Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 10
„HANN er að visu ekki skátahöfðingi, en ...“ ugiii' lionum, svo að við vissum ekki, livað nú kæini. Við höfðum að vísu hreina sam- vizku. En það er aldrei að ætla á fullorðna menn. „Þetta er það bezta, sem ég hef heyrt iengi. Þið eruð víst ekki svo afleitir. Viljið þið ráðast í skiprúm hjá mér?“ „Já, já,“ sagði Frikki. „Stýrið þér freigátu eða öðru stórskipi?“ „Onei,“ anzaði hann og liló. „Ég segi eins og þú: Það er löngu úti. En ég á vélbát, sem ég vona, að engin skömrn sé að. Efafið þið ekki séð hann? Hann liggur við bryggjuna." „Það er þó víst ekki sá brúni með gula strompinum?“ spurði Villi hikandi. „Jú, einmitt." „Hvort við höfum séð liann! Jú, ég held Jjað. Við höfum aldrei þorað út í hann, því að við vissum ekki, liver átti hann. En marga stund höfum við setið á bryggjunni og dáðst að þeirri dýrðarfleytu, síðan Iiún kom.“ „Þið ættuð bara að sjá. Gljáandi langur og rennilegur rauðviðarskrokkur með hvössu stefni. Og „Árný“ fetrað á kinn- unginn með glóandi messingstöfum. Og allur útbúnaður svo sem fegurst og bezt verður á kosið.“ „Yður er víst ekki alvara, að við eigum að fá að sigla á honum?“ „Jú, einmitt,“ svaraði hann. „Ég ræð ykk- ur á bátinn, alfa með tölu, en með einu skilyrði. Og það er, að þið kennið fólkinu hérna í grendinni að hirða almennilega um fánana sína.“ „Þá verður nú víst lítið úr allri dýrðinni," sagði Frikki. „Það tekst okkur aldrei, það er víst.“ „Reyna má það,“ sagði höfuðsmaðurinn. „Ekki er vert að gefast upp að óreyndu." Og með það fór liann. Við gáfum okkur naumast tíma til að eta kvöldverð, svo annríkt áttum við að liugsa málið og leita að ráðum. Ekki gátu strák- lingar gengið um og leikið kennara í fána- meðferð. Það eru líka, svei mér, ekki margir, sem hafa trú á okkur, þótt við séum orðnir skátar, svo að ef við legðum út í ævintýrið, þá máttum við eiga vísa flengingu, og kann- ske fleiri en eina, vertu viss! Glettingar okk- ar og gantaskapur frá fyrri tímum eru mörg- um enn í fersku minni, enda þótt við liöf- um síðan gert margt, sem fullkomlega bætir fyrir það gaman. Skyldfólk okkar og nokkr- ir menn að auki eru farnir að treysta okkur fullkomlega. Enda sjáum við um alla fána hjá okkar fólki. En læknirinn, heildsalar og aðrir slíkir, sem láta vinnukonurnar sínar draga upp fánana sína og fella þá! Það er líka gert eftir því, máttu vita. Eftir að við höfðum lengi setið og „dregið frá“, eins og Frikki komst að orði, urðum við ásáttir um, að taka höggum og barsmíði, ef því væri að skipta. Þetta var þess virði. Daginn eftir var sunnudagur, og þá fórum við á kreik. Og ef við sáum fána, sem illa fór á stöng, þá fórum við inn og báðum leyf- is að lagfæra hann. Flestir tóku okkur vin- samlega og þökkuðu fyrir. Og þegar við komum aftur síðar um daginn að strengja Jínur, er slaknað höfðu í hitanum, þá feng- um við saftblöndu og ffeira gott. En sumir skömmuðu okkur og ráku okk- 28 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.