Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 11
SKÁTAHOMNIÐ Þórhildur Bachmann, félagsforingi, Borgarnesi. Hörður Jóhannesson, Sigríður Jónsdóttir, Elsa Arnbergs, félagsforingi S.F.R. deildarforingi, Borgarnesi. sveilarforingi, Borgarnesi. ur út. Og á einum stað, þar sem Villi fór inn, var sigað á hann hundi. En þeirn varð ekki kápa úr því klæðinu, því að seppi vissi, að Villi átti tík heima, og hann dinglaði bara skottinu og labbaði burt. Einn kaupsýslumaðurinn á strák, sem eng- inn strákur er, þó að hann sé 17 ára, heldur tepurfífl, sem ilmvatnsþefinn leggur af lang- ar leiðir. Þegar Nonni kom þangað, var piltur einn lieima og sparkaði Nonna út. Nonni tók auðvitað ekki á móti, meðan þeir \ oru þar innan garðs. En jafnskjótt og garðs- hliðið var opið, lét hann höggið ríða. Og pilturinn var góða stund að losa sig úr rósa- runnanum, sem hann valt út í. Okkur fannst skylt að greiða aukaþóknun fyrir þetta, því að það er ekki venja, að fleygja mönnum á dyr, þó að þeir komi og biðji hæversklega leyfis að lagfæra í’ána, sem fer illa. Við þóttumst of góðir til þess að berja slíka geit, sem þorir aldrei að stinga sér út í, og rekur tærnar í fyrst, til þess að finna, hvort kalt sé, alveg eins og stelpa. Og reyndar var hann kátlegur ásýndum, með glóðaraugað, sem Nonni gaf honum. Um kvöldið sáum við, að fáninn dinglaði, vafinn um snúruna, löngu eftir sólarlag. Við fórum þangað, allir í lióp, og Villi gekk inn. Enginn var heima, nema vinnukonurnar, og þær þökkuðu sínum sæla, að losna við að fara út, því að þær sátu, glömruðu á gítar og sungu sálma. Við fórum þá allir inn í garðinn. Það lét hátt í trissunni á stangarhúninum, þegar Villi dró fánann niður, og hann mælti: „Þetta dugar ekki. Það getur vakið heilan kirkjugarð.“ „Hlauptu lieim, Palli; þú átt stytzt,“ sagði liann við mig; „og sæktu olíu og góðan bréf- poka.“ Ég hljóp auðvitað og kom fljótlega aítur. Villi batt saman enda línunnar, svo að hú-n drægist ekki úr. Síðan reif hann horn af bréfpokanum, hellti í það olíu og batt fyrir, Síðan hnýtti liann því við línuna og dró það upp, svo að það kom ofan á trissuna, Svo kippti hann snöggt í, svo að blaðran sprakk. Þá dró hann línuna nokkrum sinn- um aftur og fram og íldi mjög í trissunni, en svo þagnaði hún allt í einu. Olían hafði gert sitt gagn. Smellið, er það ekki? SKÁTABLAÐIÐ 29

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.