir tveimur vetrum. Þá sá- um við hann siða tvo stóra slöttólfa. Þeir komu fram eins og dónar við aldraða konu, og brúkuðu kjaft við höfuðsmanninn, þeg- ar hann sagði þeim, að láta konuna í friði. Það er, held ég, það skemmtilegasta, sem við höfum séð. Karlinn fleygði staf og hatti, gekk til |>cirra og spurði, hvort þeir vildu fá ráðn- ingu. Þeir báðu „karlskrattann", eins og þeir komust að orði, að fara til... (blótsyrði). I sama bili lá sá þeirra, sem minni var fyrir mann að sjá, kylliflatur, og hafði nóg að gera að komast til sjálfs sín. Smellið, að byrja á því, að víkja öðrum úr leiknum! Meðan hann lá þarna og áttaði sig á því, livað af honum ætti að snúa upp og hvað niður, snaraðist höfuðsmaðurinn úr jakk- anum og braut upp skyrtuermarnar. Gekk það jafnfljótt og hann hefði aldrei annað gert á ævi sinni. Svo fór hann að dangla á piltungunum, svo að unun var á að horfa. Sá kunni til hnefaleika, vertu viss! Slöttólfurinn dró upp neftóbaksdósir og skellti úr þeim, en karl beygði sig lídð eitt til hliðar, svo að bragðið misheppnaðist. Þá varð strákur öskrandi reiður. „Bíddu ró- legur, þú skalt fá á milli augnanna (blóts- SKATABLADIÐ 26

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.